Austurglugginn - 20.11.2003, Page 2
2
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 20. nóvember
stuttar
FRÉTTIR
Samkeppni um merki
Austurbyggðar
Á fundi sveitarstjórnar Aust-
urbyggðar þann 13. nóvember
síðastliðinn var samþykkt að
auglýsa eftir nýju merki fyrir
hið nýstofnaða sveitarfélag.
Auglýst verður eftir hugmynd-
um að merkinu en frestur til að
skila inn hugmyndum er til
15.desember næstkomandi.
Bar við Kárahnjúka
Á vefsíðu Morgunblaðsins
var sagt frá því síðastliðinn
föstudag að óskað hefði verið
eftir vínveitingaleyfi fyrir
vinnubúðirnar í tengslum við
uppsetningu félagsaðstöðu
starfsmanna á Kárahnjúka-
svæðinu. Þetta er talverð
stefnubreyting frá áður boðaðri
stefnu Landsvirkjunar um að
algert vínbann yrði á virkjana-
svæðinu.
Bílveltur og útaf-
keyrslur á Fagradal
Bíll valt út af veginum um
Fagradal um klukkan fimm síð-
astliðinn sunnudag en engin
meiðsl urðu þó á fólki. Bíllinn
er mikið skemmdur og jafnvel
ónýtur. Þetta var önnur bílvelt-
an á leiðinni milli Egilsstaða og
Reyðarfjarðar í gær en einn var
fluttur á sjúkrahús á Egilsstöð-
um eftir veltu um klukkan hálf
þrjú. Hann var ekki talinn mik-
ið slasaður. Fram kemur á
Mbl.is að um hafi verið að ræða
fólksbíl með ökumanni og
tveimur farþegum í fyrra tilvik-
inu og jeppa með einum öku-
manni i því síðara.
Þá lenti þriðji bíllinn út af
veginum en unnt var að ná hon-
um aftur upp á veg þannig að
ökumaður gat haldið för sinni
áfram. Mikil hálka var síðast-
liðin sunnudag á vegum á Aust-
urlandi. Mbl.is sagði frá
Lögreglustöð við
Kárahnjúka
Landsvirkjun afhent embætti
sýslumannsins á Seyðisfirði
nýja lögreglustöð við Kára-
hnjúka til afnota síðastliðinn
föstudag. Fram kemur í tilkynn-
ingu frá embættinu að lögreglu-
stöðin muni nýtast lögreglunni
við eftirlitsstörf á svæðinu, en
hingað til hafi aðstöðuleysi
hamlað reglubundnu eftirliti á
svæðinu. mbl.is sagði frá. Ekki
er vitað hvort uppsetning lög-
reglustöðvarinnar tengist beiðni
Impregilo um vínveitingaleyfi á
svæðinu.
Fullur í flutningum
Svæðisútvarpið greinir frá
því á vef sínum að sökum ölv-
unar skipstjóra hafi þurft að
kyrrsetja leiguskip Eimskipafé-
lagsins við bryggju á Fáskrúðs-
firði síðastliðinn fimmtudag.
Við venjubundna tollskoðun
um borð i skipinu sem var að
lesta síld á Fáskrúðsfirði kom í
ljós að skipstjóri flutninga-
skipsins reyndist ölvaður og var
því skipið kyrrsett meðan
kafteininn svaf af sér ölvímuna.
Eftir 8 klukkustunda lúr fékk sá
ölkæri að halda aftur á haf út
eftir að hafa blásið í mælitæki.
