Morgunblaðið - 05.07.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.07.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 Elsku afi minn. Ég er búin að kvíða þessu svo lengi, en ég veit að þú ert á betri stað og þú átt það allra besta skilið, alltaf. Afi hefur alltaf verið mér eins og pabbi, helsta stoð og stytta í öllu, traustasti og klárasti mað- urinn. Þegar ég var lítil, eyddi ég flestum helgum og fríum hjá afa og ömmu á Akureyri. Ég fékk oft að fara með afa í vinnuna hjá Vegagerðinni þegar ég var lítil. Það var mjög spenn- andi og hef ég alltaf verið stolt af því að eiga afa sem sprengdi upp fjöll og byggði göng. Ég var um eins árs þegar ég fór í fyrstu gangavígsluna mína og montaði mig af því óspart. Afi á mjög stór- an þátt í uppbyggingu vega- og gangamála landsins. Þrátt fyrir að hafa búið á Ak- ureyri í áratugi, var afi alltaf Ís- firðingur. Ég kallaði mig sjálfa Ísfirðing nr. 1 og Akureyring nr. 2 lengi vel. Ég átti mjög erfitt með að þurfa að verða borgar- barn og flaug því norður til afa og ömmu eins oft og ég gat. Sigurður Oddsson ✝ Sigurður Odds- son fæddist 13. september 1944. Hann lést 4. júní 2022. Útför hans fór fram 21. júní 2022. Margar af bestu minningunum eru frá ferðunum vestur á Ísafjörð, að sitja aftur í jeppanum hans afa með Sigga frænda og svo Vikt- ori frænda. Ég var mjög bíl- veik, þurfti að stoppa oft í Djúpinu og ældi nokkuð oft í fjörurnar, en þrátt fyrir það elskaði ég þessar ferðir. Amma smurði alltaf samlokur og var alltaf stoppað á fallegum stöðum. Afi kenndi okkur hvað hver einasti vegur, heiði, fjörður og fjall héti, og á tíma var ég eins og talandi landakort að keyra á milli Reykjavikur, Akureyrar og Ísa- fjarðar. Afi var mikill smekkmaður. Ég man að þegar mamma var að fara eitthvert út, fékk hún álit afa á klæðnaðinum og hafði hann sterkar skoðanir á fötum og út- liti, enda alltaf mjög smart. Afi kom reglulega í bæinn til að fara á Oddfellow-fundi, klæddi sig í „mörgæsarföt“ (kjól- fötin) og fór á leynifundi. Þá var líka alltaf skyldustopp á Hróa Hetti í JL-húsinu. Afi kom gjarnan suður og fór með mig í Kringluna að kaupa jólakjól á mig. Jólakjóllinn var alltaf hlut- verkið hans afa og lagði hann sig allan fram við að finna rétta jóla- kjólinn. Afi kenndi mér svo margt. Að hjóla, á skíði, borgaði fyrir snjó- brettakennara, kenndi mér að að keyra, að verða betri bílstjóri, á fjórhjól, á snjósleða og svo margt fleira. Þorláksmessa var uppáhalds- dagurinn minn á yngri árum, því afi og amma voru þekkt fyrir skötuveislurnar sínar sem þau héldu í meira en 30 ár. Allir hjálp- uðust að í undirbúningnum, húsið fylltist af fólki og alltaf var samið ljóð, skötuljóðið. Þarna byrjuðu jólin. Við skreyttum jólatréð undir strangri leiðsögn afa. Hann var afar nákvæmur, smámunasamur og með fullkomnunaráráttu. Það þurfti að gera þetta allt rétt og fara vel með hlutina, enda entust þeir mjög vel og notaði hann sömu jólaseríuna og var notuð þegar hann var barn og ég held að hún virki enn í dag. Svo fór hann út í bílskúr og fékk sér hákarl úr frystikistunni og snafs með. Ég á endalausar minningar um afa. Hann og amma eru svo stór hluti af mér og mínu lífi og