Mosfellingur - 24.06.2021, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 24.06.2021, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 24. ágúst Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. ...þegar allir fara í frí. Eftir langan og erfiðan vetur erum við loks að komast úr kófinu. Við höfum lært margt af þessum heimsfar- aldri. Mosfellingur fer nú í frí fram að bæjar- hátíðinni Í túninu heima sem hlýtur að fara fram í ár, helgina 27.-29. ágúst. Við setjum okkur allavega í stellingar og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Það skemmtilega við hátíðina er þátttaka íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í bæjarfélaginu. Hægt verður að koma viðburðum og uppátækjum á dagskrá með því að senda póst á ituninuheima@mos.is fram til 17. ágúst. Niðurstaða er komin í Okkar Mosó 2021. Íbúakosning fór fram í byrjun júní og nú hefur pöpullinn talað. Níu hugmyndir voru kosnar til framkvæmda og kosta þær 35 milljónir. Það verður skemmtilegt að sjá hugmyndirnar framkvæmdar. Sumarið er tíminn Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is - Fréttir úr bæjarlífinu62 17. júní 1974 við Varmárlaug Sá viðburður að halda upp á Þjóðhá- tíðardaginn 17. júní í Mosfellssveit hófst árið 1964. Myndina, sem fylgir tók Þyri Huld Sigurðardóttir, kennari árið 1974 af hluta þjóðhátíðargesta við Varmárlaug. Börn og fullorðnir spariklædd eins og tilheyrði í þá daga. Ekki tókst að nafngreina alla en vinsamlegast hafið samband ef þið þekkið fleiri. Gaman væri t.d. að fá nöfn á börnin fremst á myndinni. Efst til vinstri: Úlfar Norðdahl, Grímur Sigurðsson, Lára Bjarna- dóttir (Lóló), Baldvin Björgvinsson -framar fyrir miðju: María Há- konardóttir, Hólmfríður Guðvarð- ardóttir, Sigvarður Halldórsson, Jens Sigvarðsson (barn), Guðríður Elíasdóttir, efst og lengst til hægri sér í Óskar Sigurbergsson í Garði og framar er Steinunn Thorarensen. Mynd: Þyri Huld Sigurðardóttir, birt með leyfi. Aðstoð við að nafngreina: María Hákonardóttir og Steinunn Elíasdóttir. Héðan og þaðan þjóðhátíðargestir við varmárlaug

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.