Austurglugginn - 31.01.2002, Page 9
Fimmtudagur 31. janúar
AUSTUR • GLUGGINN - 9
ARIBENEDIKTSSON
Hlýrínn er botnfiskur en rannskóknir á eldi hans fara fram hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
ári muni skapa allt að 200 manns
atvinnu en ef tekið er mið af
algengum stuðlum um marg-
feldisáhrif starfa í frumvinnslu má
gera ráð fyrir allt að 300 störfum á
svæðinu í heild. Útflutnings-
verðmæti framleiðslunnar er talið
geta náð 6-8 milljörðum króna. Til
samanburðar má nefna að í
tonnum talið samsvara þessi fisk-
eldisáform öllum þorskafla sem
landað var á Austurlandi á síðasta
ári á svæðinu frá Bakkafirði til
Homafjarðar.
Ahrif fiskeldis verða meiri ef
farið verður út í ffekari vinnslu á
fiskinum og á það við um allar
þær tegundir sem nefndar hafa
verið. Greinilegan áhuga á frekari
vinnslu er að fmna meðal þeirra
sem Austurglugginn talaði við og
er m.a. talað um að fullvinna
fiskinn í neytendapakkningar en
slíkt hefði í för með sér verulega
aukningu á framleiðsluverðmæti
og fjölda starfa.
Þegar til lengri tíma er litið
binda menn miklar vonir við að
þorskeldi geti orðið arðbær at-
vinnugrein og eins og ffam hefur
komið em ýmsir aðilar á Austur-
landi þegar famir af stað með
rannsóknir, væntanlega með það
fyrir augum að heija framleiðslu
síðar. Ekki skal spáð um það nú
hversu stórt í sniðum þorskeldi
getur orðið hér á landi en til
samanburðar má nefna að í
Bretlandi eru uppi áform um fram-
leiðslu á 30.000 tonnum innan
fárra ára. Þar er miðað við tvær
þorskseiðaeldistöðvar og allt að
sjö fiskeldisstöðvar.
Fiskeldi hefur mjög jákvæð
áhrif i þá átt að styrkja byggð á
svæðum þar sem það er stundað
enda ekki hægt að selja kvótann. í
Noregi er talið að stór svæði hefðu
lagst í eyði ef ekki hefði komið til
fískeldi. Þar er nú stundað fiskeldi
á um 3000 stöðum og heildarfram-
leiðsla þeirra á laxi verður um hálf
milljón tonna á þessu ári. Við
íslendingar getum reyndar aldrei
náð svipaðri stærðargráðu enda er
strandlengja þeirra Norðmanna
miklum mun lengri en okkar en
áhrif fiskeldis á byggð hér á
Austurlandi geta engu að síður
orðið veruleg.
Mengun og burðarþol
Aðstæður í hverjum firði setja
fiskeldinu stærðartakmörk. Svo-
nefnt burðarþol er metið á hverjum
stað og má sem dæmi nefna að
burðarþol Reyðarfjarðar gæti verið
rúmlega 10.000 tonn af laxi. Það
er því ljóst að ekki er mikið svig-
rúm til verulegrar aukningar mið-
að við núverandi áform.
Ýmsir þættir hafa áhrif á burð-
arþol, svo sem sjávarhiti, súrefnis-
flutningur, straumar og áburður
fyrir þörunga en þörungablómi er
einn þeirra þátta sem hafa gert
mönnum erfitt fyrir með fyrri til-
raunir til laxeldis á Austurlandi.
Talið er að frárennsli frá
fiskvinnslunni hafi veruleg áhrif á
vöxt þörunga á sumrin og ef átak
væri gert til hreinsunar mætti auka
burðarþolið talsvert. Kræklingar
dafna reyndar vel á þörungnum en
á móti verða þeir óhæfir til neyslu
tímabundið og þarf því að fylgjast
vel með. Aðrar leiðir til að auka
burðarþol er að fara utar í firðina
þar sem súrefnisstreymi er meira
og hiti jafnari, en á móti kemur
aukinn vindur og sjógangur sem
getur gert mönnum lífið leitt.
Þorskurinn er mun harðgerari
en lax og því má ætla að burðarþol
Qarða til þorskcldis sé meira. Hafi
burðarþoli laxeldis hins vegar
þegar verið náð á einum stað má
gera ráð fyrir að svigrúm til þors-
keldis minnki á móti.
Umhverfisáhrif
Einhver staðbundin mengun fylgir
kvíaeldi vegna úrgangs en áhrifin
eru ekki talin veruleg. Sjón-
mengun er varla mikil en þó má
benda á að kvíastæður taka um-
talsvert pláss. í Reyðarfirði er gert
ráð fyrir þremur aðskildum kvía-
stæðum en aðeins tvær verða í
notkun á hverju ári. Hver kvía-
stæða er með um 20 kvíar, hver 30
metrar í þvermál. Kvíamar em í
tveimur línum með um 35 metra á
milli kvía. Kvíastæðan sjálf er því
um 600 metra löng og um 100
metra breið.