munu alltaf vera það. Alltaf til staðar fyrir alla, alltaf að hjálpa öllum. Ég mun sakna þín að eilífu og elska þig endalaust. Hrefna Hagalín Geirsdóttir. Afi minn, Sigurður Oddsson senjor, hefur alltaf frá því ég man eftir mér verið óhaggandi fasti í mínu lífi. Mér fannst hann alltaf flottur, virðulegur maður með ákveðinn stíl og standard. Afi var líka ungur afi. Hann var bara fjór- um árum eldri en ég er núna þeg- ar ég fæddist. Ég hef alltaf verið mjög montinn af að hafa verið al- nafni hans og að vera Siggi Odds júníor. Stórir skór að fylla. En mér fannst afi alltaf sveipaður ákveðinni dulúð líka, hann var meðlimur í Oddfellow síðan ég man eftir mér og mér fannst allt- af mjög merkilegt að sjá hann klæddan í nýpressuð kjólfötin, með orður og skraut á bringunni. Ég hef á seinni árum líka verið mjög forvitinn um æsku hans á Ísafirði og hvernig hann var þá, og langar að heyra fleiri sögur. En ég hef ömmu mína núna til að svara þeim spurningum að ein- hverju leyti og fyrir það og hana er ég ótrúlega þakklátur. Mér finnst ég svo ekki geta sleppt því að minnast á brandar- ann sem fylgdi mér og afa og ömmu síðan ég var 4-5 ára. Það var þegar ég sagði við ömmu þeg- ar hún var að afklæðast: „Amma, þú ert alveg eins og risaeðla!“ … Nú fannst mér risaeðlur örugg- lega það flottasta í heiminum á þessum tíma svo ég held að ég hafi meint allt það besta með at- hugasemdinni. Afa fannst þetta hins vegar svo fyndið að við höf- um ekki hist síðan þetta gerðist án þess að hann spyrði: „Manstu hvað þú sagðir við ömmu?“ Mér þótti alltaf mjög vænt um þennan lengsta brandara ævi minnar og mun eiga hann áfram með ömmu. Að lokum verður að nefna hvað afi var barngóður og hress kring- um börn – mér leið alltaf eins og miðpunkti alheimsins þegar ég var lítill með afa og ömmu og ég er þakklátur fyrir að Marinó minn kynntist honum og myndaði minningar um hann. Hann man eftir afa að spyrja sig hvað hann væri að gera og segja sér að hann væri flottur og seigur strákur. Síðustu stundum okkar afa fyrir um mánuði eyddum við svo helst í að skoða myndir af litla Leó okk- ar. Afi brosti og gerði barnahljóð á móti við hann og mér fannst ótrúlega verðmætt að eiga þessa stund með honum sem ég vissi innst inni að væri kveðjustund áð- ur en ég fór aftur utan. Ég elska þig afi minn og þú lifir í mér og okkur öllum áfram um alla tíð. Ástarkveðjur á alla frá mér, Önnu, Marinó og Leó frá Frakk- landi. Sigurður Oddsson. Mig langar að minnast Sigga Odds með nokkrum orðum en við vorum bekkjarbræður á Ísafirði. Siggi var mikill foringi okkar strákanna í árgangi 1944. Alltaf fremstur í flokki þeirra sem vildu skara fram úr. Hann réð oftast ferðinni um hvað gert var og hvernig við strákarnir klædd- umst þegar við fórum að greiða í „píku“. Hann lét ekki segja sér fyrir verkum í skólanum, hann var góður námsmaður en þoldi ekki dónaskap eða að láta lítil- lækka okkur í bekknum og mót- mælti slíkum tilraunum hástöfum þegar það bar við. Ég minnist sérstaklega þess þegar við strákarnir í efstu bekkjum Grunnskólans á Ísafirði vorum fengnir til að landa afla úr togurunum hjá Ísfirðingi, Sól- borgu og Ísborgu, þegar vantaði mannskap og fengum