Austurglugginn - 20.11.2003, Qupperneq 4
4
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 20. nóvember
1
stuttar
FRÉTTIR
FRÉTTIR
Svört skýrsla S.A. um framúrkeyrslu heilbrigðisstofnanna
HSA framúr síðustu fimm árin
Nýjar reglur um vetr-
arþjónustu Vega-
gerðar
Vegurinn um Vatnsskarð
milli iiorgarfjaróar og Héraðs
verður ruddur Qóra daga í viku
í vetur, nú einnig á sunnudög-
um. Þetta er í samræmi við nýj-
ar reglur um vetrarþjónustu
sem Vegagerðin gaf nýlega út.
Komnar eru einnig fastmótaðar
reglur um þjónustu við Mjóa-
fjarðarheiði, Hellisheiði og
Öxi, en þessar leiðir á nú að
ryðja tvo daga í viku vor og
haust háð snjóalögum og tíðar-
fari. Ruv sagði frá
í skýrslu sem Samtök atvinnu-
lífsins hafa gert á framúrkeyrslu
heilbrigðisstofnanna af fjárlögum
á síðustu fimm árum kemur fram
að verkefnið reynslusveitarfélagið
Heilbrigðisstofnun Austurlands er
í tuttugasta sæti af þeim 34 út-
gj aldaliðum heilbrigðisráðuneytis-
ins sem keyrt hafa framúr fjárlög-
um síðastliðinna fimm ára
I skýrslunni kemur fram að
Heilbrigðisstofnun Austurlands
hefur farið fram úr ijárlögum öll
þau 5 ár sem skýrslan tekur til, frá
1998 - 2002, að meðaltali um 15,5
%. Heilbrigðisstofnun fór sem
dæmi rúm 26 % fram úr fjárlögum
ársins 1998 og um 18% árið eftir.
Þessi framúrkeyrsla hefur farið
minnkandi yfir tímabilið og var á
síðasta ári um 10%. Það skal tekið
fram að í skýrslunni er ekki tekið
tillit til fjáraukalaga sem sam-
kvæmt skýrslunni eru afgreitt í lok
hvers árs.
Heilbrigðismálin
veikasti hlekkur
ríkisfjármála
Samtök atvinnulífsins segja að
um sé að ræða samanburð við fjár-
lög eins og þau séu samþykkt frá
Alþingi, en ekki endanlegar fjár-
heimildir eftir viðbætur sem á-
kveðnar séu síðar. Að mati SA eigi
raunhæfar áætlanir og ákvarðanir
um verkefni og forgang að liggja
til grundvallar fjárlögum. Heil-
brigðismálin séu veikasti hlekkur-
inn í fjármálastjórn ríkisins og þar
verði að finna betri leiðir en nú
tíðkast til að treysta framkvæmd
fjárlaga i sessi.
helgi@agl.is
Bilun í aðalæð vatns-
veitu í Neskaupstað
Bilunar var vart í aðalvatns-
æðinni í Neskaupstað síðastlið-
in fimmtudag. Um tíma leit út
fyrir að vatnslaust yrði í íbúða-
byggð bæjarins en viðgerð tók
aðeins stutta stund. Að sögn
heimamanna fór mestur tíminn
fór í að koma gröfu á staðinn
og að tæma lögnina til að kom-
ast að biluninni. Mjög erfitt er
að koma tækjum að lögninni
sem er staðsett í fjallinu fyrir
ofan götuna Urðateig en eng-
inn slóði liggur meðfram lögn-
inni og því var yfir marga erf-
iða læki að fara að sögn heima-
manna.
Vill endurskoðun
reglna
Formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, telur
að taka eigi til endurskoðunar
reglur um fasteignagjald orku-
fyrirtækja. Þessi mál voru
rædd á fundi sem Norðurhérað
boðaði til á dögunum í
Reykjavík, með fulltrúum
Landsvirkjunar, iðnaðarráðu-
neytis og forystu Sambands
sveitarfélaga. Vilhjálmur segir
að senn hefjist heildarendur-
skoðun á tekjustofnum sveitar-
félaga og í því sambandi eigi
að fara sérstaklega yfir álagn-
ingu á orkufyrirtæki. Eins og
komið hefur fram í fréttum,
hafa forráðamenn Norður-
Héraðs lýst þeirri skoðun sinni
að sveitarfélagið ætti að fá
tekjur af Kárahnjúkavirkjun,
þar sem væntanlegt uppistöðu-
lón og stíflumannvirki verði
innan marka sveitarfélagsins
líkt og tekjur Fjarðabyggðar af
álversbyggingunni og Fljóts-
dalshrepps af stöðvarhúsi
virkjunarinnar í Fljótsdal.
Ruv sagði frá
Mötuneyti Impregilo
fékk húsblessun
Biskupinn yfir Islandi,
vígslubiskup Hólastiffis, pró-
fastur og prestar af Austurlandi
komu á Kárahnjúkasvæðið á
föstudag í fylgd Landsvirkjun-
armanna. Með í för var m.a.
prestur kaþólska safnaðarins á
Akureyri. Hópurinn fór um
virkjanasvæðið og blessaði
mötuneyti starfsmanna (svo-
kölluð húsblessun), auk þess
sem starfsmenn voru heimsótt-
ir.
