Austurglugginn


Austurglugginn - 31.01.2002, Qupperneq 3

Austurglugginn - 31.01.2002, Qupperneq 3
Fimmtudagur 31. janúar AUSTUR • GLUGGINN - 3 við í ferðamálum fer frekar í styttri ferðir ffá Reykjavík heldur en að sækja út á land. Fólk sem á annað borð fer um landið hefur ekki nægan tima til þess að slaka á og staldra við heldur neyðist til þess að fara á eins marga staði og það getur á takmörkuðum tíma. Þær nýju innkomuleiðir sem nú hafa skapast á Austurlandi margfalda mögu- leika fyrir ferðamenn og ferða- skrifstofur.” Ásmundur Gíslason formaður Ferðamálaráðs Austurlands fagn- aði áfanganum og hvatti frum- kvöðla til að stíga fram. Flann sagði að aðrir flutningsaðilar í Evrópu hefðu þegar sýnt flugleiðinni til Egilsstaða mikinn áhuga. “Auglýsa þarf flugvöllinn á alþjóðavísu fyrir einkaflug, leiguflug og áætlunarflug,” sagði Ásmundur. Þrátt fyrir að flug LTU verði fá til að byrja með og aðeins hluta sumars eru framtíðaráform félags- ins að fjölga þeim jafnt og þétt, gangi allt að óskum. Árið 2008 gera aðstandendur þess ráð fyrir að flogið verði frá 15. maí til 15. október. Ásmundur segir að ferða- mannaiðnaður hafi spomað við byggðaflótta einkum á Suðaustur- landi. “Það er til dæmis ekkert heimili í Öræfasveit sem ekki hefur einhverjar tekjur af ferðamannaþjónustu og í Austur- Skafitafellssýslu er meiri velta í ferðaþjónustu en landbúnaði”. Mikil tekjuaukning Philip Vogler hefur starfað síðustu áratugi sem leiðsögumaður ásamt því að vera einn þeirra frumkvöðla sem rekið hafa eigin ferðamanna- þjónustu á Austurlandi. “Eg get ekki hrósað sigri af reynslu minni af þessum rekstri”. Ásókn reyndist ekki næg til þess að Philip gæti rekið ferðimar sem hann stóð fyrir með hagnaði jafnvel þótt að hann væri í sam- starfi við annað fyrirtæki. Hann ákvað um haustið 2000 að hætta reglulegum ferðum til þess að koma í veg fyrir frekara tap, en er í biðstöðu þar til flug LTU hefst og mun hann þá taka til starfa aftur með Terra Nova - Sól ferðaskrifstofunni. Hann telur að nýja flugið geti breytt stöðu mála á Austurlandi sem hingað til hefur verið fremur óhagstæð. “Þetta hlýtur að muna heilmiklu fyrir ýmsa þjónustu á svæðinu. Mikil tekjuaukning mun eflaust eiga sér stað til dæmis í bílaleigugeiranum, gistingu, versl- JÓN SIGURÐARSON Starfsmenn Tanga hafa sýntfyrirhuguðum námskeióum mikinn áhuga enda hafa rúm 90% þeirra þegar skráð sig. Fræðsluátak hjá Tanga hf Síðastliðið haust fór af stað verk- efni hjá Tanga hf. á Vopnafirði sem fékk nafnið "Markviss". Markviss stendur fyrir "Markviss uppbygging starfsmanna". Verk- efnið er unnið í samvinnu stýri- hóps sem myndaður var af starfs- fólki Tanga við Emil Bjömsson, Fræðsluneti Austurlands og Guð- mundínu Sæmundsdóttir, Miðstöð Símenntunar á Suðumesjum. Á starfsmannafundi hjá Tanga síðastliðinn miðvikudag var síðan kynnt sú niðurstaða stýrihópsins að fara í samstarf við Mennta- smiðju AFLS og FNA um nám- skeiðahald fyrir starfsfólk félags- ins í landi. Um er að ræða úrval námskeiða eins og t.d. um sjálfseflingu, skyndihjálp, kynningu á tölvu, rit- vinnslu, ensku, samskipti á vinnu- stað og einnig tómstundanámskeið eins og t.d. blómaskreyting, pasta- gerð, snyrtifræði og fl. Nám- skeiðin em niðurgreidd verulega af Landsmennt og Tanga hf. Þau byrja í mars og þeim mun ljúka í maí. Hverjum starfsmanni var gefinn kostur á að velja sér fjögur námskeið á 4.000 kr. og greiða 800 kr. fyrir hvert námskeið um- fram fjögur. Hvert námskeið er 12-20 kennslustundir. Á fundinum kynntu Aðalbjöm Bjömsson frá AFLI og Emil frá FNA námskeiðin, en þeir eiga heiðurinn af því að skipuleggja námskeiðahaldið. Friðrik Guð- mundsson framkvæmdastjóri Tanga og Jón Sigurðsson starfs- maður Tanga skýrðu frá niður- stöðum stýrihópsins. Gífurleg þátttaka reyndist hjá starfsfólki Tanga og létu rúmlega 