við þá frí í skólanum. Þegar við komum nið- ur í lestina röðuðum við strák- arnir okkur hver í sína stíu. Var mikil keppni milli okkar um hver yrði fyrstur að tæma sína stíu. Það var segin saga að Siggi var alltaf fyrstur og hafði hátt þegar hann hamaðist við að gogga fisk- inn í karið og skipti þá ekki máli hvort landað væri þorski eða karfa. Sama var þegar við losuð- um kolaskipin, þá mokuðum við lausum kolum úr lestunum upp í mál. Málið sem Siggi mokaði í fylltist alltaf fyrst. Við Siggi vorum 17 ára þegar við vorum ráðnir sem hásetar á mb. Vin ÍS á troll. Ég hafði oft verið á sjó en Siggi aldrei og kom hann því alveg óreyndur um borð. Talsverð bræla var fyrsta túrinn og fór veltingurinn ekki vel í Sigga sem ældi lifur og lungum eins og sagt var og lagaðist það ekki allan túrinn. Kappið í Sigga til að standa sig var þó svo mikið að hann mætti alltaf fyrstur í híf- inguna og þótt hann ældi yfir bobbingana þá kastaði hann þeim til eins og boltum. Skipstjórinn sagðist ekki hafa séð aðra eins hörku í nokkrum manni. Siggi sá sig líklega ekki sem sjómann eftir þennan fyrsta túr og fór í tæknifræðinám og haslaði sér völl hjá Vegagerðinni. Ég fylgdist með Sigga í gegnum æv- ina og hitti hann á flugvellinum í Reykjavík nokkru áður en hann fékk áfallið. Hann var þá enn sami hressi Siggi Odds og hann var á Ísafirði forðum. Votta ég Hrefnu og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigurðar Oddssonar frá Ísafirði. Kristján Pálsson. ✝ Rósa Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 24. júlí 1937. Hún lést á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi 13. júní 2022. Foreldrar henn- ar voru Jón Jóns- son, f. 11. október 1909, d. 13. október 1980 og Guðný B. Jóakimsdóttir, f. 8. maí 1914, d. 29. júní 1996. Systkini hennar voru Sólveig, f. 15. júlí 1936, d. 19. júní 1995, Jóna Björg, f. 10. desember 1938, d. 17. febrúar 1994, óskírð- ur, f. 28. desember 1939, d. 20. apríl 1940, Brynhildur Ásta, f. 21. apríl 1942, Magnea, f. 22. september 1945, d. 6. janúar 2011, Álfheiður Erna, f. 6. ágúst 1947, Jón, f. 2. mars 1949, d. 28. október 2012 og Anna Margrét, 10. ágúst 1987, og Birna Guð- jónsdóttir, f. 26. nóvember 1990, sambýlismaður Gunnar Andri Hlíðdal Kristinsson, f. 5. júní 1986. Dídí ólst upp í foreldrahúsum á Undralandi í Reykjavík og gekk hún í Laugarnesskóla þar til hún flutti á Skúlagötuna, þá fluttist hún yfir í Austurbæj- arskóla. Hún útskrifaðist með gagnfræðapróf úr Lindargötu- skóla. Að skólagöngu sinni lok- inni lá leið hennar til Siglu- fjarðar að vinna í síld ásamt vinkonum sínum, eftir það vann hún í frystihúsi á Kirkjusandi í Reykjavík með systrum sínum og vinkonum. Lengst af vann hún í Ópal, síðar meir Nóa Sí- ríusi. Fjölskyldan var hennar stærsta áhugamál og hún var alltaf í miklu sambandi við þau og vini sína.Vönduð og falleg föt voru einnig mikið áhugamál og hún var mikill dýravinur. Útför Rósu fór fram í kyrrþey 24. júní 2022 að ósk hinnar látnu. f. 17. febrúar 1952. Rósa giftist eft- irlifandi eigin- manni sínum, Hall- grími Birgi Þor- steinssyni, f. 9. apríl 1937, og voru þau gift í nærri 7 ára- tugi. Hann er sonur Þorsteins Halldórs- sonar, f. 