Austurglugginn - 31.01.2002, Side 8
8 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 31. janúar
fiskeldi framtíðin?
Er
Fyrirséð er að á næstu árum muni
fiskeldi ryðja sér til rúms á Austurlandi
í miklum mæli. Þau áform sem þegar
eru uppi munu fyrirsjáanlega hafa
stórfelld áhrif á atvinnulíf og
byggðaþróun á næstu 5 til 6 árum og
er þá ekki öll sagan sögð því svigrúm
til mun meiri framleiðslu er til staðar.
r
I greininni hér á eftir er farið yfir stöðu
fiskeldismála á Austurlandi og spáð í
framtíðarmöguleika.
FISKELDI hefur verið mikið í
umræðunni undanfarið, núna
síðast í ljósi möguleika okkar
Islendinga í þorskeldi. Þar er fyrst
og fremst um þróunarstarf að ræða
enn sem komið er en hins vegar er
laxeldi að fara af stað í stórum stíl,
ekki síst hér á Austurlandi. Þegar
betur er að gáð er fiskeldi að finna
með einum eða öðrum hætti á
allmörgum stöðum í fjórðungnum,
oftast á þróunar eða undir-
búningsstigi, en í nokkrum stórum
verkefnum er að því komið að
hefja framleiðslu. Einnig hafa
ýmsir minni aðilar lagt stund á
fiskeldi í nokkum tíma.
Ef vel tekst til má telja fullvíst
að fiskeldi verði stór og vaxandi
þáttur í atvinnulífi og verðmæta-
sköpun á Austurlandi innan fárra
ára. Þau áform um laxeldi sem
þegar eru að fara af stað gætu
hæglega veitt hundmð manna
atvinnu og menn binda miklar
vonir við að þorskeldið verði ekki
minna í sniðum þegar fram í sækir.
Laxeldisáform
Nokkrir aðilar em með áform um
umtalsverða framleiðslu á laxi á
Austurlandi. I Mjóafirði em þegar
komnir 200.000 laxar í kvíar en
1,2 milljónum seiða verður bætt
við í vor. Þar er áformað að hefja
framleiðslu á 4000 tonnum fyrst í
stað og verður fiskinum slátrað í
Neskaupstað. Það er Sæsilfur hf
sem stendur að laxeldinu í Mjóa-
firði en stærstu hluthafar í fyrir-
tækinu em Samherji á Akureyri og
Sildarvinnslan í Neskaupstað.
Að sögn Guðmundar Vals
Stefánssonar framkvæmdastjóra
Sæsilfurs verður staðan skoðuð
eftir 2 ár og ef allt gengur eftir
verður framleiðslan tvöfölduð upp
í 8000 tonn á ári.
I Reyðarfirði er Samherji að
undirbúa laxeldi en þar er hug-
myndin að byrja á 3-4000 tonnum
á ári og stækka upp í 6000 ef vel
gengur. Þeim fiski verður einnig
slátrað í Neskaupstað. Verið er að
undirbúa matsskýrslu sem lögð
verður fyrir skipulagsstjóra vegna
umhverfismats.
Annað stórt verkefni sem er í
burðarliðnum er framleiðsla á
8000 tonnum í Bemfirði og sama
magni í Fáskrúðsfirði. Það er fyrir-
tækið Salar Islandica sem stendur
þama á bakvið og hafa fengist
leyfi fyrir eldi í Berufirði en að
sögn Guðmundar Gunnarssonar
hjá Salar Islandica em þegar til
seiði sem sett verða í kvíar í vor.
Eldi í Fáskrúðsfirði þarf að fara í
umhverfismat og hefst því síðar.
Þegar fullt skrið verður komið á
framleiðsluna er því um 16.000
tonn að ræða sem verður slátrað á
Djúpavogi. Að fyrirtækinu standa
ýmsir aðilar, innlendir og erlendir,
en nafn fyrirtækisins er dregið af
latneska heitinu á laxi, salar.
A Seyðisfirði er Austlax hf.
með tilraunaeldi á laxi og regn-
bogasilungi en samtals em þeir
með 60.000 seiði í kvíum og er á-
formað að bæta þar við í sumar.
Að sögn Sigfinns Mikaelssonar
framkvæmdastjóra hjá Austlaxi er
hér um að ræða tveggja ára til-
raunaverkefni til að fá úr því
skorið hvort losna megi við ýmsa
umhverfisþætti sem hafa áður
valdið usla í laxeldi í firðinum. Að
Austlaxi standa meðal annarra
Vestlax í Færeyjum og Hafnar-
sjóður Seyðisfjarðar.
Þorskeldi á
tilraunastigi
Að undanfömu hefur verið mikil
umræða um þorskeldi enda stefna
margar nágrannaþjóðir okkar á
slíkt eldi í miklum mæli. Norð-
menn era lengst komnir en þar er
framleiðsla á sláturfiski þó enn í
litlum mæli.
Hér á landi em ijölmargir aðilar
þegar famir að gera tilraunir með
þorskeldi og er einkum verið að
rannsaka fóðurgjöf og vaxtar-
hraða. Oftast fer þetta þannig fram
að smáfiskur er veiddur og settur í
kvíar en síðan alinn upp í slátur-
stærð og er þá fylgst með því
hversu hratt hann þyngist með
mismunandi fóðurgjöf. Hér á
Austurlandi hafa slíkar tilraunir
verið hafnar hjá Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar og Síldarvinnslunni hf
í Neskaupstað.
