Fréttablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 34
Málið er bara að stóru hlut-
irnir gerðust á þessum
fundi. Þetta var raunveru-
legi undirbúningur þess að
Berlínarmúrinn féll.
Ingvi Hrafn Jónsson
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda
tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Kristján Oddsson
fyrrverandi bankastjóri,
Miðleiti 5, Reykjavík,
lést á Skjóli þann 25. ágúst.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 8. september kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Elínborg Þórarinsdóttir
Benedikt Kristjánsson Rósa Kristjánsdóttir
Sigríður Kr. Kristjánsdóttir
Már Kristjánsson Halla Ásgeirsdóttir
Oddur Kristjánsson Elsa Þórisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
Gylfa Kristins Sigurðssonar
ökukennara,
Hlynsölum 1,
sem lést 14. júlí.
Útförin fór fram miðvikudaginn 3. ágúst.
Jensína Sigurborg Jóhannsdóttir
Guðrún Helga Gylfadóttir Bjartmar Bjarnason
Sigurður Smári Gylfason Hulda Ruth Ársælsdóttir
Jóhanna María Gylfadóttir Elías Þór Pétursson
Steinunn Margrét Gylfadóttir Helgi Mar Hallgrímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Erlings Aspelund
Tómasarhaga 11, Reykjavík,
sem lést 8. ágúst.
Útförin fór fram frá Dómkirkjunni 24. ágúst.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar
12E á Landspítalanum fyrir hlýhug og góða umönnun.
Þórey Aspelund
Kristín Aspelund Hákon Aspelund
Erling Aspelund Kristín Björnsdóttir
Karl Aspelund Brenda Aspelund
Thor Aspelund Arna Guðmundsdóttir
Guðrún Aspelund Gunnar Jakobsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ragnhildur Vilhjálmsdóttir
Boðaþingi 5,
áður Hófgerði 18a, Kópavogi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 21. ágúst.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 5. september klukkan 13.
Bjarni Birgisson Dóra Þórisdóttir
Jódís Birgisdóttir
Vilhjálmur Birgisson Þórey Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Einlægar þakkir til allra
sem sýndu fjölskyldunni vináttu
og kærleika við andlát og útför
Magnúsar Sædals
Svavarssonar
og heiðruðu minningu hans
á margvíslegan hátt.
Vilborg Gestsdóttir
Gestur Óskar Magnússon Guðrún Elva Jónsdóttir
Sigurbjörg Magnúsdóttir Jón Svan Sverrisson
Dagur Ari, Eyrún Hulda og Svala
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ægir Jónsson
Reiðvaði 1,
Reykjavík,
lést 19. ágúst á Landspítalanum Fossvogi.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sigvaldi Ægisson Elísabet Reinhardsdóttir
Jón Ægisson Svanborg Einarsdóttir
Hrönn Ægisdóttir Guðmann Reynir Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
Gróa Bjarnadóttir
lést á gjörgæsludeild
Landspítala í Fossvogi
miðvikudaginn 24. ágúst síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju,
mánudaginn 5. september kl. 13. Athöfninni verður
streymt á: https://youtu.be/16vSbxlaRiU
Eyrún Harpa Hlynsdóttir Torfi Jóhannsson
Berglind Hrönn Hlynsdóttir Steinar Smári Einarsson
Arnþór Ingi Hlynsson
barnabörn og systkini.
Leiðtogafundur Gorbatsjov og
Reagan í Höfða er Íslendingum
minnisstæður. Ingvi Hrafn
Jónsson stýrði útsendingu frá
fundinum þar sem teygja þurfti
lopann áður en hurðarhúnninn
snerist loksins.
arnatomas@frettabladid.is
Míkhaíl S. Gorbatsjov, fyrrverandi leið-
togi Sovétríkjanna, lést á þriðjudag, 91
árs að aldri. Heimsókn hans til Íslands
er söguleg þar sem hann fundaði með
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta á leið-
togafundinum í Höfða 11. október 1986.
Ingvi Hrafn Jónsson var fréttastjóri
á RÚV á þeim tíma og stýrði spennu-
þrunginni útsendingu frá tímamóta-
viðburðinum.
„Andrúmsloftið var auðvitað mjög
sérstakt. Þetta kom með engum fyrir-
vara og við höfðum tíu daga,“ segir Ingvi
Hrafn sem fékk tilkynningu um fund-
inn frá forsætisráðuneytinu 1. október.