2. desem- ber 1908, d. 3. sept- ember 1988 og konu hans Ísbjörgu Hallgríms- dóttur, f. 19. október 1908, d. 16. nóvember 1995. Uppeldissonur Rósu og Hall- gríms er Guðjón Magnússon, f. 21. júní 1959, sambýliskona hans Kolbrún Kópsdóttir, f. 5. nóv- ember 1957. Börn þeirra eru Rósa Guðjónsdóttir, f. 13. mars 1981, sambýlismaður Björn Már Jakobsson, f. 20. desember 1981, dætur þeirra eru Katrín Rós og Kolbrún; Kópur Guðjónsson, f. Hvað er hægt að segja um Dídí ömmu nema að hún var mögnuð kona og hennar verður sárt sakn- að. Við systkinin eyddum miklum tíma á Sólbakka hjá Dídí og Halla afa, hvort sem það var að kíkja í heimsókn, fá að gista, horfa á Eurovision, fegurðarsamkeppnir, Á tali með Hemma Gunn eða Spaugstofuna. Það var alltaf jafn gaman að vera hjá þeim í sveitinni á Vatnsenda. Alltaf þegar við komum, vinir, fjölskylda eða kunningjar, voru kræsingar settar á borð, m.a. heimabakað brauð með tómötum, agúrku, eggi og ekki mátti gleyma að setja aromat ofan á, eða með eggi og síld, og flatkökur með heimgerðri ömmukæfu. Amma var mikill matgæðingur og fannst henni fátt skemmtilegra en að fæða aðra, það fór sko enginn svangur af Sólbakka. Við áttum alltaf jólin saman, pabbi, mamma, Rósa systir, Kóp- ur bróðir, ég, Dídí og Halli afi, og það var alveg sama hvernig henni leið, aðfangadagur skyldi alltaf vera haldinn á Sólbakka. Hún byrjaði að elda snemma að morgni aðfangadags og settist ekki niður fyrr en klukkan rétt að verða 18. Á aðfangadag var alltaf lúðuhlaup með kokteilsósu í forrétt og maís- stönglar fyrir gikki eins og mig. Aðalrétturinn var alltaf glæsileg- ur kalkúnn með öllu tilheyrandi, m.a. sveppasósu, brúnuðum kart- öflum, sykruðu káli og maís með smjöri og salti. Eftirrétturinn var heldur látlaus, vanilluís með sósu og auðvitað var alltaf ein mandla í einni skál fyrir möndlugjöfina. Einnig bjó hún alltaf til kartöflu- salat og keypti pylsur og lét Halla afa fara með til fjölskyldunnar á gamlársdag svo allir gætu notið í hádeginu á nýársdag. Alla bollu- daga þá gerði hún bestu fiskiboll- ur í heimi með kartöflumús, lauk í smjöri og afasalati eða hrásalat eins og flestir kalla það. Hún steikti bollur allan daginn og þeg- ar fólk var búið að vinna eða við krakkarnir komin heim úr skólan- um þá skunduðu allir á Sólbakka og átu eins mikið og þeir gátu. All- ir voru velkomnir, alltaf tvísetið, og eins og áður þá fór enginn svangur heim og sendi hún flesta með afganga heim. Á sprengidag var alltaf saltkjöt og baunir og eins og áður voru allir velkomnir. Burtséð frá mat þá var amma einnig mikill nammigrís og alltaf var til nóg af sælgæti á heimilinu, þá einna helst vindlar, rindlar, karamellukúlur og ópal og alltaf voru til kókosbollur eða kossar. Á páskunum gaf hún okkur krökk- unum alltaf páskaegg frá Nóa-Sí- ríusi. Dídí amma elskaði fallega hluti og fór hún oft á allskonar listasýn- ingar, antikbúðir og markaði. Allt- af fann hún eitthvað sem henni fannst fallegt sem hún vildi eiga eða gefa öðrum. Farnar voru ófá- ar búðarferðir með Ástu systur hennar, og þegar yngsta lang- ömmubarnið hennar, Kolbrún, var komin með aldur til þá fannst henni ægilega gaman að fara með henni og kaupa