A ráðstefnu sem haldin var á
Akureyri þann 11. janúar síðast-
liðinn kom fram að möguleikar
íslendinga í þorskeldi væm um-
talsverðir enda er þorskurinn mun
harðgerari en laxinn og þolir því
ræktun við erfiðari kringumstæður.
Seiðaframleiðsla er mjög lítil hér á
landi enn sem komið er. A síðasta
ári framleiddi Hafrannsókna-
stofnun 10.000 seiði sem seld vom
til tilraunaverkefna á Vestfjörðum
og Norðurlandi en telja má víst að
ef stunda á þorskeldi í cinhverjum
mæli hérlendis þurfi að stórauka
framleiðslu á seiðum.
Athyglisvert verkefni er að fara
af stað á Vopnafirði en þar era
menn að skoða nokkurs konar
gildrar eða búr sem lögð verða á
hafsbotninn en að sögn Guðmund-
ar Wium Stefánssonar á Fremri-
Nýpum er verið að smíða fýrsta
búrið og verður það sett niður í
mars.
Hvert búr er um 12 metrar á
kant og 2 metrar á hæð og verður
fóðri dælt niður í búrið í gegnum
barka. Hugmyndin er að smáfiskar
sem komast jafnt inn sem út
venjist á reglulega fóðurgjöf og
leiti því ávallt á sama stað en eftir
því sem fiskamir þyngjast og
stækka lokast sífellt fleiri inni í
búrinu. Búrið er síðan híft upp í
lok árs og flutt að bryggju þar sem
fiskurinn er tekinn.
Þessi aðferð hefur aldrei verið
reynd hérlendis áður en erlendis
hefur svipuðum aðferðum, svo
sem gildram og fóðurgjöf, verið
beitt með góðum árangri. Hafrann-
sóknastofnun gerði tilraunir með
fóðurgjöf í Stöðvarfirði fyrir
nokkrum ámm og kom þá í ljós að
þorskurinn var fljótur að læra hvar
og hvenær fóðurgjöfin átti sér stað
og mundi það allt að 8 mánuðum
seinna þegar hluti tilraunarinnar
var endurtekinn.
Ýmsir möguleikar
Fleiri tegundir en lax og
þorskur geta hentað vel til eldis.
Hjá fyrirtækinu Hlýri ehf í
Neskaupstað hafa farið ffarn
tilraunir með hlýraeldi en
fyrirtækið er í meirhluta eigu Sild-
arvinnslunnar. Þar er um 3-4 ára
rannsóknarverkefni að ræða og
tilgangurinn m.a. sá að ná tökum á
seiðaframleiðslu. Hlýraeldið fer
fram í kerjum uppi á landi en
hlýrinn er botnfiskur og kerin því
aðeins um 40 cm djúp.
Fyrirtækið Hafskil ehf. er að
hefja kræklingaeldi í Mjóafirði og
Hamarsfirði. í Mjóafirði hafa til-
raunir staðið yfir í nokkur ár en
hófust í Hamarsfirði í fyrra og lofa
fyrstu niðurstöður góðu.
Hafskil stefnir á að framleiðsla
árið 2004 geti orðið 50-80 tonn í
skel en stefnan er að ffamleiða
ekki minna en 2000 tonn eftir 6-7
ár. Verð fyrir hvert kíló í skel er
milli 150 og 300 krónur. Við eldið
em notaðir kaðlar sem hanga niður
í sjóinn, hver um 5 metra langur,
en 30 km af köðlum þarf til að
framleiða 100 tonn af krækling.
Fyrstu niðurstöður úr eldinu
benda til mikilla gæða þótt vaxtar-
hraðinn sé eitthvað minni en í
öðrum landshlutum þar sem
kræklingaeldi fer fram. Mikið
eftirlit þarf að hafa með eldinu og
reglulegar sýnatökur em stór kost-
naðarliður en að öðm leyti er eldið
mjög vélvætt og þarfnast fárra
starfsmanna.
Bleikjueldi er stundað víða á
Austurlandi en oftast í tiltölulega
smáum stíl í tengslum við annan
landbúnað. Bleikjueldi þarfnast
fyrst og fremst aðgangs að góðu
sjálfrennandi vatni og þurfa magn
og gæði vatnsins að haldast árið
um kring. Bleikjueldi er stundað á
nokkmm bæjum í Homafirði og
Öræfum og í einhverjum mæli
víðar á Austfjörðum. Á Breiðdals-
vík er verið að hefja bleikjueldi
samhliða framleiðslu á laxaseiðum
til sleppingar í Breiðdalsá.
Áhrif á Austurlandi
Af þeim fiskeldisáformum sem
talin hafa verið upp hér að ofan er
ljóst að laxeldið mun vega þyngst
á Austurlandi í náinni framtíð.
Talið er að eldið og slátmnin á
þeim um það bil 30.000 tonnum
sem til stendur að framleiða hér á
Hamraborg
Verkfræðistofun Humrnltora
vnr stoínuð úrið 1962 oa
heíur ú umliðnum úrum
sinnt mnriivísleori verkíærði-
kióuustu við einstsikliniin,
verktuka oa opinberu uðiln.
VH
Verkfræðistofan Hamraborg
Hamraborg 10- 200 Kópavogi
Sími: 554 220 - Fax: 564 2217
netfang: hamraborg@simnet.is