Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1990, Blaðsíða 25

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1990, Blaðsíða 25
F.v.: Fía litlafrá Færeyjum ásamt íslenskum kynsystrum sínum, Halldóru, Mar- gréti, Telmu Rós og Sveinu Maríu. heyra álit krakkanna á þessurn mál- um. Einnig fengum við góða kynn- ingu á sögu og menningu Færeyja sem svipar mjög til þess sem við þekkjum hér heima. Af þessu mætti draga þá ályktun að ungmennin hafi dvalið að mestu innandyra, en það er fjarri lagi. Utivera og skoðunarferðir skip- uðu stóran sess á þessu æskulýðs- rnóti. Við fórum m.a. í heimsókn í frystihús, fórum í fjallgöngu, hlýddum messu og svo mætti lengi telja. Við lentum meira að segja á dansiballi þar sem færeyskir dansar voru stignir af miklum krafti. Það var dansað og kyrjað svo að svitinn lak af öllum sem tóku þátt í þessum stórskemmtilega færeyska sið. En við gerðum fleira en að dansa. Krakkarnir eyddu einum degi með færeyskum bændum og voru með þeim í heyskap og þótti það al- veg sérstaklega skemmtilegt, ekki síst hjá þátttakendunum frá hinum Norðurlöndunum senr voru lang- flestir allsendis óvanir slíkum störf- um. Leiðin lá einnig til Þórshafnar þar sem við skoðuðum okkur um einn dag. Við fórum m.a. í heim- sókn til færeyska þingsins og feng- um að kynnast störfum þess og að- búnaði. Að fá tækifæri til að heim- sækja þá í Lögþinginu var einkar athyglisvert og kornu fram margar áhugaverðar spurningar varðandi stjórnsýslu Færeyinga. í Þórshöfn fórum við einnig í Norðurlandahúsið og tókum þátt í menningarkvöldi sem þar var hald- ið. Við borðuðum þar ýmsa þjóð- lega rétti, bæði fiskmeti og skerpi- kjöt. Skerpikjötið vakti mismikla lukku hjá okkur íslendingunum, enda er bragðið kannski ekki alveg það sem við eigum að venjast af lambakjöti. Að máltíðinni lokinni heyrðum við og sáum dagskrá sem var sér- lega skemmtileg. Það var upplest- ur, dans, söngur og leikverk sem var unnið upp úr skáldsögu eftir William Fleinesen. Þetta kvöld í Norðurlandahúsi þeirra Færeyinga Roskinn Fœreyingur gengur úr kirkju á Sandey. var einn af hápunktum vikunnar því þar fékk maður að heyra og sjá margt sem er svo einkennandi fyrir Færeyjar. Rétt fyrir utan Þórshöfn er Kirkjubær sem er gamalt kirkjuset- ur sem segja má að hafi verið höf- uðsetur Færeyja áður en Þórshöfn varð til. Þetta garnla setnr getur rakið sögu sína allt aftur til II. ald- ar og hefur byggingum frá þeim tíma ásamt þeim sem síðar bættust við verið haldið við. Þar er starf- rækt safn sem er einstakt fyrir það að varðveita byggingar í sinni upp- runalegu mynd. Þar eyddum við að sjálfsögðu einum degi. Það sem vakti einna mesta athygli okkar var að fólk býr enn í „Reykstofunni" sem er 900 ára gömul, en hefur verið endurbyggð, nú síðast í upp- hafi þessarar aldar. Þessi vika leið sannarlega hratt og áður en við vissum af var kom- inn tími til að kveðja og halda heim á leið. Það var tregi í loftinu þegar ungmennin kvöddust, enda búið að upplifa margt saman þessa viku í Færeyjum. Eg er þess hins vegar fullviss að þessi ferð hefur vakið áhuga okkar allra á því að sækja eyjarnar heim að nýju til að kynnast nánar þeirri menningu og mannlífi sem þar rík- ir. Ardís Sigurðardóttir. 23

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.