Fréttablaðið - 01.09.2022, Síða 42
Ég fór ekki í sund í
mörg ár, frá því ég var
fimmtán ára þangað til
ég varð 25 ára.
Björn Ingi Hrafnsson
var formaður borgar-
ráðs þegar Gorbatsjov
mætti aftur til leiks og
hitti hann sem slíkur.
Fatahönnuðurinn Erna
Bergmann stakk sér ofan í
djúpu laugina með Swim
slowsundfatamerkið sitt
fyrir fimm árum og er enn
á sundi. Á sínum hraða með
sjálf bærni og einfaldleika
að leiðarljósi en tímamótin
gáfu henni kjörið tilefni til
þess að bæta við sundbolum
í þremur nýjum stílum og
langþráðu bikiníi.
toti@frettabladid.is
Swimslow, sundfatamerki fata
hönnuðarins Ernu Bergmann, er
fimm ára á þessu ári og hún fagnar
tímamótunum með sundbolum í
þremur nýjum stílum auk þess sem
nú verður loks hægt að fá Swim
slow bikiní.
„Við erum „slow fashion“ fyrir
tæki þannig að við erum ekkert
alltaf að koma með nýjar línur og
fylgjum kannski ekki hinum dæmi
gerðu árstíðum í tískuheiminum
heldur gerum við þetta bara á okkar
hraða,“ segir Erna.
Hún segir hins vegar fimm ára
afmælið kjörið tilefni til þess að
svala uppsafnaðri sköpunarþörf.
„Vegna þess að við búum ekki neitt
til að ástæðulausu en erum núna að
bæta við þremur nýjum sundbola
stílum og bikiní sem er búið að vera
lengi á biðlistanum,“ segir Erna sem
ætlar að fagna í dag.
„Það er af nógu að taka og við
ætlum að fagna þessu og árstíða
skiptunum með Aperol Spritz, sem
er náttúrlega líka ítalskt, á Petersen
svítunni í dag og vera með sýningu
á ljósmyndum sem Silja Magg tók
af fyrirsætum í nýju sundfötunum
á Langasandi á Akranesi og í nýju
sjóböðunum við Hvammsvík.“
Fegurð einfaldleikans
Erna segist, sem fyrr, leggja áherslu
á fágun og einfaldleika í nýju sund
bolunum með áherslu á fegurðina í
smáatriðunum. „Þeir eru í virkilega
klæðilegum sniðum og eru ekki
með brjóstaskálum og ættu því að
passa flestum líkamsgerðum þann
ig að ef konur vantar sundbol, hvort
sem það er til þess að synda í, fara í
sjósund, slaka á í gufunni, eru á leið
í sólina eða langar bara einfaldlega
að skvísast, þá reddar Swimslow
málunum.“
Synti ekki árum saman
Erna er menntaður fatahönnuður
og hefur starfað víða við hitt og
þetta sem tengist tísku en Swim
slow varð til upp úr mastersnámi
hennar í hönnun. „Þar kom þetta
verkefni eiginlega upp. Ég var sjálf
nýbyrjuð að fara mikið í sund. Búin
að uppgötva töfra vatnsins og fann
Synt með stæl um
tískustraumana
Erna Berg-
mann fagnar
fimm árum á
floti í sjálfbæru
Swimslow-
sundfötunum
sínum.
MYND/MARSÝ HILD
ÞÓRISDÓTTIR
Kristín Lilja hjá Eskimo Models
sýnir nýja og langþráða Swimslow-
bikiníið.
Tamara frá Eskimo Models situr fyrir í fyrsta Swimslow-bikiníinu.
MYNDIR/SILJA MAGG
Erna vinnur sem fyrr með klassísk og
þægileg snið í sundbolum sínum.
ekki sundföt sem hentuðu mér eða
ég var ánægð með þannig að þá
ákvað ég bara að ganga sjálf í málið,“
segir Erna sem, eins undarlega og
það kann að hljóma, hafði mikið til
haldið sig á þurru.
„Ég fór ekki í sund í mörg ár, frá
því ég var fimmtán ára þangað til ég
varð 25 ára. Af því ég var svo með
vituð um sjálfa mig og óánægð með
mig eins og margar konur. Þannig
að fyrir mig er þetta líka ákveðinn
sigur. Að gera bara sundföt. Vegna
þess að mörgum konum finnst alveg
erfitt að fara í sund og bera sig og ég
vildi gera sundföt sem þeim liði vel
í og myndu bara efla þær. Sundföt
sem halda vel utan um líkamann
og gera okkur öruggar með okkur.“
Hæg en örugg sundtök
Erna segist frá upphafi hafa lagt
mikið upp úr sjálfbærni Swimslow
og að allt framleiðsluferlið sé eins
umhverfisvænt og mögulegt er.
