Morgunblaðið - 15.07.2022, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert
Stuð Þétt var setið á aðdáendasvæðinu í Manchester í gær og fylltist það heilum fjórum tímum áður en leikur Íslands og Ítalíu hófst.
Um leið og aðdáendasvæðið í Picca-
dilly-garði í miðbæ Manchester var
opnað í gærmorgun tóku Íslend-
ingar að fjölmenna þangað og varð
svæðið fullt fjórum tímum fyrir
landsleik Íslands og Ítalíu. Löng bið-
röð myndaðist fyrir utan veggi
aðdáendasvæðisins auk þess sem
margir tóku það til bragðs að fara
inn á fjölskyldusvæðið við hliðina.
Hvort svæði fyrir sig rúmar fimm
hundruð manns. Frá byrjun var ljóst
að það stefndi í frábæra stemningu.
Sólin gerði vart við sig og ungir
sem aldnir þáðu andlitsmálningu.
Svæðið var alblátt, þar sjá mátti
landsliðsbúning Íslands í ýmsum út-
gáfum og nokkrar vel útfærðar
heimagerðar útgáfur.
Plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði
hressandi tóna og heimamenn buðu
upp á skemmtiatriði; barnakór
söng og kenndi hópnum lög og leik-
rit um sögu kvennafótbolta var
sýnt.
Allir í góðu skapi
Allt ætlaði um koll að keyra þeg-
ar tónlistarmennirnir JóiPé og
Króli stigu á svið og mátti sjá
glæsilega danstakta ungra aðdá-
enda.
Taktföst upphitun Tólfunnar var
á sínum stað þar sem allir tóku
þátt. Hvort sem það voru fjöl-
skyldur leikmanna eða hópar fót-
boltaáhugafólks, fór enginn af
aðdáendasvæðinu í slæmu skapi.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
viðskipta- og menningarmála-
ráðherra, létu sig ekki vanta á
svæðið ásamt börnum sínum. Ísland Sólin baðaði Íslendingana á aðdáendasvæðinu í Manchester í gær og ungir sem aldnir þáðu andlitsmálningu.
Í sínum allra besta gír Það má með sanni segja að
enginn hafi farið af aðdáendasvæðinu í slæmu skapi.
Alla leið Fólk á öllum aldri hvatti liðið áfram.
Fullt fjórum
tímum fyrir leik
- Íslendingar fjölmenntu á svæðið
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
EM KVENNA 2022
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Íslendingar fylltu EM-torgið á
leik kvennalandsliðs Íslands í
knattspyrnu gegn liði Ítalíu í gær.
Mikil fagnaðarlæti brutust út þeg-
ar Karólína Lea skoraði fyrsta og
eina mark Íslendinga og munaði
litlu að annað markið yrði skorað
á síðustu mínútunum.
Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi
verið jafntefli var stuðningsfólk í
sínu besta skapi í blíðskaparveðri
á EM-torginu í gær. Þeirra á með-
al var Axel Fannar, sem sat á
fremsta bekk ásamt fjölskyldu
sinni á EM-torginu. „Þetta gekk
ekki nógu vel. En kannski var
þetta sanngjarnt í lokin, ég veit
það ekki. Við hefðum átt að nýta
þessi færi betur,“ sagði hann. Aðr-
ir áhorfendur sögðust ánægðir
með liðið, sem átti miklu betra
skilið en jafntefli. Þó þyrfti að
horfa fram á veginn af bjartsýni
enda mótinu hvergi nærri lokið.
Margir áhorfendur báðust und-
an viðtali við Morgunblaðið, þar
sem þeir þyrftu að ná sér niður
eftir leikinn. Ísland mætir næst
Frakklandi á mánudaginn klukkan
sex.
Morgunblaðið//Hákon
Tilfinningar Blendnar tilfinningar streymdu um áhorfendur þegar síga fór á seinni hluta leiksins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Beðið Áhuginn á fótbolta var mismikill meðal áhorfenda. Sumir sneru sér
að skjánum en aðrir sneru sér að ljósmyndara Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stemning Margir mættu í sínu fínasta bláa pússi á leikinn, til þess að sýna
íslenska kvennalandsliðinu stuðning, sem þó klæddist hvítu gegn Ítalíu.
Fylltu EM-torgið í gær