Morgunblaðið - 05.07.2022, Side 27

Morgunblaðið - 05.07.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: Selfoss: Selfoss – Vestri ............................ 18 Þórsvöllur: Þór – KV................................. 18 Kórinn: HK – Grindavík ...................... 19.15 Vogar: Þróttur V. – Fylkir................... 19.15 Varmá: Afturelding – Kórdrengir ...... 19.15 Seltjarnarnes: Grótta – Fjölnir........... 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kópavogur: Augnablik – Víkingur R.. 19.15 Kaplakriki: FH – Haukar .................... 19.15 3. deild karla: Höfn: Sindri – Vængir Júpíters ............... 18 Dalvík: Dalvík/Reynir – KFG .................. 18 Árbær: Elliði – Víðir............................. 19.15 Akraneshöll: Kári – ÍH ........................ 19.15 Blönduós: Korm./Hvöt – Augnablik ... 19.15 Týsvöllur: KFS – KH........................... 19.15 Í KVÖLD! Opna EM U16 stúlkna Leikið í Svíþjóð: Noregur – Ísland .................................. 20:20 Portúgal – Ísland.................................. 19:16 E(;R&:=/D EVRÓPUKEPPNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Víkings fá í dag það erfiða verkefni að mæta Svíþjóðarmeisturum Malmö á úti- velli í fyrstu umferð Meistaradeild- arinnar en þar glíma þeir við eitt allrabesta lið Norðurlanda um þess- ar mundir. Malmö situr reyndar í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir óvænt tap gegn Sundsvall fyrir helgina en eru aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Häcken. Malmö hefur unnið sænsku deildina tvö und- anfarin ár og hefur gríðarlega reynslu af Evrópukeppni. Í fyrra komst liðið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mætti þar Juventus, Chelsea og Zenit Péturs- borg. Þar fékk liðið reyndar aðeins eitt stig, gegn Zenit, og skoraði eitt mark, en tapaði m.a. 0:1 fyrir Chelsea á heimavelli og 0:1 gegn Ju- ventus í Tórínó. Góðkunningi Víkinga og þeirra liðsmaður og síðan þjálfari, Milos Milojevic, þjálfar lið Malmö en hann tók við því í vetur þegar hinn íslen- skættaði Jon Dahl Tomasson hætti eftir tvo meistaratitla í röð og tók síðan við Blackburn á Englandi. Malmö er eina félagið af Norð- urlöndum sem hefur komist í úrslita- leik um Evrópumeistaratitilinn. Lið- ið beið lægri hlut fyrir Englandsmeisturum Nottingham Forest í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða vorið 1979. Keflavík og Fram unnu Svía Víkingar hafa aldrei áður mætt sænsku liði í Evrópukeppni og Malmö hefur aldrei áður mætt ís- lensku liði. Af þeim ellefu skiptum sem íslensk og sænsk lið hafa mæst á Evrópumótum karla hafa þau ís- lensku tvisvar náð að slá þau sænsku úr keppni, í bæði skiptin á síðustu öld. Eins merkilegt og það er, þá slógu Keflvíkingar lið Kalmar út haustið 1979, nokkrum mánuðum eftir að Malmö komst í úrslitaleikinn áð- urnefnda. Keflavík vann heimaleik- inn 1:0 og fór áfram á útimarki eftir 2:1 tap í Kalmar. Ellefu árum síðar unnu Framarar frækinn sigur á Djurgården á Laug- ardalsvellinum, 3:0, og gerðu síðan jafntefli við Svíana í Stokkhólmi, 1:1. Svíar hafa haft betur í hinum níu viðureignum íslenskra og sænskra liðan en nánast alltaf með litlum mun. FH vann heimaleik sinn við Elfsborg, 2:1, árið 2014, en tapaði 4:1 í Svíþjóð og í fimm skipti hafa sænsku liðin haft betur á einu marki samtals eftir jafntefli í öðrum leikj- anna. FH gerði t.d. jafntefli, 1:1, við AIK í Stokkhólmi 2012 og KR 1:1 við Häcken í Gautaborg 2007. Þá gerðu AIK og KR jafntefli í Stokkhólmi, 1:1, árið 1996. ÍA (1987) og Fylkir (2003) féllu bæði út 0:1 samanlagt gegn Kalmar og AIK eftir 0:0 jafn- tefli á heimavelli. Malmö verður ekki síðasti mót- herji Víkings í Evrópukeppni í ár, hvernig sem fer. Tapi Víkingar fara þeir yfir í Sambandsdeildina en halda að sjálfsögðu áfram í Meist- aradeildinni, takist þeim hið óvænta og felli Milos og hans menn úr keppni í tveimur leikjum. Hvað gera Víkingar í Malmö? - Sænsk lið hafa alltaf lent í talsverðu basli með íslensk í Evrópuleikjum Morgunblaðið/Hákon Svíþjóð Víkingar fagna sigrinum í forkeppni Meistaradeildarinnar. Í kvöld glíma þeir við sænska meistaraliðið Malmö á útivelli í 1. umferðinni. Englandsmeistarar Manchester City komu að tveimur stórum fé- lagaskiptum í enska fótboltanum í gær. Í gærmorgun var tilkynnt að Ars- enal hefði gengið frá kaupum á brasilíska framherjanum Gabriel Jesús frá City fyrir 45 milljónir punda. Skömmu síðar opinberaði City að kaupin á miðjumannninum Kalvin Phillips, landsliðsmanni Englands, frá Leeds væru frágengin. Hann mun hafa kostað City um 50 millj- ónir punda. Jesús fór og Phillips