Austurglugginn - 20.11.2003, Blaðsíða 6
6
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 20. nóvember
Austur»glugginn
www.austurglugginn.is
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf.
Umbrot & prentun: Héraðsprent
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Jón Knútur Ásmundsson 477 1750 - 895 9982 - jonknutur@agl.is
Biaðamaður:
Helgi Seljan 477 1755 - 849 7386 - helgi@agl.is
Framkvæmdastjóri 8i auglýsingastjóri:
Erla Traustadóttir 477 1571 - augl@austurglugginn.is
Auglýsingasími: 477 1571 - Fax 477 1756
Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga.
Póstfang: Hafnarbraut 4, 740 Fjarðabyggð
Sími 477 1755 - 477 1750 - frett@austurglugginn.is
AÐSt GREINAR
Austurglugginn birtir aðsendar greinar. Greinarnar eiga
að vera á bilinu 400 - 500 orð. Greinarnar skal senda
á netfangið jonknutur@agl.is ásamt mynd af höfundi.
Austurglugginn áskilur sér rétt til að velja og hafna og stytta greinar.
Pælingar um
bæjarskipulag
Fyrir nokkru vakti athygli mína
vel unnin og tölvugerð mynd með
dagblaðsfrétt um fyrirhugaða
byggingu nokkurra fj ölbýlishúsa,
svo nefndra punkthúsa, á Reyðar-
firði. Að því tilefni er ástæða til
þess að velta fyrir sér þeirri bæjar-
mynd og umhverfi sem slík hús
mynda.
Bæjarmyndin verður til úr sam-
spili bygginga bæjarins og þeirra
rýma sem húsin mynda sín í milli,
götum, torgum og görðum. í hefð-
bundnum evrópskum kaupstað er
þétt byggð og skýr bæjarmynd.
Hús standa við götur þannig að
hver íbúð snýr annars vegar að
garði og hins vegar að götu. Bíla-
stæðum er komið fyrir í og við
húsagötur og ef byggðin er þétt
einnig í bílakjöllurum undir hús-
um og görðum. Skýr greinarmun-
ur er á almennum rýmum, götum,
torgum og almennum útivistar-
svæðum annars vegar og húsa-
görðunum hins vegar. Bærinn um-
lykur og skýlir. Gatan þjónar á-
kveðnu félagslegu hlutverki í bæj-
arlífinu og bindur saman ólíkar
byggingar bæjarins eða hverfisins
í eina heild.
Andhverfa hins hefðbundna,
evrópska bæjar er nútímaborgin
með úthverfum sínum, bílaborgin
og jaðarborgin, þ.e. hinn
„móderníski” eða „fúnksjónalíski”
bær eða borg sem skipulagður er
með flokkun og aðgreiningu allra
hluta í huga. Einkenni nútíma-
borgarinnar er hin opna bæjar-
mynd sem hvergi myndar rými,
hvorki göturými, torg né garð-
rými. Húsin standa stök á bíla-
stæðum án samhengis við aðrar
byggingar. í hinni opnu bæjar-
mynd eignast íbúamir engin „yfir-
ráðasvæði” og eiga enga hlutdeild
í umhverfinu. Leiðin milli húsa
liggur yfir bílastæði. Almenn
svæði og garðar flæða saman í eitt
allsherjar einskismannsland, ill-
nýtanlegt og óvistlegt. Skipulag af
þessu tagi, t.d. með punkhúsa-
þyrpingum, hefur skilað okkur ó-
hagkvæmu og ljótu bæjarum-
hverfi. Það er auðvelt að búa til
ljótan bæ úr fallegum húsum
vegna þess að bæjarmyndin verður
til úr rýminu sem húsin mynda sín
í milli.
Þessi skipulagsðferð hefur mót-
að íslenska kaupstaði undanfarna
fjóra áramgi og unnið á þeim ó-
mældan skaða. Hátindi hefur hún
náð í nýjustu hverfum höfuðborg-
arsvæðisins þar sem ótrúlega mik-
ið byggingarmagn hefur risið án
þess að nokkurs staðar votti fyrir
bæjarmynd eða borgarumhverfi.
