Morgunblaðið - 15.07.2022, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. J Ú L Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 164. tölublað . 110. árgangur .
RAGNAR BERG-
SVEINSSON
HUNDRAÐ ÁRA
MERKILEGUR
DAGUR
BLÝANTUR OG
VATNSLITUR ERU
EINLÆG VERKFÆRI
BJÓRINN FLÆÐIR 10 TEIKNINGAR EDDU 28FV. AÐALVARÐSTJÓRI 25
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Ríkiskaup hafa birt auglýsingu fyrir
hönd utanríkisráðuneytisins og
varnarmálasviðs Landhelgisgæsl-
unnar þar sem vakin er athygli á
upplýsingabeiðni „í tengslum við
fyrirhugað útboð á byggingu vöru-
húsa fyrir bandaríska flugherinn á
öryggissvæðinu á Keflavíkurflug-
velli“. Hefur flugherinn óskað eftir
framlagi upp á 94 milljónir banda-
ríkjadala vegna framkvæmdanna,
eða sem nemur tæplega 13 milljörð-
um íslenskra króna.
Hjörtur J. Guðmundsson, sagn-
fræðingur og alþjóðastjórnmála-
fræðingur, segir þetta lið í því að
tryggja enn frekar ásamt öðru að
Bandaríkin séu í stakk búin til að
standa við skuldbindingar sínar
gagnvart Íslandi í samræmi við
varnarsamninginn á milli landanna.
Bandaríkin séu skuldbundin til að
sjá til þess að ávallt sé hér á landi
nauðsynlegur búnaður svo tryggja
megi varnir. Þá kallar Hjörtur eftir
opinni og hreinskilinni umræðu um
varnarmál hér á landi. »6
Herinn vill millj-
arða fjárfestingu
- Útboð á byggingu vöruhúsa auglýst
Morgunblaðið/RAX
Varnir Mannvirkin munu rísa á
öryggissvæðinu í Keflavík.
Ísland gerði jafntefli gegn Ítalíu í öðrum leik sínum í D-riðli
Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Manchester á Englandi í
gær. Leiknum lauk 1:1 en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skor-
aði mark íslenska liðsins strax á 3. mínútu með frábæru skoti
úr vítateig Ítala. Karólína Lea og Alexandra Jóhannsdóttir,
sem eru báðar á sínu fyrsta stórmóti, áttu erfitt með að leyna
vonbrigðum sínum í leikslok en þær fengu báðar mjög góð
færi til þess að tryggja íslenska liðinu sigur í síðari hálfleik.
Ísland þarf því líklega sigur í lokaleiknum gegn Frakklandi á
mánudaginn til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Evr-
ópumótsins þó jafntefli eða jafnvel eins marks tap gæti mögu-
lega dugað til að komast áfram. »26-27
Morgunblaðið/Eggert
Ísland þarf líklega sigur á Frökkum eftir annað jafntefli á EM
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Landeigendur í Hvammsvík hafa
kynnt áform um að bæta við 25 lóð-
um undir heilsárshús. Það sé gert
vegna mikillar eftirspurnar.
Alls 30 lóðir voru auglýstar til sölu
í Hvammsvík í fyrrahaust og var
verðið frá sex og upp í 20 milljónir
króna. Heimilt var að reisa allt að
300 fermetra hús og var eitt húsið
auglýst á 118 milljónir króna.
Miðað við auglýst verð í fyrra-
haust gætu nýju lóðirnar skilað
landeigendum hundruðum milljóna.
Vitnar um lítið framboð
Eftirspurnin eftir lóðunum í
fyrrahaust vakti athygli og var hún
sett í samhengi við lítið framboð ein-
býlishúsalóða á höfuðborgar-
svæðinu, þar með talið sjávarlóða.
Hafa slíkar lóðir hækkað í verði
samhliða hækkunum á sérbýli.
Uppbygging heilsárshúsa í
Hvammsvík er hluti af víðtækari
endurskipulagningu svæðisins.
Nú um helgina verða ný sjóböð
opnuð í Hvammsvík en eigendur
jarðarinnar eru feðginin Anna
Skúladóttir og Skúli Mogensen en
hann á rekstrarfélag sjóbaðanna.
Nýtt til frekari uppbyggingar
Þegar fyrstu 30 lóðirnar voru upp-
seldar í fyrrahaust sagði Skúli í sam-
tali við Morgunblaðið að tekjur af
sölu lóða yrðu nýttar til frekari upp-
byggingar á þjónustu við sjóböðin.
Það hefur nú raungerst að hluta
en átta laugar eru við fjöruborðið í
Hvammsvík. Gestir geta valið á milli
inni- eða útiklefa og jafnframt notið
veitinga á bæði inni- og á útisvæði.
Með þessari uppbyggingu skapast
nýr áfangastaður fyrir ferðamenn í
um 45 mínútna akstursfjarlægð frá
Reykjavík og gæti verkefnið orðið
vísir að sambærilegri samnýtingu
baðstaða og frístundabyggða.
Skipuleggja 25 lóðir til
viðbótar í Hvammsvík
- Gæti skilað hundruðum milljóna - Verða við hlið sjóbaða
Teikning/AKA Studio Arkitektar
Hvammsvík Áform eru um að
fjölga lóðum undir heilsárshús.
MSkúli undirbýr 25 lóðir … »12