FRÉTTIR
Sveitarstjórn Austurbyggðar ályktar
um nettengingar Símans
Krefjast ADSL
tengingar á
Stöðvarfjörð
Á fundi sveitastjórnar Austur-
byggðar þann 13. nóvember síð-
astliðin bar Björgvin Valur Guð-
mundsson, oddviti minnihluta
sveitarstjórnar, upp tillögu að á-
lyktun sem samþykkt var sam-
hljóða. í ályktuninni segir m.a.:
„Þar sem Landssíminn er fyrirtæki
í eigu allra landsmanna er með
öllu óskiljanleg sú mismunum sem
hann beitir íbúa landsins eftir bú-
setu. (...) Landssíminn býður
ADSL tengingar þeim sem búa í
byggðakjörnum sem telja fleiri en
500 íbúa en stærir sig af því að
bjóða öðrum landsmönnum ISDN
tengingar með allt að 128kb/s
hraða en ADSL tengingar eru
margfalt hraðvirkari en það og
mun ódýrari”.
Spurning um
jafnan aðgang
að þjónustunni
í ályktuninni segir að þama sé
um grófa mismunun að ræða þar
sem ADSL tenging fáist gegn
föstu mánaðargjaldi á meðan þurfi
að greiða fyrir tvöfalda símnotkun
með 128kb/s ISDN. Sem stendur
býður Síminn Austurbyggðarbú-
um ADSL tengingar eingöngu á
Fáskrúðsfirði. Það sættir sveitar-
stjórnin sig ekki við og krefst þess
að opnað verði fyrir aðgang að
ADSL aðgang á Stöðvarfirði líka.
„Þetta er gert til að þrýsta á um
að íbúar i okkar sveitarfélagi fá
sömu þjónustu og sama verð og
aðrir. Þetta er spurning um jafnan
aðgang einstaklinga og fyrirtækja
að sama verði og þjónustu fyrir-
tækis í eigu allra landsmanna,”
segir Björgvin Valur Guðmunds-
son í samtali við Austurgluggann.
Og bætti við: „Ég skil reyndar
ekki afhverju Síminn getur ekki
boðið 128kb ISDN sítengingu á
sama verði og ADSL”. Sveitar-
stjórn samþykkti samhljóða að á-
lyktunin skyldi send til stjórnar
Símans, þjónustuvers Símans á
Egilsstöðum, Samgönguráðherra
og þingmanna kjördæmisins.
helgi@agl.is
Álftavandamál á Austurlandi:
Fer vaxandi
með hverju ári
í Bændablaðinu sem kom út í
síðustu viku er birt frétt um
álftavandamál og fullyrt að það
sé hvergi verra en á S-Austur-
landi. Vitnað er í Sigurlaugu
Gissurardóttur, bónda í Árbæ í
Homafirði, þar sem hún lýsir
þessu og segir hún að vandamál-
ið fari vaxandi ár frá ári.
„Við erum ekki bara að tala
nokkra fugla - það væri bara fal-
legt. Við erum hins vegar að tala
um hópa sem telja hundruðir
fugla,” sagði Sigurlaug í samtali
við Austurgluggann. Hún sagði
ennfremur að hún hefði sloppið
vel í ár og að aðrir bæir hefðu
orðið verr úti. „Við vorum hepp-
in í ár. Álftin fann sér fórnar-
lömb annars staðar.”
Embættismenn gera
ekki neitt
Sigurlaug segir að það séu
ekki bara kornakrar sem verði
illa úti vegna álftarinnar. Þær
naga líka túninn niður í rót og
síðan eru það kartöflugarðarnir
sem verða fyrir barðinu á álftun-
um. Hún segir að það hafi verið
tekin út skemmd á kornakrinum
hjá þeim í Árbæ fyrir tveimur
árum og þá eyðilagði álftin 1,3
hektara af þeim 7 sem þau lögðu
undir korn.
