Mosfellingur - 24.06.2021, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 24.06.2021, Blaðsíða 6
Frábærir útitónleikar á Miðbæjartorginu Rytmískir nemendur úr tónlistar- deild Listaskólans héldu skemmti- lega tónleika á 17. júní. Fyrst steig á svið hljómsveitin Red Devils. Hún er skipuð þrem nemendum í 4. bekk Helgafellsskóla. Víðir Páll leikur á rafgítar, Daníel Kári á rafbassa og Kristófer Aron á trommur. Leikin voru þrjú rokkuð lög og ljóst að framtíðin er björt í Helgafellsland- inu. Næst steig á svið Acerbic. Sara Rós og Helena Tindra skipta með sér rafgítar og rafbassaleik, Dóra leikur á trommur og Bjartur þenur radd- böndin. Leikin voru þrjú rokkuð lög og var góður rómur gerður að leik þeirra. Hljómsveitin The F Sharps steig næst á svið og voru litrík og skemmtileg. Þau léku meðal annars frumsamið lag sem heitir Sunday Groove. Hljómsveitina skipa Bergur Davíð sem leikur á hljómborð og syngur, Dóra trommar, Emil Haukur leikur á rafbassa, Gabríel Kári leikur á rafgítar og sérstakur gestur var Lilja Sól alto saxófónleikari. Rokkbál var næst á svið en sú hljómsveit hefur starfað saman í nokkra vetur og hefur æft upp nokkuð langan lagalista. Gabríel Máni leikur á raf- gítar og syngur, Dagur Hrafn leikur á rafgítar og Kári trommar. Einnig leikur Guðni Friðmar, basssaleikari, alla jafna með sveitinni en átti ekki heimagengt í þetta sinn. Síðast en ekki síst steig á svið Ice Dragon. Þór- hallur Ími leikur á rafgítar, Ólafur Freyr á rafbassa og Daníel Þorgeir leikur á trommur. Leikin voru þrjú rokkuð lög og einn fönk standard, Cissy Strut. Það er ljóst að ekki mun skorta frábæra fulltrúa Mosfells- bæjar í íslenskri popp-, rokk- og jazztónlist í framtíðinni. Umsjón með tónleikunum hafði Sjonni sem er deildarstjóri við Listaskólann. - Bæjarblað allra Mosfellinga6 Reiðskólann Hestamennt þekkja flestir Mosfellingar enda hefur hann verið í nú- verandi mynd, á félagssvæði Harðar, síðan árið 2000. Söguna má þó rekja mun lengra aftur í tíman þegar reiðskólinn var til húsa upp við Reykjalund en almenn sumarnám- skeið byrjuðu þar í kringum 1992. „Yfir sumartímann sækja ungir nemend- ur skólann heim en aldur nemenda er frá 4-16 ára námskeiðin byrja þegar skóla lýkur og þeim lýkur þegar skóli hefst að hausti. Á veturna sinnir reiðskólinn svo kennslu fyrir fræðslunefnd fatlaðra í Herði, er það mjög gefandi og þarft starf,“ segir Fredrica Fagerlund skólastjóri. Reiðskólinn hefur yfir um 40 gæðingum að ráða og hafa margir þessara hesta fylgt skólanum nær alla tíð. Nánari upplýsingar er að finna á www.hestamennt.is Hestamennt heldur úti vinsælum reiðskóla líf og fjör á fallegum degi Útgáfu rjómalíkjörsins Jöklu fagnað Mosfellingarnir Pétur Pétursson og Sigríður Sigurðardóttir héldu glæsilegt útgáfuteiti á Barion þann 9. júní. Þá var kynntur formlega til leiks drykkurinn þeirra Jökla sem er áfengur drykkur sem fram- leiddur er úr íslenskum rjóma. Margt var um manninn og fór Guðni Ágústsson á kostum í ræðupúltinu auk þess sem óperusöngvararnir Davíð og Stefán sungu nokkur lög. Veislustjórn var í höndum Höskuldar Sæmundssonar auk þess sem Jóhannes Kristjánsson eftirherma lét í sér heyra. Gestir fengu að sjálf- sögðu smakk og nutu kvöldsins á heimavelli Jöklu í Mosfellsbæ. Viðtökur við Jöklu hafa farið fram úr björtustu vonum að sögn hjónanna sem staðið hafa að þróun rjómalíkjörsins síðastliðin 14 ár. Nú er draumurinn orðinn að veruleika. M yn d/ Ra gg iÓ la sindri þór, sigríður, pétur, pétur og guðni Bæjarstjórn og fræðslunefnd fóru þann 9. júní í kynnisferð á seinni áfanga Helgafells- skóla sem nú er unnið að innréttingu á. Fyrri hluti framkvæmdarinnar, sem voru á 1. og 4. áfanga, er lokið. Þar er um að ræða rými fyrir tónlistarskóla, 1.-4. bekk, skrifstofu skólans, leikskóla, lóð fyrir yngri stig, leikskólalóð á þaki, bílastæði og battavöllur. Skólastarf geti hafist í haust Nú sér fyrir endann á seinni hluti fram- kvæmdar við Helgafellsskóla en um er að ræða 2. og 3. áfanga byggingarinnar sem mun hýsa 5.-10. bekk, sérgreinarými, stoðrými og sal. Hálfs árs bið var eftir að þessi verkhluti hæfist vegna kærumáls sem úrskurðar- nefnd útboðsmála tók of mikinn tíma í að úrskurða um miðað við gildandi reglur. Kæruferlinu lauk með úrskurði um að ákvörðun Mosfellsbæjar um töku tilboðs lægstbjóðanda var talin réttmæt. Vegna þessara tafa var gripið til ráðstaf- ana svo skólastarf gæti hafist haustið 2021 eins og stefnt var að í upphafi og verður ekki annað ráðið en að það muni takast. Nútímaleg skólabygging „Helgafellsskóli er falleg, nútímaleg skólabygging sem mun taka á móti nem- endum í haust,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Undirbúningur, hönnun og framkvæmd öll hefur verið til fyrirmyndar og starfs- mönnum Mosfellsbæjar og verktökum til mikils sóma. Það var mjög gaman að ganga þar um sali og sjá hvert rýmið á fætur öðru taka á sig endanlega mynd. Við Mosfellingar höfum verið í farar- broddi með margt í skólaþróun og þessi nýjasti skóli okkar mun auðvitað bæta í reynslubankann enda margt nýmæla í byggingunni eins og sérhönnuð árganga- svæði, sérstök rými til tónlistarkennslu og hljóðvist sem styður við samkennslu og gott vinnurými almennt“ segir Haraldur Sverrisson. Sér fyrir endann á 2. og 3. áfanga Helgafellsskóla • Hýsir 5.-10. bekkinga skólans Framkvæmdum lýkur innan skamms úr nýbyggingu helgafellsskóla Malbiksframkvæmdir fram undan í sumar Í áætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir endurnýjun malbiks á 16 götum og nýlögnum malbiks á 18 stöðum á grundvelli tillögu frá Verkfræðistofu Mannvits sem metið hefur ástand og þörf fyrir endurnýjun og nýlögn malbiks. Stærstu yfirlagnir malbiks árið 2021 í Mosfellsbæ eru: Bjarkarholt, Gerplustræti fyrir framan Helgafells- skóla, Álafossvegur/Helgafellsvegur, Vefarastræti austurendi.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.