Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1990, Blaðsíða 17

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1990, Blaðsíða 17
að verða sæmilega tal- og skriffær- ar á sænsku. Sennilega varð okkur þó notadrýgst sú lífsreynsla að þurfa að spjara okkur fjarri vernd- uðu umhverfi foreldra og vina og var það okkur auðvitað gleðiefni að geta í litlu endurgoldið þá vinsemd og hlýju sem við nutum hjá kenn- urum og skólafélögum með því að taka á móti hópi þeirra hérna heima eftir öll þessi ár.“ Sesselja segist líta á heimsóknina í sumar og þá umfjöllun sem hún hlaut í „Vástervikstidningen" sem dálítið endurgjald, þótt seint sé, fyrir þá fyrirgreiðslu sem þær stöll- ur nutu á sínurn tíma í Svíþjóð. Ástæðulaust er að fara mörgum orðum um greinarnar í „Váster- vikstidningen"; þær eru rnjög í sama dúr og aðrar slíkar þar sem lýst er ferð til „sögueyjarinnar" með eldfjöll sín, auðnir og jökla og önnur náttúruundur þar sem lotn- ingarfullur Svíi mundar myndavél- ina sína við Heklurætur og skilur nú næmari skilningi en áður þessi orð sinnar eigin tungu: „Du kan dra át Heklafjáll.“ Ekki gleymast heldur íslenskir vegir, goðafræðin, fornritin og varðveisla menningar- arfsins og ekki Hallgrímskirkja eða bænhúsið á Núpstað þar sem einn settist við orgelið, en aðrir tóku undir vísnasönginn, sálmana og „Du gamla, du fria“. Með drottn- ingu eldfjallanna í baksýn lét allur hópurinn mynda sig, en einnig þegar hann brá sér í heitt bað í Landmannalaugum, snæddi þar hádegisverð undir berum himni og við mörg önnur tækifæri. Blaða- maðurinn lét m.a. mynda sig á rnilli Sesselju og Sigurlaugar sem tóku af miklurn myndarskap á móti hópn- um í heimahúsum ásamt eigin- mönnum sínum fyrsta kvöldið, ferðuðust með gestunum, voru potturinn og pannan í öllu sem gert var og skipulögðu móttökurn- ar og ferðalögin ásamt íslensku ferðaþjónustufólki með þeirn ár- angri að Gamleby-hópurinn var í sjöunda himni. í kveðjuhófmu létu gestirnir í ljós hrifningu sína og þakklæti, þeirra á meðal hjónina Anita og Rune Elmehed sem leikið hafði á orgelið á Núpstað. Nú lék hann undir fyrir konu sína þegar hún las upp í kveðjuskyni nýortan „Óð til Islands" sem birtur er á sænsku í rammanum sem þessum orðum fylgir. Ode till Island Island, min kartas vita isöga hur har du icke förcindrats under ármiljoner. Narjag besteg dig bredde du ut din gröna matta. Du har med ditt heta hjarta velat visa hur det sprangde darinne. Med överdadig kraft utgöt du dig sjdlv och ditt hjarteblod stelnade i strömmar nar du mötte den hárda nordanvinden. Icke hade du val tankt att jag, lilla manniskovarelse skulle betagas av din skönhet och smeka dig med mina hander. Men du förmádde verkligen visa mig att du med din urkraft kunde betvinga mig jordevarelse att alska dig. Se, med varme andas du och smalter istacket till strömmar av livgivande vatten och jag kan se hur dina röda fjallglimtuvor lyser dar du ar som mörkast. Val har ocksá dina anglar strött ut sitt dun förvandlat till vitt strandglim och sagt att ocksá jag vill pryda din mörka hjassa. Jag har sett att ditt leende slutar icke. Du drager till dig allt mer av jordens vaxtlighet att brukas och förvaltas. Nar jag lamnar dig vill jag tacka för allt du gav mig av storslagen skönhet och hoppas att barn och barnbarn en gáng i framtiden skall möta samma oförstörda land som jag. ANITA ELMEHED 15

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.