Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1990, Blaðsíða 11
kajaksviminn, þessi óútskýranlegi sjúkdómur sem ég hef þjáðst af ár- um saman, er búinn að gera okkur að því sem við erum nú. Kristján hélt áfram, og nú var næstum runnið af honum: Söngv- ararnir voru ekki ýkja langt frá okkur og ég vakti börnin svo að þau yrðu komin á fætur áður en þeir yrðu komnir að kofanum okk- ar. Svo hátt og sterkt var nú sungið að ég vissi að verið var að syngja fyrir Abel og heimilisfólkið hans og þar með var sá hluti þorpsins af- greiddur. Eins og venjan bauð hlutu nú söngvararnir að ganga þennan stutta spöl yfir til okkar. Svo kveikti ég á kertinu sem ég kom fyrir á gluggasyllunni svo að þeir sæju að við værum að fagna þeim. Þá var mikið um dýrðir. Eg tók Anda litla og settist hjá glugg- anum sem ég sneri baki í. En marr- andi fótatak margra á hjarninu, hvað var orðið af því? Ég lagði við hlustir og heyrði það fjarlægjast. Söngvararnir voru orðnir þreyttir og höfðu tekið þann kostinn að halda heim. Ég var í meira lagi vonsvikinn. Ég hafði treyst á þessa jólasöngvara því að börnum mínum gat ég ekki gefið neitt annað. Hér áður fyrr meðan margir áttu undir því að vel veiddist hjá mér voru allir að reyna að halda mér fram og keppast við að sýna mér sóma. Nú er heilsu- leysið búið að gera mig að fátækum fiskimanni og þá erum við ekki lengur talin þess verð að heyra jóla- boðskapinn. Ég fylltist gremju og þrýsti litla drengnum mínum að mér, en hann vildi þá ólmur losa sig og fór að dansa og hlæja. Til þess að sjá hvað það var sem svona skyndilega hafði vakið athygli drengsins sneri ég mér við í áttina að glugganum, en varð að líta niður því að þar beint fyrir utan stóð eng- ill Drottins og brosti til okkar! Feginn hefði ég viljað benda hin- um á þetta líka, en mátti ekki mæla af undrun, og hver hefði svo sem getað talað fullum rómi frammi fyrir slíkri himnasendingu? En þegar ég fékk loksins málið aftur var engillinn auðvitað horfinn. Pabbi sat kyrr og sagði ekki orð. Það gramdist Kristjáni sem mælti: Hvers vegna segirðu ekki neitt? Þú heldur þá að ég sé að skrökva? Það voru ekki mín orð, sagði pabbi. Mikið og dýrlegt undur hef- ur fyrir þig borið í morgun, en að þú skyldir samt eftir það fara bein- ustu leið og drekka þig fullan eins og ekkert væri, það var bara það sem ég gat ekki skilið. Kristján horfði fram fyrir sig og lét sér ekki bregða, en stóð svo upp og bjóst til að fara. Þá stundina þótti mér þetta mjög leiðinlegt Kristjáns vegna. Pabbi var svo strangur. En í dyrunum sneri Kristján sér við og sagði: Það hvarflaði nú bara að mér að þar sem ekki hafði sést engill árþús- undum saman væri í rauninni full ástæða til þess að halda upp á það. Og með það fór hann. Hjörtur Pálsson þýddi. 9

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.