Austurglugginn - 20.11.2003, Blaðsíða 8
8
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 20. nóvember
VIÐTALIÐ
Stjómarformaður Tanga í viðtali við Austurgluggann.
Vopnfirðingar hafa nú endurheimt meirihluta í langstœrsta fyrirtæki bæjarins
Tanga hf. í viðtali við Austurgluggann segir Ólafur Ármannsson, stjómarformaður
Tanga, frá aðdraganda þess að heimamenn á Vopnafirði misstu yfirráð yfir fyrirtæk-
inu, því sem hann hefur sjálfur nefnt „óvinveitta yfirtöku Eskju” og viðskipti hans
við fynum framkvœmdastjóra Tanga.
Vopnfirðingar gengu endanlega frá kaupum sínum á meiri-
hluta bréfa í Tanga þann í.nóvember síðastliðinn eftir að
hafa misst meirihlutann til Hraðfrystihúss Eskifjarðar sem
fyrir rúmu ári keypti sig inn í íyrirtækið við lítinn fögnuð
Vopnfirðinga. Þá óttuðust heimamenn mjög um störf bæjar-
búa, sem að stórum hluta hafa á einn eða annan hátt at-
vinnu af fyrirtækinu. Kaupverðið sem heimamenn greiddu
var tæpur milljarður króna en upp í kaupverðið gekk loðnu-
kvóti sem Eskja fékk sem greiðslu að andvirði 200 milljóna.
En sagan er ekki nema hálf sögð: Að baki eru kaupin, en nú
horfa heimamenn á Vopnafirði fram á rekstur fyrirtækisins
sem hefur misst talsverðan kvóta og er skuldugt eftir erfiða
fjármögnun bréfanna undanfarna mánuði.
“Hófst með samruna við Sjólaver”
Forsagan að kaupum Eskju hf. (þá Hraðfrystihúss Eskifjarð-
ar) á hlutum í Tanga má rekja til samruna Tanga og fyrirtæk-
isins Sjólavers ehf. í Hafnarfirði sem átti sér stað seinni hluta
árs 2001. „A þessum tíma voru miklir erfiðleikar í rekstrin-
um og að okkar mati tvennt í stöðunni; annars vegar að selja
frá sér skip og kvóta eða hins vegar að fá inn nýja eignarað-
ila til þess m.a. að auka kvótastöðu fyrirtækisins,” segir Olaf-
ur Ármannsson, stjórnarformaður Tanga og einn fjárfesta
sem tóku þátt í hlutafjársöfnuninni á dögunum. Við sam-
runann eignuðust þáverandi eigendur Sjólavers í Hafnafirði,
um það bil þrjátíu prósenta hlut í 'langa auk þess sem kvóti
Sjólavers sem var í kringum 1800 tonn fluttist til Vopnafjarð-
ar. Ennfremur var hlutafé Tanga aukið um 100 milljónir
sem Vopnafjarðarhreppur keypti. „Með þessari aðgerð tókst
að auka kvótaeign fyrirtækisins verulega og sfyrkja þannig
rekstur félagsins sem hafði verið erfiður. Við gerðum okkur
alltaf grein fyrir því að með þessum samruna værum við að
taka töluverða áhættu, en reynt var að lágmarka hana með
hlutafjáraukningunni.”
„Loforð um forkaupsrétt svikið”
Hann segir að eftir samrunaferlið við Sjólaver hafi verið frá-
gengið hafi verið handsalað samkomulag við Guðmund
Jónsson, einn eiganda Sjólavers, um að ef til þess kæmi að
Sjólaversfjölskyldan seldi alla hluti sína í Tanga h/f þá hefðu
Vopnfirðingar forkaupsrétt á hlut Guðmundar/’Hugmyndin
um samrunan var komin frá mér og hana seldi ég ráða-
mönnum hér heima Okkur var því verulega brugðið þegar
þetta munnlega samkomulag var svikið, og Guðmundur
seldi hlut sinn, þrátt fyrir gefin loforð. Lengi vel var það
þannig að Guðmundur ætlaði að standa við þetta loforð sem
hann gaf, það skýrir að hluta til hvers vegna Eskja náði ekki
að ganga frá kaupunum á hlut Sjólvers-fjölskyldunnar í
einu,” segir Ólafur og vitnar þar í þann tíma sem leið frá því
Eskja hf. tilkynnti um kaup á rúmlega 40 % hlut sínum þar
til samningur um kaup á hlut Guðmundar var tilkynntur
Kauphöll Islands. „Þarna sveik Guðmundur þetta loforð
sem hann viðurkenndi í votta viðurvist að hafa gefið okkur.”
11. SEPTEMBER
Þann 11. september 2002 eða tæpu ári eftir samruna Tanga
og Sjólavers undir nafni Tanga hf. barst svo Vopnfirðingum
tilkynning um að Eskja hf. hefði gengið frá kaupum á
47,48% hlut í Tanga hf. „Ég var staddur á sjávarútvegssýn-
ingu suður í Reykjavík þegar mér bárust þessi.tíðindi og ég
hef átt skemmtilegri daga í Reykjavík en þá,” segir Ólafur.
