Austurglugginn


Austurglugginn - 20.11.2003, Side 13

Austurglugginn - 20.11.2003, Side 13
Fimmtudagur 20. nóvember AUSTUR • GLUGGINN 13 EFNIÐ y ANDINN Sigurþór Sigurðsson er matgæðingur vikunnar. JÍÍaTGÆÐINGUR VIKUNNAR Létt stádtarflœsabrínflur með rúsínusósu Fyrir 4-6 2 stk. gæsabringur 2 msk. villíjurtablanda Salt og pipar olía til steikingar Gott er ef þú ert ekki veiðimaður sjálf/sjálfur að láta það berast að þér þyki gæsir góður matur. Þá er aldrei að vita nema frændi / frænka nú eða mágur færi þér gæs. Brúnið gæsabringurnar f olíu á pönnu. Kryddað með salti, pipar og villijurtablöndu. Setja á grind ( ofni og steikja við 100 gr.hita í 20 mínútur. Kæla síðan og skera í sneiðar og bera fram með rúslnusósunni. Meðlæti: Smábrauð eftir smekk og rauðvín með keim af berjum /ávöxtum. ‘Rúsínusósa 1 dl rúsfnur 1 msk ólífuolía 1 msk sykur 2 msk koníak 1 dl rjómi 1/2 tsk dijon sinnep 1 tsk sítrónusafi 1 msk sýrður Ijómi Hita oliuna og steikja rúsfnurnar, stráið sykri yfir. Bætið í rjóma og koníaki og sjóðið f 2-3 mínútur við vægan hita. Kælið og maukið í matvinnsluvél. Bragðbætið með sinnepinu, sítrónusafanum, sýrða rjómanum, salti og pipar. Ath þetta er lítið magn af sósu, en það þarf mjög Iftið því sósan er mjög sæt. Gott er að setja smá karrý f sósuna. Cjtírréttur Fylltar pönnukökur með Mars súkkulaði, bönunum og Galaxy caramel sósu. Pönnukökudeig 12-14 kökur 250 gr. Hveiti 3 msk sykur salt á hnífsoddi 4 egg 1/2 I mjólk smjör til steikingar Blandið öllu hráefninu saman og látið deiðið standa í kæli i eina klukkustund, Athugið ef til vill þarfa að þynna deigið svolítið áður en pönnukökurnar eru bakaðar. Jyffíng 3-4 bananar 2 Mars súkkulaðistykki Smyrið eldfast mót með olíu. Skerið banana eftir endilöngu og síðan í tvennt. Raðið þeim í eldfastamótið og dreifið söxuðu Mars súkklaði yfir. Setjið inn í 200gr.heitan ofninn þar til súkklaðið er orðið lint og bananirnir glansandi. Sósa 3 Galaxy caramel súkkulaði 1/2 dl rjómi Bræðið Galaxy caramel súkklaðið yfir heitu vatnsbaði hellið rjómanum út í og þeytið vel saman. Ef sósan verður of þykkk má setja meiri rjóma saman við. Bragðsterkt kaffi finnst mér passa með. Verði ykkur að góðu. Sigurþór skorar á Bibba eða Sigurð Frey Sigurðarson, kennara á Egilsstöðum, að töfra fram gómsæta rétti. „ Vona þó sannarlega að matreiðslan fái betri dóma en stærðfræðikennslan i fljölmiðlum upp á síðkastið." segir Sigurþór. haqyrðinqa Heilir og sælir Austurgluggalesendur, Vinur minn Vetur konugur veifar og mundar korðann. Hrollkaldur stálballarstinningur steytir sig þá að norðan. Kiddý mín kæra vina, komin ertu í hóp Kvenna með keppi lina og kinnar sem skjálfa við hróp. Andlitið krumpurnar krýna krankur er magi og rass. Hærur í hárinu skína hugurinn er sem hlass. Þó að veturinn sé okkur blíður ennþá ætla ég að byrja á víu um hann. Langa orðið í 3. Hnu heyrði ég eftir Fúsa á Brekku í Mjóafirði og finnst það skemmtilegt. Svo er ein eftir pabba minn og heitir bara Timbur- menn. I dag get ég hvorki drukkið né reykt en dáið ég gæti úr hneysu í nótt hef ég áunnu fjörðunum feykt og finn ég í maganum kveisu. Höfuðið er nú sem helþungur hnaus í herðum er ónota svali. Mér finnst að ég heyri eitthvert helvítis raus þar held ég að samviskan tali. Ein systra minna bað mig að gera afmælisvísu til fertugrar vinkonu sinnar. Ég gat ekki gert alvarlega og fallega vísu þennan dag en þetta fékk hún: Hökurnar hrossast í vindi handleggir dingla við hlið. Fellingum flett upp í skyndi ef fiktar við holdlegan sið. En hertu upp hugann mín kæra því heil og ung er þin sál. Arin þér ánægju færa áfram og þína skál! Þetta má nota handa fleirum með því að breyta nafninu. Gætið ykkar á myrkrinu og gangið á Guðs vegum. Halla Kolfinna. FÖND URHORNIÐ Jólakort Sandy-kort. Efni: Kortapappír Sandy-límpappír Sandy-stensill 2 litir af Sandy-sandi „Gleðileg jól“ límmiðar Aðferð: Klippið límpappírinn í sporöskjulaga hring og límið á kortið. Takið filmuna af og setjið stensilinn á. Hellið ljósa litnum á límpappírinn og nuddið létt yfir, hellið afgangnum af sandinum aft- ur í dósina. Takið stensilinn af og hellið dökkalitnum yfir limpappír- inn og nuddið létt. Hellið afgangn- um aftur í dósina. Límið „Gleðileg jól“ límmiða á og kortið er tilbúið. Pergament - Límmiðakort. Efni: Kortapappír Pergament pappír Gulllímmiðar „Gleðileg jól“ límmiðar Rauður pappír Aðferð: Skerið glugga úr kort- inu aðeins stærri heldur en lím- miðinn sem nota á. Límið perga- ment pappír í gluggann og setjið límmiðann á pergament pappírinn. Snúið kortinu við og farið með embossing prjón inn í þá hluta af myndinni sem þið viljið að verði upphleyptir. Skerið ramma úr rauða pappírnum sem passar utan um gluggann og límið á. Setjið línu með gulllímmiðun á rammann. Skerið einnig bút úr rauða pappírnum og límið neðan við og setjið „gleðileg jól“ lím- miða þar á. Góða skemmtun. Nánari upplýsingar og sýnis- horn er hœgt að nálgast í Blóma- bæ s. 471 2230. Þar feest einnig allt efnið í kortin.

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.