Mosfellingur - 24.06.2021, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 24.06.2021, Blaðsíða 12
 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ12 Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur vaxið ört undanfarin ár og nú er staðan þannig að það er kominn biðlisti í fulla aðild. Félaga- fjöldinn stendur núna í 1.920 manns. „Það er gaman að segja frá því að fjöldi félaga 18 ára og yngri hefur stóraukist og er núna 346 krakkar í klúbbnum,“ segir Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GM. „Af þessum 1.920 meðlimum er rétt um 800 meðlimir búsettir í Mosfellsbæ. Við höfum verið að skoða það undanfarið hvar Mosfellingar eru í golfklúbb og var niður- staðan virkilega ánægjuleg. Það eru rétt um 930 Mosfellingar meðlimir í golfklúbbum hér á höfuðborgarsvæðinu sem segir okk- ar að rúmlega 85% velja að vera félagar í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Við fögnum því sérstaklega enda eflir það og styrkir okkar starf.“ Nýja aðstaðan á neðri hæðinni vel nýtt „Það hefur mikil uppbygging átt sér stað undanfarin ár og ber þar hæst bygging íþróttamiðstöðvarinnar Kletts. Nú er sú bygging fullkláruð og virkilega vel nýtt. Síðastliðinn vetur var neðri hæðin tekin í notkun, en hún hýsir inniæfingaaðstöðu GM. Þar er allt til alls til þess að æfa sveifl- una auk tveggja glæsilegra golfherma. Það var virkilega gaman að sjá í vetur hversu vel þessi aðstaða er nýtt og mun hún án nokkurs vafa hafa virkilega góð áhrif á starf klúbbsins. Einnig hafa miklar umbætur átt sér stað bæði á Hlíðavelli og í Bakkakoti og mun sú vinna halda áfram og viljum við vera í fremstu röð golfklúbba á Íslandi.“ Hægt að panta í gegnum Dineout „Nú nýverið var haldið hjá okkur á Hlíða- velli styrktarmót, Palla Open, sem tókst virkilega vel. Þar gaf golfklúbburinn alla sína vinnu og söfnuðust rétt rúmar tvær milljónir króna sem fóru til Hlaðgerðarkots og sumarbúðanna í Reykjadal. Það er virki- lega ánægjulegt og okkur mikilvægt að geta stutt við nærsamfélagið hér í Mosfellsbæ með þessum hætti. Aðalstyrktaraðili Palla Open var Dineout sem er öflugur samstarfsaðili okkar í GM. Dineout.is er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hannað hefur pöntunarkerfi fyrir veit- ingastaði til að halda utan um borðapant- anir, take away og heimsendingar á mat. Inni á Dineout.is og gegnum smáforritið Dineout Iceland getur almenningur einn- ig nálgast yfir 120 veitingastaði og pantað borð eða fengið mat sendan heim. Dineout er einnig með snertilausar lausnir sem við nýtum okkar bæði á Blik sem og úti á golfvelli. Nú er hægt að panta með því að nýta þessa lausn á 9. teig og 18. teig. Með þessu viljum við auka þjónustuna við kylfinga og vonum að þeir eigi eftir að nýta sér hana. Á Blik er hægt að panta í gegnum þessa snertilausu lausn og eru QR kóðar staðsettir á útiborðunum sem og inni í litla sal. Þetta flýtir talsvert fyrir þjónust- unni og ættu kylfingar sem nýta sér þetta ekki að þurfa bíða lengi eftir veitingum.“ Mikil uppbygging • Klettur fullkláraður • Biðlisti í fulla aðild Meðlimir í klúbbnum nálgast 2.000 manns aðstaða á neðri hæð kletts hefur verið vel nýtt í vetur Ég gef mÉr tíma fyrir þig! - fagleg og persónuleg þjónusta Hringdu í 897-1533 davíð Ólafsson lög. fast. david@fastborg.is Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Á dögunum kom stjórn Styrktar- og sjúkra- sjóðs verslunarmanna í Reykjavík í heim- sókn á Reykjalund. Erindið var að afhenda formlega blandstraumstæki sem sjóðurinn hefur gefið Reykjalundi. Blandsstraumstækið er að verðmæti um ein milljón króna. Það verður nýtt í sjúkra- þjálfunardeild Reykjalundar en tækið veitir m.a. djúpverkandi meðferð á bólgur í liðum og vöðvum. Gaman er að segja frá því að Styrktar- sjóðurinn, sem er 152 ára á þessu ári, hefur verið öflugur bakhjarl Reykjalundar síðustu áratugi og fært honum fjölda merkra gjafa á þessu tímabili fyrir tugi milljóna króna á núvirði. Meðfylgjandi mynd var tekin af stjórn sjóðsins ásamt nokkrum stjórnendum Reykjalundar og hluta af starfsfólki sjúkra- þjálfunardeildarinnar. Stjórnendur og starfsfólk Reykjalundar senda Styrktar- og sjúkrasjóði verslun- armanna í Reykjavík sínar bestu þakkar- kveðjur. Styrktar- og skjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík Blandsstraumstæki gefið á Reykjalund

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.