„Embættismenn í kerfinu gera
ekki neitt þegar maður segir
þeim frá þessu,” segir Sigurlaug
aðspurð um aðgerðir við þessu
vandamáli. „Þær eru farnar í ár
en á næsta ári koma þær aftur og
þá verða þær jafnvel orðnar
fleiri. Menn í umhverfisráðu-
neytinu segja við mann það sé
ekkert vandamál að reka þær í
burtu en það er mikill misskiln-
ingur. Þú rekur ekki svona stór-
an hóp i burtu.”
jonknutur@agI. is
Álfasteinn
í gjaldþrot
Hluthafafundur samþykkir tillögu
stjórnar um gjaldþrot
Fyrirtækið Álfasteinn á Borgar-
firði verður að öllum líkindum lýst
gjaldþrota í þessari viku en stjórn
félagsins sem fundaði um helgina
samþykkti þar að lýsa félagið
gjaldþrota að fengnu áliti hluthafa-
fundar sem hreyfði ekki við and-
mælum þess efnis. Félagið sem er
22 ára í ár á sér merkilega sögu í
iðn- og atvinnusögu Borgarfjarðar,
en fyrirtækið hefur m.a. unnið
minjagripi, legsteina og tækifæris-
gjafir úr steini, sem fengist hefur í
nágrenni Borgarfjarðar.
Skuldir umfram eignir
7-8 milljónir
Að sögn Amgríms Viðars Ás-
geirssonar, stjórnarformanns fyrir-
tækisins, er erfið skuldastaða fyr-
irtækisins ástæða gjaldþrotabeiðn-
innar en endurfjármögnun sem
7 og 8 milljónum króna. “Félagið
skuldar í dag á bilinu 12-13 millj-
ónir og þar vegur 6 milljóna lang-
tímalán Byggðastofnunnar þyn-
gst,” segir Arngrímur en sam-
kvæmt síðasta ársreikningi félags-
ins em eignir þess metnar á um 5
milljónir króna.
Launagreiðslur
starfsfólks tryggðar
Hjá Álfasteini hafa að sögn Arn-
gríms undanfarin ár verið 2-3
stöðugildi á ársgrundvelli. Hann
segir alla starfsmenn hafa fengið
laun greidd en Borgaríjarðar-
hreppur komi þó til með að tapa
vegna vangoldinnar leigu húsnæð-
is fyrirtækisins þar. Hann segir sátt
hafa verið um að leggja fram
gjaldþrotabeiðnina úr því sem
komið var. “Það höfðu margir lýst
reynd hafði verið bar ekki árangur.
“Stjórnin hafði reynt að endurfjár-
magna fyrirtækið og í því skyni
gert tilraun til að fá inn aukið
hlutafé. Eignarhaldsfélag Austur-
lands bauðst til að leggja inn fjár-
magn gegn mótframlagi en það
náðist ekki þar sem Byggðastofn-
un og Borgarfjarðarhreppur
treystu sér einfaldlega ekki til þess
að leggja meira fé í fyrirtækið”.
Skuldir félagsins umfram eignir
þess nema að sögn Arngríms milli
yfir áhuga á áframhaldandi starf-
semi fyrirtækisins en þvi miður
tókst þessi enduríjármögnun
ekki,” segir Arngrímur sem telur
það verða að koma í ljós hvað
verði um áframhaldandi starfsemi
á Borgarfirði, það sé nú í höndum
skiptastjóra. Stærstu eigendur
Álfasteins eru Borgartjarðar-
hreppur, Byggðastofnun, Búnað-
arfélag Borgarljarðar og Nýsköp-
unarsjóður. helgi@agl.is
í nógu að snúast
í Möðrudal
Það var margt um manninn í Möðrudal á Fjöllum síðastliðinn laugardag, en þá var
unnið að því að einangra og koma járni á þakið á nýju fjárhúsi í stað þess sem
brann í sumar.
Yfir 20 manns voru mættir á staðinn kl.8 á laugardagsmorgun til að leggja hönd
á plóginn, og komu þeir viða að, til að mynda frá Egilsstöðum, Jökuldal og Þistil-
firði. Gekk verkið vel og var lokið við að einangra veggi og loft, og járni komið á
þakið. Jafnframt þvi að vera að byggja ný fjárhús eru Möðrudælingar að byggja
nýtt hús yfir Fjallakaffi, þannig að það er í nógu að snúast hjá þeim þessa dag-
anna. Mynd IR