Asókn okkar í að byggja punkt-
húsaþyrpingar er illskiljanleg
nema út frá hreinræktuðum
skammtímasjónarmiðum þar sem
einblínt er á einföldun fram-
kvæmdarinnar í stað þess að líta til
þess umhverfis sem byggingamar
mynda.
A sama tíma hefur bæjarmyndin
aftur verið kynnt til sögunnar í
hinum svo nefndu „bryggjuhverf-
um”. Bæjarmynd með götum,
torgum og görðum. Bryggjuhverfi
hafa eiginlega ekkert með bryggj-
ur og hafnir að gera - þau eru ekki
hafnsækin starfsemi. Hins vegar
eru þau ákveðin markaðssetning
bæjarumhverfisins og sönnun þess
að mögulegt er að byggja bæ og
borg með einkennum og eiginleik-
um bæjar og borgar - jafnvel í dag
sem fyrr á öldum og á fyrri hluta
20. aldar.
I þessu ljósi er ástæða til að
staldra við áður en haldið verður
áfram með byggingar sem bæta
engu jákvæðu við bæjarmynd og
umhverfi bæjarins, hversu fallegar
og góðar sem þær annars kunna að
vera. Sameiginlegt markmið metn-
aðarfullra byggjenda og framsæk-
ins bæjarfélags ætti að vera að
byggja og móta fallegt og vistlegt
bæjarumhverfi sem gerir bæinn
betri að búa í og velja til þess hæf-
andi húsagerðir og skipulag sem
líklegt er til árangurs í því sam-
hengi.
Eftir Arna Olafsson,
arkitekt á Akureyri.
PALLBORÐ
Málverkiö seni breyttist
MaiverKi eins: Nokkur hus,
Eldhúsglugginn i ^T^fUanus. ^
einstaka bill. °9 sea fékk a6 hanga uppi neon
huggulegt málverk - ef \vetur för þó málverkrð að bnytast og^ny
SsPkiítiÚtsmelltinsérn;pP milli í^lfarið
tófu menn'ríoft'byggingarkrana Íandslagið
:sLT.“.*Si.Sr.í”f«eS»
ábyrgð eftir þvi.
Svo legg ég saltið byrgir
gluggaþvottafyrrrtækr og aukr pa
sýn. 1 \ /
(
r
Hugleiðingar um
skipulagsmál
Oft hef ég velt því fyrir mér
hvaða áhrif gamla húsnæðismála-
stjórnarkerfið hefur haft á útlit bæja
og þorpa víða um land. A tímabili
var bygging ákveðinnar tegunda
blokka eini kostur sveitarfélaganna
til þess að byggja ódýrt húsnæði.
Þessar úthlutunarreglur húsnæðis-
málastjórnar hentuðu etv. ágætlega
inn í skipulag stærri bæja en áttu
engan veginn heima í skipulagi
minni staða. Eftir á að hyggja hefði
verið ákjósanlegra að byggð hefðu
verið lítil raðhús eða parhús eins og
síðar varð, húnæði sem fólk sóttist
eftir til varanlegar búsetu, hús sem
féllu betur að landi og þeirri byggð
sem fyrir var. Blokkin undir Meln-
um á Reyðarfirði er hins vegar dæmi
um svokallaða húsnæðismálastjórn-
arblokk.
í hvernig umhverfi
viljum við búa ?
Nú hefur bæjarstjórn Fjarða-
byggðar samþykkt að auglýsa nýtt
deiliskipulag í Oddnýjarhæð þar
sem gert er ráð fyrir Qórum 7
hæða blokkum (Lundur Fjarða-
byggðar) .Hvað er það sem fær
okkur til þess að halda það að þess-
ar blokkir verði vænlegri búsetu-
kostur til framtíðar en blokkin und-
ir Melnum? Hversu oft ætli hafi
verið horft á þá blokk á undan-
fornum árum og sagt „þetta var
frábært framtak og gott skipulag ?”