eitthvert glingur. Hún umkringdi sig með listaverk- um, málverkum, skúlptúrum og öðru glingri. Hún var mjög stolt af Katrínu Rós og Kolbrúnu, langömmu- stelpunum sínum, vildi vita hvern- ig þeim gekk í skóla og sérstak- lega hvernig þeim báðum gekk í íshokkí og horfði hún iðulega á leiki ef þeir voru sýndir í sjónvarp- inu. Hún vildi alltaf vita hvað væri á döfinni í okkar lífi, hvernig dýrin hefðu það hjá þeim sem áttu gælu- dýr og hvernig við hefðum það. Ég held við öll eigum eftir að sakna þess að heyra í henni, kíkja í heimsókn og hlusta á hana tala um fjölskylduna, hvað allir væru að gera og þess háttar. Við elskum þig ótrúlega mikið. Þín barnabörn, Rósa, Kópur og Birna. Elsku Dídí mín. Mikið fórstu snöggt frá okkur. Nokkrum dögum áður greind með alvarleg veikindi. Þú sagðist alltaf hafa það fínt en hafðir meiri áhyggjur af okkur hinum. Sterkari og betri manneskju en þig var erfitt að finna. Vildir allt fyrir alla gera og gerðir. Fiskiboll- ur … alltaf var þínum nánustu boðið á bolludaginn og þú varst ánægðust ef það var tvísetið við borðið. Sprengidagurinn – puls- urnar og heimalagaða kartöflusal- atið þitt á gamlárskvöld – að sjálf- sögðu heimsent og ekki má gleyma lúðuhlaupinu á jólunum með heimalagaðri kokteilsósu með fullt af rjóma a la Dídí. Þú hafðir svo gaman af því að gefa fallega hluti í gjafir og varst algjör fagurkeri hvort sem var á listmuni eða á föt. Að skreppa í Debba eða Kringluna og Smára- lind að skoða. Fara í bíltúr í Hveró og skoða blómin en þú elskaðir blóm. Tja, og fá Ástu í bíltúr í Fjarðarkaup og skella í fiskibollur eða í Koló og kaupa harðfisk handa hundunum, en alla tíð hefur þú átt hunda og elskaðir þá meira en allt. Enda fengu þeir dekur- uppeldi – sem okkur þótti nóg um – og enginn matur var nógu góður fyrir hundana. Dídí mín var gull af manni og þvílíkt sem hún og Halli reyndust mömmu vel þegar hún veiktist. Þau töldu ekki eftir sé að skutlast út á Seltjarnarnes og taka mömmu með í bíltúr. Ég veit að mamma var þeim óendanlega þakklát fyrir hugulsemina og um- hyggjuna og hvað henni þótti vænt um þetta. Við getum seint fullþakkað þetta. En svona var Dídí en þær systur voru nánar og ég veit að það er gaman í Sum- arlandinu núna og amma og þau systkinin hafa tekið vel á móti henni. Dídí og Halli kynntust 17 ára og höfðu verið gift í tæp 68 ár. Yf- irleitt voru þau nefnd saman enda alltaf saman. Þau bjuggu lengst af á Sólbakka á Vatnsenda og mikið var alltaf gott að koma til þeirra. Alltaf stökk hún til og smurði heil- an bakka af brauði og þá helst með eggjum og síld því hún vissi hvað mér þótti það gott. Við vorum mjög nánar og ég kynnti Dídí sem svona hina mömmu mína. Mikið þótti okkur vænt hvor um aðra. Það verður skrítið að vera ekki saman fyrir jólin að pakka inn jólagjöfunum fyrir hana eins og ég hef gert með henni í fjölda ára. Erfitt að fá ekki símtölin en við töluðum mikið saman í síma en hún hélt manni upplýstum um hvað væri í gangi hjá stórfjöl- skyldunni en hún var mjög frænd- rækin og var í sambandi við ótrú- lega marga. Henni var annt um sitt fólk og fróð um sína ætt og stolt af henni. Ég veit að Dídí hefur ekki viljað að ég væri að ræða um