Öll þurfa þessi áform að fara í
umhverfismat að framkvæmdum í
Mjóafirði og Berufirði undantekn-
um. Lög um umhverfismat era ný
hér á landi og enn í mótun eins og
í ljós hefur komið að undanfömu
og bent hefur verið á að rann-
sóknakröfur sem gerðar eru vegna
fiskeldis hérlendis séu mun meiri
en t.d. í Noregi. Rannsóknimar era
dýrar og auka verulega við stofn-
kostnað framkvæmda en svo virð-
ist sem engin takmörk séu fyrir því
hvað hægt er að fara fram á að
rannsakað verði. Norðmenn hafa
20 ára reynslu af þessum málum
og þar fylgja rannsóknir ákveðinni
forskrift þar sem rannsóknaþættir
eru mun færri en talið er nauð-
synlegt hér á landi.
Fiskeldi heyrir undir tvö ráðu-
neyti; Landbúnaðarráðuneytið fer
með málefni ferskvatnsfiskeldis en
Sjávarútvegsráðuneytið með mál-
efhi sjávardýraeldis. Laxinn telst
til ferskvatnsflska og heyrir því
undir Landbúnaðarráðuneytið
jafnvel þegar hann er alinn í sjó en
þorskur og kræklingur heyra
auðvitað til sjávardýra. Samvinna
milli ráðuneyta er góð en eðlilegra
mætti samt telja að einn aðili færi
með málefni fiskeldisins.
Það er ljóst að löggjafmn þarf
að bregðast við hinni miklu þróun
sem nú á sér stað í fiskeldismálum
og tryggja að ckki sé verið að gera
mönnum erfitt fyrir með
óeðlilegum kröfum og stefnuleysi.
Álver og fiskeldi
I matsskýrslu sem verið er að
vinna fyrir fiskeldisáform í
Reyðarfirði eru útreikningar sem
meta áhrif álversins á fiskeldi í
firðinum. Ekki er enn ljóst hvort
þau verða umtalsverð en ljóst er að
einhver flúor og brennisteins-
mengun fylgir álverinu.
Það er athyglisvert að bera
saman áhrif álversins annars vegar
og áhrif fyrirhugaðs laxeldis hins
vegar á atvinnulif og verðmæta-
sköpun. Gert er ráð fyrir að eftir
10 ár hafi álverið skapað um 1000
störf með margfeldisáhrifum og að
útflutningsverðmæti verði um 30
milljarðar. Eldi og slátran á þeim
um það bil 30.000 tonnum sem
áformað er að verði komin í fram-
leiðslu að 5 til 6 áram liðnum
munu skapa um 300 störf og 6-8
milljarði í útflutningsverðmætum.
Ahrifin samsvara því tæpum
þriðjungi af áhrifum álversins en
þá eru ekki talin með áhrif af
öðram hugsanlegum fiskeldis-
áformum né möguleikum á frekari
vinnslu afurða.
BÞ
Tillaga að aðalskipulagi Austur-Héraðs
Tillaga að aðalskipulagi Austur Héraðs 2002-201 7 er nú auglýst
lögum samkvæmt, ásamt tillögu að breytingum á svæðisskipulagi
Héraðssvæðis og athugasemdum Skipulagsstofnunar við
aðalskipulagstillöguna.
Skipulagsgögnin eru til sýnis á bæjarskrifstofu Austur-Héraðs að
Lyngási 12.
Akveðið hefur verið að koma einnig fyrir kynningargögnum í
Iþróttamiðstöðinni við Tjarnarbraut.
Opið hús um aðalskipulag Austur-Héraðs
Efnt verður til kynningará tillögu að aðalskipulagi fyrir Austur-Hérað,
svæðisskipulagi Héraðssvæðis og athugasemdum Skipulagsstofnunar
sem hér segir:
Þriðjudaginn 29. janúar kl. 20:00
Laugardaginn 2. febrúar kl. 10:00
Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:00
Laugardaginn 16. febrúar kl. 10:00
Kynningin ferfram í fundarsal Austur-Héraðs að Lyngási 12.
Þeir sem áhuga hafa eru hvattirtil að mæta og kynna sér skipulags-
tillögurnar.
Fresturtil að skila athugasemdum við skipulagstillögurnar ertil 19.
febrúar 2002.
Umhverfisráð Austur-Héraðs
Forstöðumaður Umhverfissviðs
Atvinna ræsting á Reyðarfirði
KHB auglýsir starf við rœstingu á Búðargötu 5, Reyðarfirði
(Sparkaup og Byggingavörudeild KHB).
Umsœkjandi þarf að geta tekið við starfinu 1. mars 2002
Upplýsingar veitir Sólveig Bergsteinsdóttir 470-1206
Hœgt er að skila umsóknum til skrifstofu KHB Egilsstöðum,
Kaupfélag Héraðsbúa