Sundfötin eru hönnuð á Íslandi og
framleidd á Ítalíu úr endurunnum
efnum þannig að þráðurinn í efninu
er meðal annars unninn úr notuð
um teppum og fiskinetum sem hafa
verið endurheimt úr hafinu.
„Ég vildi að við værum umhverf
isvæn og að þetta myndi tikka í öll
boxin fyrir mig sem neytanda,“
segir Erna og bætir við að þessi
hugsun hafi ekki verið sérstaklega
algeng í þessum efnum fyrir fimm
árum. „En þetta er í rauninni alveg
búið að blómstra og neytenda
hópurinn náttúrlega bara stækkar
og stækkar.“
Erna segir aðspurð að vissulega
hafi reynt nokkuð á úthaldið á
þessum fimm ára langa sundspretti
með Swimslow. „Við höfum alltaf
fengið góðar viðtökur en maður
þarf alveg að vera með smá þraut
seigju ef maður ætlar að vera með
hönnunarfyrirtæki á Íslandi.
Umhverfið er ekkert með manni
á þessari litlu eyju í Atlantshafinu.
Tollar eru háir, erfitt að f lytja inn
og markaðurinn líka náttúrlega
bara lítill þannig að ég myndi ekki
segja að þetta sé búið að vera auð
velt. En ógeðslega skemmtilegt að
gera það sem maður hefur ástríðu
fyrir, þannig að við ætlum að halda
því áfram,“ segir Erna og hlær. n
toti@frettabladid.is
Þegar Míkhaíl heitinn Gorbatsjov
sótti Ísland heim öðru sinni árið
2006 var hann orðinn fyrrverandi
leiðtogi Sovétríkjanna ólíkt því
sem var þegar hann fundaði með
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta
í Höfða.
Leiðtogafundurinn var þó enn
og aftur ástæðan fyrir seinni
heimsókninni þegar Gorbatsjov
var flogið til Reykjavíkur í einka-
flugvél Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar þann 11. október 2006 til
þess að halda fyrirlestur í Háskóla-
bíói í tilefni þess að tuttugu ár
voru liðin frá leiðtogafundinum
sögulega.
Björn Ingi Hrafnsson var for-
maður borgarráðs þegar Gorbat-
sjov mætti aftur til leiks og hitti
hann sem slíkur í móttöku í Höfða
þar sem heiðursgestinum varð
svo starsýnt á örið í andliti Björns
Inga að hann veitti honum mun
meiri athygli en mörgu fyrirmenn-
inu sem var mætt til að spóka sig
í frægðarljóma Sovétleiðtogans
fyrrverandi.
Sjálfur skartaði Gorbatsjov
sjálfsagt frægustu valbrá heims
á skallanum, sem gat mögulega
skýrt þennan augljósa áhuga hans
á áberandi ytri einkennum fólks.
„Þetta snýst allt um að skera sig
úr fjöldanum,“ sagði Björn Ingi á
léttu nótunum fyrir sextán árum
þegar Fréttablaðið forvitnaðist
um hvað fór þeim Gorbatsjov á
milli. Hann upplýsti síðan að Gor-
batsjov hefði spurt hvort örið væri
minnismerki um þátttöku Björns
Inga í hnefaleikum.
„Það kom svolítið á mig en ég
var fljótur að ná áttum og svara
og sagði honum að einu hnefa-
leikarnir sem ég hefði tekið þátt í
væru í boxhring stjórnmálanna.“
Björn Ingi bætti síðan við að örið
væri fyrir löngu orðið skrásett
vörumerki og eftir fundinn með
Gorbatsjov mætti segja að hróður
þess væri farinn að berast víða.
Björn sagði jafnframt að heim-
sókn Rússans í Höfða hefði öll
verið hin ánægjulegasta. „Það
var mjög gaman að hitta hann og
hann er furðu vel á sig kominn. Var
hress og man greinilega vel eftir
fundi sínum og Reagans í húsinu;
var til dæmis með alla herbergja-
skipan í Höfða á hreinu,“ sagði
Björn Ingi Hrafnsson árið 2006,
þegar honum var greinilega þegar
orðið einkar lagið að stela athygl-
inni löngu áður en hann byrjaði að
stunda það af kappi sem Björn Ingi
á Viljanum. n
Þegar Gorbatsjov hitti boxarann Binga
n Tímavélin
Fréttablaðið ræddi við Björn Inga fyrir sextán árum um örið sem fangaði
athygli Sovétleiðtogans fyrrverandi þegar þeir Gorbatsjov hittust í Höfða.
34 Lífið 1. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 1. september 2022 FIMMTUDAGUR