„Við vorum í hers höndum á meðan á
þessu stóð. Landið fylltist á augabragði
af fréttamönnum og við gerðum okkur
ekki almennilega grein fyrir því hvað
myndi gerast og hvernig þetta yrði.“
Í erlendum miðlum var fundinum lýst
sem stuttri vinnuferð sem Ingvi Hrafn
segir vissulega hafa verið rétt.
„Merkilegast í mínum huga við þetta
allt saman við þessa tvo daga sem þeir
voru hérna var að það lak ekkert út,“
segir hann. „Það er alltaf einhver sem
er látinn leka en í þessu tilfelli lak ekki
neitt. Það vissi enginn neitt, nema þessir
tveir menn og túlkarnir sátu á milli
þeirra.“
Karpað við leyniþjónustuna
Ein eftirminnilegasta minning Ingva
Hrafns var þegar hann var að koma fyrir
sjónvarpsbílnum fyrir útsendingu og
lenti á óvæntum fundi með yfirmanni
leyniþjónustu Reagans fyrir utan Höfða.
„Ég var búinn að koma bílnum fyrir
fimmtíu metra frá Höfða, nálægt Ó.
Johnson og Kaaber-húsinu. Ég var
farinn heim að sofa þegar hringt var í
mig klukkan hálf tvö um nóttina frá
leyniþjónustunni sem sagði mér að
bíllinn gæti ekki verið þarna,“ lýsir
Ingvi Hrafn sem fór í kjölfarið og hitti
yfirmann öryggisvarðanna. „Ég sagði
honum að við værum ríkissjónvarp og
að við værum að miðla upptökum bæði
til Moskvu, Sambands evrópskra sjón-
varpsstöðva og fleiri sem fengu efni frá
okkur.“
Ingva datt sjálfum ekki í hug að hann
mætti fá að hafa bílinn á horninu þar
sem honum var að endingu lagt.
„Ég benti honum á hornið í einhverju
bríaríi og hann sagði bara: „Okey, fine.“
Við færðum bílinn og þannig var til
komin þessi fræga útsending af hurðar-
húninum.“
Raísa reddaði málunum
Þar sem Ingvi Hrafn greindi frá fram-
vindu mála í langri útsendingu þurfti
að fylla upp í ansi stórar eyður.
„Ég var í loftinu held ég í átján klukku-
tíma,“ segir hann og hlær. „Ég var með
fréttastofuna að reyna að finna fréttir
sem reyndist mjög erfitt, en Raísa Gor-
batsjova reddaði okkur fyrir horn. Mar-
grét Hinriksdóttir fréttakona og töku-
maður fylgdu henni svo við höfðum
einhverjar myndir til að sýna áður en
þeir voru að fara úr Höfða upp í limm-
urnar – Reagan í sendiherrabústaðinn
og Gorbatsjov um borð í skipið. Það sást
annars ekki neitt.“
Íslenskir ráðamenn, þar á meðal
Steingrímur Hermannsson, þáverandi
forsætisráðherra, vissu álíka lítið og
voru í sambandi við Ingva Hrafn til að
leita svara.
„Þeir hringdu í mig og spurðu: „Veistu
eitthvað?“ og ég svaraði: „Nei, ég veit
ekki neitt. Þú ert forsætisráðherra, veist
þú ekki neitt?““
Alls engin vonbrigði
Merkilegast við þetta allt saman finnst
Ingva Hrafni vera að eftir fundinn hafi
allir talað um að hann hefði misheppn-
ast og að fundurinn hefði valdið gríðar-
legum vonbrigðum.
„Það var eins og hálfgerð útfarar-
stemning yfir þessu öllu saman,“ segir
hann. „Málið er bara að stóru hlutirnir
gerðust á þessum fundi. Þetta var raun-
verulegi undirbúningur þess að Berlín-
armúrinn féll. Patty Newman, sem var
ræðuritari Reagan, segir frá því í bók
sinni að þegar þau fóru, og voru yfir
Grænlandi í Air Force One, stóð einhver
upp og sagði: „Þetta eru ekki mistök. Það
gerðust þarna stórir hlutir.“ n
Húnavakan við Höfða
Gorbatsjov og Reagan léttir í lund fyrir utan Höfða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 1. september 2022 FIMMTUDAGUR