hennar veikindi en hún hefur gengið í gegnum svo margt. Við sögðum stundum að hún hlyti að hafa níu líf. En nú hefur ljósið slokknað en minningarnar um þig, elsku Dídí, þær lifa. Ég er stolt af því að hafa tengst þér og minnist þín með ást og hlýju og veit að við hittumst síðar. Ég kveiki á kerti í einum af mörgu kertastjökunum sem þú hefur gefið mér og mér er létt að vita að þjáningum þínum er lokið. Ég kveð þið með sömu orðun- um og ég sagði við þig í okkar síð- asta samtali: Ég elska þig. Hulda. Við Rósa, sem alltaf var kölluð Dídí, kynntumst í Austurbæjar- skólanum, vorum í sama bekk, en eftir að skólaskyldu lauk skildi leiðir okkar í nokkur ár en við hitt- umst síðan aftur þegar við hófum störf í frystihúsinu á Kirkjusandi. Þar varð Dídí fljótlega leiðtogi okkar stúlknanna, hún var hörku- góður vinnukraftur, skemmtileg í tilsvörum og gat vel svarað fyrir sig ef svo bar undir, það var borin virðing fyrir henni bæði af yfir- mönnum og okkur stelpunum. Hún var góður leiðtogi, góð mann- eskja og bar mikla umhyggju fyrir mönnum og dýrum, hún var sann- kölluð alvörukona. Það væri hægt að segja margar góðar og skemmtilegar sögur af veru okkar í frystihúsinu. Á seinni árum endurnýjuðum við vinskap- inn og fórum oft saman ásamt Ástu systur hennar og Rannsý, fengum okkur kaffisopa og kíkt- um svona aðeins í búðir, stundum skruppum við út úr bænum. Þetta gerðum við lengi vel og það var mikið hlegið og spjallað um gömlu góðu dagana, rifjuð upp prakkara- strikin í frystihúsinu og vorum við sammála um að þessi vinnustaður væri skemmtilegasti staður sem við hefðum unnið á. Dídí átti stóran systkinahóp, hún var límið í þeirra hópi og mér fannst stundum eins og hún setti þeirra hag langt framar sínum eigin. Eitt sinn er við vorum í búð- arferð var hún að skoða kjóla, ég spurði hana hvort hún væri að leita sér að kjól: „Nei,“ svaraði hún, „en það væri gott fyrir hana Önnu systur að eiga svona kjól.“ Hún keypti kjólinn. Anna systir hennar hefur líklega verið á sjö- tugsaldri þegar þetta var. Dídí var mikill fagurkeri og ber heimili þeirra Halla þess merki og það sem meira var er það að gest- risni þeirra hjóna var alveg ein- stök og enginn fór svangur frá þeim – sumir fóru líka með nesti með sér heim. Ég var svo heppin að fá að kynnast aðeins fiskboll- unum hennar, sem má segja að séu orðnar landsfrægar hún var einstaklega góður kokkur og naut þess að taka á móti gestum. Dídí átti við erfið veikindi að stríða hin síðari ár. Hún var alltaf ákveðin í því að sigrast á þeim en svo fór ekki að þessu sinni, hún lést á Landspítalanum aðfaranótt 13. júní. Blessuð sé minning henn- ar. Vinátta okkar Dídíar var sönn og trú, allar minningarnar um samveru okkar geymi ég í hjarta mínu og ylja mér við þær þar til við hittumst næst, líklega í blóma- brekkunni. Ekki er ólíklegt að við þá upprifjun falli nokkur gleði- og sorgartár. Elsku hjartans vinkona, ég kveð þig núna með miklum sökn- uði. Guð blessi þig. Halli minn, Guðjón og fjölskylda, systur Dídí- ar og aðrir ættingjar og vinir, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar. Guðrún Guðjónsdóttir. Rósa Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.