60 þeirra eða rúm 90% skrá sig á hin ýmsu námskeið að lokinni kynningu á þeim. Stýrihópurinn telur þessi nám- skeið vera byrjun á markvissri uppbyggingu starfsmanna Tanga hf. og að áframhald verði á þessu fræðsluátaki. VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON un og öðm en með afþreyingu er ekki alveg ljóst hvað gerist. Stærstur hópur ferðamanna á Austurlandi undanfarið segir Philip að séu Islendingar en á eftir þeim koma Þjóðverjar. “Þetta er því ekki raunveruleg breyting á núverandi högum heldur styrking”. Meðal heimamanna innan afþreyingargeirans segir Philip að ríki frekar dapur andi en þó leynist þar vonameisti. “Margir hafa þurfl að gefast upp í gegnum tíðina vegna þess að þetta hefiir reynst of erfitt. Vonandi hafa ekki of margir fengið sig fullsadda og orðið von- sviknir undanfarin ár.” Helstu vandamál ferðamála í landshlutanum telur Philip tengjast afþreyingu. “Menn hafa ekki fundið það sem selst í afþreyingar- geiranum. Það em kannski helst hreindýraveiðar og víkurgöngu- ferðir sem hafa gengið. En það er enn og aftur gríðarlega mikilvægt að fólk sem að þessu stendur nái að hafa góðar tekjur af þessu. Nokkrir áhugasamir aðilar þurfa að hitta naglann á höfuðið (en ég veit reyndar ekki hver sá nagli er) og ná árangri sem verður til eftir- breytni. Það þarf að rísa hér fjöl- breytt flóra af fólki sem hefur náð árangri og aðrir þurfa að geta fetað í fótspor þess”. Laus sæti Til þess að samningar næðust við LTU flugfélagið urðu Aust- firðingar að ábyrgjast sölu 500 sæta og annaðist Hannibal Guð- mundsson, fJamkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Austurlands það verl. Hann brýndi fyrir mönnum á fúndinum að mikilvægt væri að heimamenn nýttu sér sætin sem em í boði. Þegar Austurglugginn ræddi við Hannibal höfðu yfir 120 sæti selst og mikið hafði verið spurst fyrir um ferðimar. Ferðaskristofan mun gefa út bækling 10. febrúar með nánari upplýsingum um þá ferðamöguleika sem standa til boða og hvetur Hannibal heimafólk til að kynna sér hann af kostgæfni. K0 KO Anton Antonsson hjá Terra Nova nœlir LTU merki í barm Tómasar Inga Olrich alþingismanns eftir undirritun samninga um millilandaflug. Amundur Gíslason formaður Ferðamálasamtaka Austurlands fylgist glottandi með. Eimskip og Flytjandi bjóða upp á trausta og góða flutninga bæði á sjó og landi. Saman eru þau einu íslensku flutningafyrirtækin sem bjóða upp á heildartausnir í flutningsmálum innanlands. Þú getur valið um hraðleið með flutningabílum eða hagkvæmari flutninga á sjó. Afgreiðslustaðir Flytjanda eru 80 talsins og er afhendingu lofað næsta dag eftir auglýsta brottför. Strandfiutningaskip Eimskips siglir vikulega hringinn í kringum ísland og kemur við á 11 stöðum víðsvegar um landið. Kynntu þér bestu kosti í flutningum innanlands Kostir skips Vikulegar ferðir atia föstudaga ffá Reykjavík hrínginn f kríngum landíð á 11 viðkomustaði. Bein tenging við útlönd frá Reykjavík, Eskifirði og Vestmannaeyjum. Góð og auðveld leið til ftutninga á „afbrigðilegum" einingum. Skip fer létt með þunga og fyrirferðamikla hluti. Hagkvæmara þegar varan er ekki háð ströngum tímatakmörkunum. Hagkvæmt þegar vörum er safnað í eina stóra sendingu. Kæli- og fiystivöruflutningar. Ferskur farmur alla leið. EIMSKIP www.eimskip.is • simi: 525 7700 Kostir blls ■ Dagtegar ferðir á alta helstu þéttbýlisstaði landsins. ■ Hröð og örugg þjónusta alla leið. ■ Kæti- og frystivöruflutningar. * Ferskleikinn tryggður alla leið. ■ Vara sótt og send innanbæjar á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni. ■ Hægt að senda með gírókröfu. ■ Afhending næsta dag eftir brottför. ■ 80 vöruafgreiðslur um tand allt. ■ Litlar og stórar sendingar. - á réttri leið www.flytjandi.is • simi: 515 2200

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.