Austurglugginn - 20.11.2003, Side 1
Stjórnarformaður
Tanga í viðtali:
„Löglegt en
| \ siðlaust"
á bls. 8
Súellen
snýr aftur
Sjá bls. 9
Reynir Trausta
skráir sögu
Lindu Pé
Sjá bls. 14
Ólafur
Gunnarsson
er efstur
Sjá bls. 15
Verð í lausasölu kr. 350
Áskriftarverð kr. 1026 á mánuði (kr. 256 eintakið)
ISSN 1670-3561
INældu þér í áskrift!
©477 1571
Förum létt með
þyngri sendingar
- dreifum
um
allt land
PÓSTURINN
Landflutningar-Samskip
Kaupvangi 25
700 Egilsstaðir
Sími: 471 3080
Fax: 471 3081
Opnunartími:
Mánudaga til föstudaga
frá kl. 08:00-16:00
Landflutningar|
/sÁMSKIP
SECURITAS
Frétta-
SKOT
® 477 1750
Toppur Gunnólfsvikurfjalls hefur í áraraðlr gegnt hlutverkl ratsjárstöðvar fyrir hinn mjög svo umdeilda bandaríska her en eitt er vist að þau störfsem
þar hafa skapast hafa reynst Bakkfirðingum vel I bland við grásleppuna og saltfiskinn. Þó rauðum bjarma slái á fjallið á þessari mynd er allt eins víst
að baráttan við annan rauðan - og öllu pólitískari bjarma - hafi eflaust verið færður liðsauki á Gunnólfsvíkurfjalli á þeim árum þegar kalt stríð geisaði
Sitt hvorum megin Atlantsála. Mynd: vopnafjörður.is
Stjórnarformaður Tanga:
Sakar fyrrum framkvæmda-
stjóra um svik
Stjórnarformaðurinn Tanga hf.
sakar fyrrum framkvæmdastjóra
fyrirtækisins um að hafa svikið
munnlegt samkomulag sem hann
segir að gert hafi verið í kringum
gerð starfslokasamnings fram-
kvæmdastjórans í lok árs 2002.
Samkomulagið sem stjórnarfor-
maðurinn vitnar í snýst um við-
skipti færeyskra kolmunnaskipa
við Tanga hf sem fyrir starfslok
framkvæmdastjórans voru mikil
við fiskimjölsverksmiðju fyrirtæk-
isins. Eftir starfslok framkvæmda-
stjórans fluttust þessi viðskipti yfir
til Loðnuvinnslunnar hf. á Fá-
skrúðsfirði. Þetta kemur fram i við-
tali sem Austurglugginn tók við
stjórnarformann Tanga og birtist í
þessu tölublaði.
„Viðskipti til
samkeppnisaðila í
kjölfar starfsloka"
I viðtalinu segir Olafur Ár-
mannsson, stjórnarformaðurTanga,
m.a. um viðskilnað framkvæmda-
stjórans fyrrverandi sem komu til
að sögn stjórnarformansins vegna
aðkomu nýs meirihluta að rekstri
Tanga, Hraðfrystihúss Eskifjarðar:
„Ég gekk fram fyrir skjöldu með
því að bjóða honum (framkvæmda-
stjóranum innsk. blm.) veglegan
starfslokasamning (...) í framhald-
inu urðum við ásáttir um að hann
myndi aðstoða okkur við að tryggja
hér áframhaldandi viðskipti okkar
og þeirra færeysku skipa sem hér
höfðu landað afla. Þessu var hann
samþykkur og bauðst til að aðstoða
okkur við að festa þessi viðskipti
enn frekar í sessi hér á Vopnafirði.”
Stjórnarformaðurinn segir enn-
fremur í viðtalinu að í kjölfar
starfslokanna hafi svo viðskipti
færeysku útgerðanna, stjórn Tanga
að óvörum, flust til Fáskrúðsfjarðar
fyrir forgöngu framkvæmdastjór-
ans fyrrverandi.
Tjáir sig ekki um málið
Framkvæmdastjórinn sem um
ræðir, Friðrik Mar Guðmundsson,
vildi ekki tjá sig um málið þegar
Austurglugginn hafði samband við
hann. Heimildir Austurgluggans
herma hins vegar að Friðrik vilji
ekki meina að neitt samkomulag
hafi verið gert um viðskiptin á sín-
um tíma. Hann starfar nú að sögn
að ýmsum verkefnum fyrir Loðnu-
vinnsluna og býr í Reykjavík.
helgi@agl.is
Sjá nánar viðtal við stjórnar-
formann Tanga hf á síðu 8.
Afgreiðstutími í Bónus á Egilsstöðum g
Mánudag til fimmtudags
12.00 til 18.30 ÍÉKKÍffl
Föstudag 10.00 til 19.30 f
Laugardag 10.00 til 18.00
Sunnudag 12.00 til 18.00
Sjáumst í Bónus
á E?ilsstöðum
Ódýrastir um allt landl