kom AFP/Oli Scarff City Kalvin Phillips er kominn til meistaranna frá Leeds United. Christian Eriksen, fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu, verður að óbreyttu orðinn leikmaður Man- chester United innan skamms. Skýrt var frá því í gær að hann hefði tekið tilboði United um þriggja ára samning. Eriksen, sem er þrítugur, er laus allra mála frá Brentford sem hann samdi við til skamms tíma í vetur eftir að hann gat byrjað að spila á ný í kjölfar hjartastoppsins sem hann varð fyr- ir með Dönum á EM síðasta sumar. Hann á eftir að gangast undir læknisskoðun í Manchester. Eriksen á leið á Old Trafford AFP/Georg Hochmuth United Christian Eriksen á eftir að fara í læknisskoðun hjá félaginu. Kvennalandslið Íslands í fótbolta er á lokastigi undirbúningsins fyrir EM en nú eru aðeins fimm dagar í leik Íslands og Belgíu sem fram fer í Manchester á sunnudaginn kemur klukkan 16 að íslenskum tíma. Liðið hefur dvalið í Herzogen- arauch, litlum bæ skammt frá Nürnberg í norðanverðu Bæjara- landi, frá því það mætti Pólverjum í síðustu viku en á morgun fer liðið þaðan til Englands. Sama dag koma einnig Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins og mbl.is, og Egg- ert Jóhannesson ljósmyndari til Manchester og fylgja liðinu þar eft- ir keppnina á enda. Ljósmynd/KSÍ Þýskaland Hallbera Guðný Gísladóttir fremst í flokki í upphitun fyrir æf- ingu í Þýskalandi í gær. Hún er næstleikjahæst í íslenska liðinu. Fimm dagar þar til Ísland mætir Belgíu Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kristján Viggó Sigfinnsson, há- stökkvarinn efnilegi úr Ármanni, náði sínum besta árangri utanhúss um helgina þegar hann stökk 2,15 metra og sigraði á ungmenna- mótinu Bauhaus Junioren-Gala í Mannheim í Þýskalandi. Kristján, sem er 19 ára, keppti þar í flokki U20 ára. Hann átti áður best utanhúss 2,13 metra sem hann náði fyrir þremur árum. Með þessu stökki jafnaði hann þriðja besta árangur Íslendings í greininni frá upphafi. Aðeins Einar Karl Hjartarson, 2,25 metrar árið 2001, og Einar Kristjánsson, 2,16 metrar árið 1992, hafa stokkið hærra utanhúss og Gunnlaugur Grettisson stökk 2,15 metra árið 1988. Kristján hefur hinsvegar best farið yfir 2,20 metra innanhúss og er þar næstbestur á eftir Einari Karli sem stökk 2,28 metra árið 2001. Eva María Baldursdóttir frá Sel- fossi varð fimmta í hástökki stúlkna á mótinu og stökk 1,76 metra. Arndís Diljá Óskarsdóttir úr FH varð sjötta í spjótkasti en hún kast- aði 44,18 metra. Þá náði Glódís Edda Þuríðar- dóttir úr KFA sínum besta árangri á árinu þegar hún hljóp 100 m grindahlaup á 14,33 sekúndum og Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson úr Ármanni náði sínum besta ár- angri þegar hann hljóp 100 metra á 11 sekúndum sléttum. Kristján með besta árangur utanhúss Ljósmynd/Þórir Tryggvason Hástökk Kristján Viggó Sigfinns- son á besta árangur síðustu 20 árin. _ Þýska knattspyrnustórveldið Bay- ern München staðfesti í gær að samið hefði verið við landsliðsmarkvörðinn unga Cecilíu Rán Rúnarsdóttur til fjögurra ára. Morgunblaðið skýrði frá þessu í byrjun maí en Bayern hefur ekki opinberað samninginn fyrr en nú. Cecilía kom til Bayern í láni frá Ever- ton um síðustu áramót. _ Andri Fannar Baldursson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, er kominn til æfinga hjá NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni. Staðarmiðillinn De Gelderlander segir að aðeins sé eftir að fá á hreint hvort NEC kaupi hann af Bologna á Ítalíu eða fái hann lánaðan. _ Tyrkneski netmiðillinn As Marca sagði í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að samþykkja tilboð tyrk- neska félagsins Galatasaray, svo fram- arlega sem hann losni úr farbanni á Englandi í sumar. _ Barcelona samdi í gær við tvo samningslausa knattspyrnumenn, Andreas Christensen miðvörð sem kom frá Chelsea og Franck Kessie miðjumann sem kom frá AC Milan. _ Raquel Laneiro, landsliðskona í körfuknattleik frá Portúgal, hefur samið við Íslandsmeistara Njarðvíkur um að leika með þeim á næsta keppn- istímabili. _ Julio de Assis, landsliðsmaður Angóla í körfuknattleik, er kominn til liðs við úrvalsdeildarlið Breiðabliks en hann lék með Vestra í deildinni síðasta vetur. _ Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jóns- son verður fulltrúi Íslands á heims- meistaramótinu í frjáls- íþróttum sem fer fram í Eugene í Oregonríki í Bandaríkjunum 15. til 24. júlí. Hilmar keppir strax á fyrsta degi mótsins, föstudeg- inum 15. júlí. Hilmar er í 35. sæti heimslistans á þessu ári með 75,52 metra. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.