Þessar blokkir munu koma til með
að vera mjög framandi í bæjar-
myndinni á Reyðarfirði þar sem flest
hús eru 1-2 hæða hús, þær munu
virka sem einsleitur veggur norðan
byggðarinnar við Sunnugerði. í
skipulagi hefur margsinnis verið
sýnt fram á það að með því að
byggja þétta randbyggð má ná upp
sömu nýtingu á landi eins og þegar
byggt er upp í loftið.
Lóðir við há fjölbýlishús rúma
sjaldnast meira en bílastæði og eru
lítið til þess fallnar að skapa aðlað-
andi og manneskjulegt umhverfi
bæði fyrir böm og fullorðna auk
þess sem þær magna vindstrengi og
varpa skugga á umhvefi sitt. Rým-
ismyndun við götu er lítil eða engin
og í stað þess að búa í húsi sem
stendur við götu og garð, býr fólk í
húsi sem stendur við bílastæði.
Er þetta framtíðarsýnin?
I Oddnýjarhæð er verið að gera
ráð fyrir fjórum jafnháum, 7 hæða
blokkum, alls 104 íbúðir, sem í dag
mundu rúma tæplega helming allra
Reyðfirðinga. Austasta blokkin
trónir í u.þ.b. 20m hæð yfir gömlu
rafstöðinni sem fellur svo vel að um-
hverfi sínu. Ibúðir aldraða við
Sunnugerði eru í um 40m fjarlægð
frá fyrirhugaðri blokk við Melgerði
13. Hæðarmunur milli þessa tveggja
húsa er um 16.5 metrar þ.e. 6 hæðir
. Þessar blokkir eru í engu samræmi
við aðliggjandi byggð eða þá byggð
sem fyrirhuguð er.
Ég velti því fyrir mér hvort ekki
hefði verið hægt að aðlaga þessa
nýju blokkarbyggð betur að um-
hverfinu með því að byggja þarna
lægri blokkir þar sem leitast hefði
verið við að mynda skjólgóð úti-
svæði fyrir þá sem þarna munu búa?
Eða er þetta sú framtíðarsýn sem
við höfum að í 1000-3000 manna
bæjarfélögum muni helmingur allra
íbúa verði búsettur í „háum” blokk-
um. Fram að þessu hefur það einmitt
verið kosturinn við smærri sveitarfé-
lög að þar hafa menn haft möguleika
á að búa meira prívat og í betri
tengslum við sitt nánast umhverfi í
samanburði við stærri sveitarfélög.
Hverra hagsmuna
er gætt ?
Ég velti því fyrir mér fyrir hverja
er verið að byggja og hverra hags-
muna er verið að gæta? Er verið að
hugsa um hag þeirra sem búa á
svæðinu eða eru það önnur sjónamið
sem ráða hvernig byggt er? Eða er
ffamkvæmdaþorstinn orðinn slíkur
að við segjum bara já takk við því
sem er í boði? eða er það bara
“blokkar og háhýsasyndromið” sem
hrjáir sveitastjórnir landsins þessa
dagana sem veldur þessu, nema það
sé í raun og veru verktakamir og þá
önnur sjónarmið sem ráði för og
stýri þannig skipulagi borga og
bæja?
Skipulag umhverfis og byggðar í
hverju sveitarfélagi fyrir sig móta
viðhorf almennings til svæðisins í
heild og hefur áhrif á ímynd þess
langt inn í framtíðina.
Við verðum að gera okkur grein
fyrir þvi að það sem byggt er upp úr
jörðinni er oftast nær komið til að
vera. Ég tel það vera nauðsynlegt að
menn hugi vel að skipulagsmálum,
sérstaklega á þeim uppgangstímum
sem framundan eru á Austurlandi.
Ég hvet fólk til þess að hugleiða það
hvernig það vill sjá bæinn sinn
byggjast upp og hvaða framtíðarsýn
höfum við almennt fyrir byggð í
þessu landi.
Eftir Aðalheiði E. Kristjánsdóttur
Landslagsarkitekt FÍLA