Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1990, Blaðsíða 10

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1990, Blaðsíða 10
að segja stundum látið sér sitthvað um munn fara sem jaðraði við guð- last og vel það. Margur hræsnarinn mátti taka álit sitt á Kristjáni til endurskoðunar daginn þann. Lík- lega hefur enginn verið stoltari af honum en ég, það hefði ekki getað hvarflað að mér að telja Kristján beggja handa járn eins og sumir gerðu, enda var ég fyrirfram sem bergnuminn af hrifningu þegar hann var annars vegar. Aðfangadagur jóla hafði ætíð verið annadagur. Jólin byrjuðu í bítið. Blandaður kór vakti fólk af værum blundi með því að syngja sálma fyrir utan heimili þess. I morgunmyrkrinu voru allir götu- slóðar fullir af börnum sem héldu á marglitum pappírsljóskerum. Pabbi sem hafði verið í kirkjunni með barnakór og látið fara með kafla úr jólaguðspjallinu utan að — og að gömlum og góðum Herrnhut-sið lásu þær sem gættu yngstu barn- anna fyrir þau minnstu sem ekki voru enn farin að tala - hafði verið í sjúkravitjun og endað á guðsþjón- ustu. Þessar guðsþjónustur voru fagrar og upplífgandi fyrir and- ann, svo var frábærri tónlistargáfu organistans okkar, Johatan Peter- sens, fyrir að þakka; lögin valdi hann af svo mikilli kostgæfni að söngurinn varð í meira lagi minnis- stæður. Helga, Kristárak og Stóra Theódóra höfðu raddir sem eng- um gleymdust upp frá því. Þegar klukkan var orðin sex og stundar- fjórðungi betur kom hann heim svo að við gátum gengið í kringum jólatréð — á fáeinum árum vorum við orðin svo dönsk að byrjað var að halda jólin undir kvöld, en ekki árla morguns eins og áður var. Þegar pabbi kom inn neri hann saman höndum af gleði og eftir- væntingu. Nú þurfið þið ekki að bíða eftir mér lengur, sagði hann. Klaus og Hans, hjálpið þið mér að kveikja á trénu. Við létum ekki segja okkur það tvisvar, en í sama bili opnuðust dyrnar hægt. Það var aldrei til siðs að berja. Og inn kom drukkinn maður. Það var ögrun því að faðir minn var þreyttur og neytti aldrei áfengis og þolinmæði hans vægast sagt takmörkuð við þá sem það gerðu. Þó bætti það nokk- uð úr skák að þetta var Kristján, því að hver tók svo sem verulegt mark á honum Kristjáni. Þeir sem fylltu flokk veiðimanna gátu hvergi náð í áfengi og fengju þeir eitthvað hjá þeim fastráðnu þoldu þeir það heldur illa. Kristján þurfti að ræða eitthvert alvörumál við föður minn. Býsna margir sem aldrei hefði dottið í hug að leita til danska prestsins komu til pabba til þess að létta á hjarta sínu og jafnvel meðan við bjuggum við hvað þrengst húsa- kynni hafði okkur lærst að trufla hann ekki meðan á samtalinu stóð. Pabbi bauð Kristjáni sæti á stól og gaf okkur merki um að bíða með að kveikja á kertunum. Jæja þá, hvað er þér nú á höndum, mælti hann með raddblæ sem tákn- aði: Við skulum drífa þetta af. En enginn var við því búinn sem Kristj- án sagði: Eg sá engil í morgun! Pabbi settist andspænis Kristjáni og mælti óskýrri röddu: Segðu mér hvernig í öllu liggur. Þá leysti Kristján frá skjóðunni: Þetta voru fyrstu jólin hans Anda litla. Við Beate höfðum aldrei fyrr hlakkað svona mikið til jólanna og það varð okkur tíðrætt um. Eg keypti kerti, það átti að kveikja á því um leið og jólasöngvararnir færu að nálgast kofann okkar. I frosnum torfkofa sem þakinn var ís og snjó var afar hljóðbært og ég lá á bálkinum og hlýddi á sönginn í fjarska. Mér varð litið á börnin sem lágu þarna sofandi og einkennileg tilfinning olli því að ég fékk kökk í hálsinn þegar mér varð hugsað til þess að kertið það arna væri hið eina sem ég gæti glatt þau með á jólunum. Meðan söngvararnir nálguðust hægt og hægt var ég að hugsa um allsnægtirnar sem við bjuggum við forðum þegar ég var besti veiðimaðurinn í þorpinu, en 8

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.