Deilt er um hvort rífa eigi gömlu kirkjuna á Eskifirði. Þar takast á sjónarmið sóknarnefndar Eskifjarðar og Húsafriðun-
arnefndar ríkisins. Tillaga sóknarnefndar um að rífa kirkjuna var samþykkt af bæjarráði Fjarðabyggðar í síðustu viku.
Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur hinsvegar lagst gegn því að kirkjan verði rifin og bendir á að hún sé friðuð og að svo
sé með allar kirkjur byggðar fyrir 1918. Austurglugginn bað Hilmar Sigurjónsson, formann sóknarnefndar á Eskifirði
og Magnús Skúlason, forstöðumann Húsafriðunarnefndar ríkisins, um að útskýra sína afstöðu.
hólmi og á Blönduósi. Málin hafa
verið leyst farsællega þar t.d. var
stofnað áhugamannafélag í Stykk-
ishólmi um varðveislu kirkjunnar
og þar mun hún fá að vera áfram.
Ekki má gleyma því að þessar
kirkjur hafa enn þá hlutverk. Þarna
geta verið alls kyns minniháttar at-
hafnir, t.d. vill fólk oft gifta sig í
svona kirkjum og í kirkjunni á
Eskifirði er fínt pípuorgel sem gæti
nýst við tónleikahald.“
Magnús Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Húsafrið-
unarnefndar ríkisins:
„Kirkjan er meira en hundrað ára
gömul og við teljum það óhæfu að
varðveita ekki svona hús og mér
finnst einkennilegt að fólki skuli
detta það í hug að fjarlægja hana
því hún er alls ekki ónýt. Hörður
Ágústsson gerði húsakönnun árið
1980 á Eskifriði. Hann mat svæðið
þar sem kirkjan stendur og þar í
kring mikils og talaði um að þetta
væri einhvers konar Grjótaþorp
Eskifjarðar. Þarna er ákveðinn
kjarni og kirkjan er ómissandi hluti
af þessum kjarna, bæði sem kenni-
leiti en hefur jafnframt varðveislu-
gildi í byggingarsögulegu tilliti en
Hörður talaði um að kirkjan á Eski-
firði væri glæsilegt dæmi um
“turngerð yngri”. Auðvitað veit ég
að þetta kemur til vegna peninga-
leysis en svona vandamál hafa
komið upp víðar t.d. í Stykkis-
Hilmar Sigurjónsson,
formaður sóknarnefndar
á Eskifirði:
„Mikið væri nú gaman að friða
allt gamalt. Ég finn alltaf meira og
meira til þess eftir því sem ég eld-
ist meira. En er yfir höfuð einhver
skynsemi í því að friða bara vegna
aldurs? Þannig má spyrja þegar
mönnum er ljóst að um 200 ís-
lenskar kirkjur eru friðaðar vegna
aldurs. Sumar eru án safnaða en
friðaðar samt. Víst kunna að liggja
ýmis önnur rök en hár aldur fyrir
friðuninni í mörgum tilfellum svo
sem eins og að þær séu taldar hafa
listrænt gildi eða byggingarsögu-
legt. En hvað þá með byggingar
sem ekki hafa slíkan stimpil?
Gamla kirkjan okkar er að vísu
gömul. En hún er á engan hátt ein-
stök hvað varðar listfræðilega út-
færslu né að hún hafi sérstakt
byggingarsögulegt gildi. Er þá á-
stæða til að hanga á friðun hennar?
Að vísu hefur hún verið órjúfan-
legur hluti af menningu bæjarins
þau 100 ár sem hún þjónaði okkur
en því hlutverki er nú lokið. Við
þurfum ekki nema eina kirkju. Því
viljum við nú kveðja okkar gamla
Guðshús með virðingu og teljum
það betur gert með því að fjar-
lægja það en að endurbyggja fyrir
tugi milljóna og finna því svo eitt-
hvert nýtt hlutverk, bara af því það
er orðið gamalt.“
Deilt er um hvort rífa eigi gömlu kirkjuna á Eskifirði. Þar takast á sjónarmið Sókn-
arnefndar Eskifjarðar sem vill láta rífa hana og Húsafriðunarnefndar rikisins sem
vill það ekki. Myndir: Helgi Garðars
Fjarðabyggð
samþykkir regl-
ur um úthlutun
byggðakvóta
Á fundi bæjarstjórnar Fjarða-
byggðar þann 13.nóvember síð-
astliðinn voru samþykktar regl-
ur um úthlutun svokallaðs „ráð-
herrakvóta”, byggðakvóta sem
kom í hlut Fjarðabyggðar alls 70
tonn. Reglurnar höfðu áður ver-
ið samþykktar af sjávarútvegs-
ráðuneytinu. Samkvæmt þeim
er hámark úthlutunar á hvert
skip 10 tonn og ákvæði um að
afla skuli landað í sveitarfélag-
inu. Tonnin 70 verða því auglýst
laus til umsóknar á næstunni út-
frá fyrirliggjandi reglum.