Fréttablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 18
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Pólitíkin er hætt að anda hægra megin við miðju. Nýsam- þykkt lög um sorg- arorlof er dæmi um það sem vel er gert. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Gestaíbúð í Davíðshúsi: stendur skáldum, rithöfundum og öðrum lista- eða fræðimönnum til tímabundinnar dvalar gegn vægu gjaldi. Í umsóknum komi m.a. fram: a) stutt kynning á umsækjanda b) að hverju umsækjandi hyggst vinna, c) æskilegt tímabil og tímaskeið dvalar, Umsóknarfrestur vegna afnota á árinu 2023 er til 30. september n.k. Allar nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður íbúðarinnar Þórður Sævar Jónsson, s.: 6631306; thordurs@amtsbok.is Sorgarmiðstöð varð til með samruna fjögurra gras- rótarfélaga og sjálfboðaliða árið 2019 þegar sérfræð- ingar og eldhugar frá Nýrri dögun, Ljónshjarta, Birtu og Gleym mér ei, sameinuðu krafta sína, þekkingu og reynslu. Þann 12. september 2019 tók Sorgarmiðstöð formlega til starfa í Lífsgæðasetri St. Jó. í Hafnarfirði og heimasíðan, sorgarmidstod.is, var opnuð. Sorgarmiðstöð vinnur að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja. Sem dæmi þá gekkst Sorgarmiðstöð fyrir ráðstefnu um skyndilegan missi þann 31. ágúst þar sem rætt var hvernig hægt er að gera enn betur fyrir syrgjendur sem missa ástvin óvænt. Mikilvægt er að hafa í huga að sorgin er eðlilegt viðbragð með margvíslegri birtingarmynd og stigum tilfinninga, allt frá afneitun, reiði og jafnvel sektar- kennd, til úrvinnslu, sáttar og skilnings. Flestir ná að aðlagast breyttum veruleika með tímanum, en aðrir þurfa að upplifa og takast á við langvinna sorg með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Rannsóknir benda til að þeir sem upplifa mikla sorg geti verið í aukinni áhættu á ýmsum geðrösk- unum, t.d. þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsunum og áfallastreituröskun sem og líkamlegum sjúkdómum, einkum hjarta- og æðasjúkdómum. Landlæknir fékk þann heiður að vera verndari Sorgarmiðstöðvar og með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur falli undir forvarnir og þar með lýðheilsu. Því er mikilvægt að syrgjandi fái viðeigandi stuðning, í fyrstu til dæmis frá nærumhverfi, presti eða Sorgarmiðstöð. Ef um alvarleg einkenni er að ræða þarf úrræði fagaðila og brýnt að stjórnvöld haldi áfram þeirri vegferð að efla heilsugæslu og aðgengi að sálfræðiþjónustu. Nýsamþykkt lög um sorgarorlof er dæmi um það sem vel er gert. Starfsemi Sorgar- miðstöðvar er afar mikilvæg og hægt að kynna sér fræðsluefni og hvaða þjónusta er í boði á sorgarmid- stod.is. Hér með eru færðar þakkir fyrir hið góða starf Sorgarmiðstöðvar. n Sorgarmiðstöð Alma Möller landlæknir Það mikilvæga í íslenskri pólitík – og raunar stjórnmálum hvar sem er á jörðinni – er að hún sé kraft- mikil og hispurslaus, og tali bæði af viti og sannfæringu, segi svo sannarlega það sem hún meinar – og það má stundum vera óþægilegt, jafnt inn á við og út á við. En þetta gerir pólitíkin sjaldnast. Henni er lagið að fara á sjálfstýringuna, ef ekki heima í sófa, þá á gólfinu þar fyrir framan þar sem hreyfingin er einkum og sér í lagi fólgin í því að elta skottið á sjálfri sér. Og pólitík þarf á skoðanaskiptum að halda, hörðum og efnislegum snerrum þar sem hvína má í tálknum um leiðir og stefnur án þess að hnjóðsyrði falli um persónur og leikendur, enda ber að líta á það sem aðal allra lýðræðisríkja að fólki leyfist að hafa ólíkar skoðanir. En þar er raunar dýnamíkin í öllum tilþrifamestu samfélögunum komin, sjálft töfrandi tjáningarfrelsið. En því er á þetta minnst að þróttinn skortir í stjórnmálaumræðuna hér á landi. Nú um stundir – og svo hefur verið alllengi, er hún tilþrifameiri og röggsamlegri utan flokk- anna en innan þeirra, svo og á milli þeirra. Skeytasendingarnar hafa færst úr þingsölum og ráðhúsum yfir á samfélagsmiðla þar sem menn fá það miklu fremur óþvegið en inni í sótthreinsuðu fundarherbergjunum. Kannski kemur þetta til af því að öfgar stjórnmálanna hafa mildast og róast á undanliðnum árum þar sem vinskapur stjórnmálamanna er tekinn fram yfir væringar og heift. Og atvinnupólitík sé orðin svo þægileg innivinna að menn nenni ekki lengur nokkru rausi. En ástæðan er vísast líka sú að pólitíkin þorir ekki lengur að skora sjálfa sig á hólm, virða sjálfa sig fyrir sér í speglinum og spyrja, fyrir hvað stend ég? Blessunarlega varð til Sósíalistaflokkur á Íslandi fyrir fáeinum misserum. Hann hefur hrist upp í umræðunni. Og boðað hressilega róttækni. Af henni stafar pólitískt fjör. En það sama verður ekki sagt um hægri kantinn á íslenskum stjórnmálavæng. Hann er sofnaður. Þar er bara ekkert að gerast. Eiga landsmenn enn þá alvöru hægriflokk sem boðar báknið burt og alvöru skattalækkanir til handa almenningi og atvinnulífi? Nei, svarið er afdráttarlaust. Pólitíkin er hætt að anda hægra megin við miðju. Og það er veruleiki sem gerir stjórn- málin hér á landi óspennandi og leiðinleg. n Pólitísk leiðindi benediktboas@frettabladid.is Bent á þann næsta Í gær var sagt frá því í Frétta- blaðinu að yfir 100 skyndileg dauðsföll verði hér á landi á hverju einasta ári. Það þýðir að einhver tekur sitt eigið líf, deyr í slysi, verður bráðkvaddur og svo framvegis. Enginn er til að grípa syrgjendur og verkefnið Hjálp48 hefur verið sett á laggirnar til að aðstoða á fyrstu 48 klukku- tímunum frá andláti. Verkefni sem er þarft og nauðsynlegt enda kom fram í greininni að þeir sem eiga að grípa þá sem syrgja beina fólki frá og benda á þann næsta sem bendir á þann næsta og svona heldur keðjan áfram þar til syrgjandinn gefst upp og heldur áfram með lífið á hnefanum. Kunnugur staðháttum Ísland er pínulítið land. Það þekkja nánast allir alla. Svona hér um bil. Skyndilegur dauði hefur áhrif á svo ótrúlega marga sem hér búa. Og það er ekki nema að viðkomandi þekki einhvern sem er kunn- ugur staðháttum í kerfinu sem viðkomandi er gripinn. Það er gjörsamlega óþolandi. Samt eru trúlega ótrúlega margir að þiggja peninga frá ríkinu og segjast vera að veita einhverskonar sálu- hjálp en eru í raun ekki að gera það. Kerfið er orðið að svo stóru bákni að það er orðið óþolandi – líka fyrir þá sem deyja. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.