Hann segist ekkert hafa haft á móti því að Eskja kæmi inn í
félagið en ekki á þeim forsendum sem hann telur Eskju hafa
gert það á. „Fjölskylda Aðalsteins Jónssonar hafði áður fyrr
verið þátttakandi í atvinnulífi hér á Vopnafirði og það hefði
í sjálfu sér átt að vera fagnaðarefni að fá Eskju að rekstrinum
ef það hefði verið gert á öðrum forsendum.” Stjórnarformað-
urinn fullyrðir að fyrir forsvarsmönnum Eskju hafi ekki vak-
að annað í upphafi en sameining fyrirtækjanna og hagræða
í starfsemi á þann hátt að leggja niður starfsemi Tanga á
Vopnafirði að stærstum hluta. „Það verð sem greitt var fyrir
fyrirtækið var mjög hátt og virtist því eina leiðin til þess að
fjárfestingin bæri sig að sameina fyrirtækin og draga úr um-
svifum á öðrum staðnum,” segir Ólafur.
„Umræðan um kvótann
í AÐDRAGANDA KOSNINGA HAFÐI AhRIF”
Á fundi sem haldinn var í kjölfar kaupanna með forsvars-
mönnum Eskju og sveitarstjórnarmönnum á Vopnafirði
voru reifaðar hugmyndir varðandi samstarf fyrirtækjanna og
eflingu starfseminnar á Vopnafirði. Á því ári sem leið eftir að
Eskja náði meirihluta í félaginu segir Ólafur að lítið sam-
starf hafi verið á milli fyrirtækjanna og samvinna lítil sem
engin þrátt fyrir óskir Vopnfirðinga þar um. Hann segist full-
viss um að umræðan um sjávarútvegsmál - og þá ekki síst
kvóta og framsal hans - fyrir alþingiskosningarnar hafi haft
sitt að segja um þróun mála á Vopnafirði og þá ákvörðun
Eskju að selja bréfin aftur til Vopnfirðinga. „Það var í burð-
arliðnum að loka verksmiðjunni hér, selja Sunnuberg og
færa kvótann á milli fyrirtækjanna, það er ég viss um,” segir
Ólafur og bætir við: „Þeir brutu ekki á okkur lagalega á
neinn hátt. Þetta er að mínu mati fremur spurning um sið-
ferði hvernig hlutirnir hafa þróast hér. Löglegt en siðlaust
eins og frægur maður sagði eitt sinn.”
Starfslok fyrrum framkvæmdastjóra
Ólafur segir farir Vopnfirðinga í viðskiptum þeirra við fyrr-
um framkvæmdastjóra Tanga heldur ekki sléttar. “Það var
snemma Ijóst þegar Eskja fékk ráðandi hlut í Tanga að ekki
var traust milli þáverandi framkvæmdastjóra félagsins (Frið-
riks Mars Guðmundssonar, innsk.blm.) og forsvarsmanna
Eskju og því ljóst að hann mundi víkja þar sem við Vopnfirð-
ingar vorum komnir í minnihluta í fyrirtækinu,” segir Ólaf-
ur. „Ég gekk fram fyrir skjöldu með því að bjóða honum veg-
legan starfslokasamning enda hafði hann þá starfað hjá fyr-
irtækinu í 13 ár og gegnt því starfi vel.” Olafur vildi ekki
greina frá því hversu hár starfslokasamningurinn var en kvað
hann hafa verið veglegan og fulla sátt um hann milli beggja
aðila.
Tekjumissir í kjölfar starfsloka
framkvæmdastjóra
„í framhaldinu urðum við ásáttir um að hann myndi aðstoða
okkur við að tryggja hér áframhaldandi viðskipti okkar og
þeirra færeysku skipa sem hér höfðu landað afla. Þessu var
hann samþykkur og bauðst til að aðstoða okkur við að festa
þessi viðskipti enn frekar í sessi hér á Vopnafirði. Það var
okkur því mikið áfall þegar það kom á daginn að á sama
tíma og verið var að gera við hann starfslokasamning þá var
hann líklegast búinn að semja við annað fyrirtæki sem er í
beinni samkeppni við okkur um þessi viðskipti færeysku
skipanna.” Fyrirtækið sem Ólafur nefnir er Loðnuvinnslan
hf á Fáskrúðsfirði. En síðan þessi samningur var gerður hef-
ur Fáskrúðsfjörður verið ein stærsta löndunarhöfn erlendra
skipa á Austurlandi þar munar miklu um landanir færeyskra
uppsjávarveiðiskipa. „Ef Friðrik Mar Guðmundsson ætlaði
að nota þetta til að hefna sín á forsvarsmönnum Eskju þá
hefur það mistekist hrapalega því þolendurnir eru fyrrum
vinir hans á Vopnafirði, þetta er sorgleg niðurstaða ” segir
Ólafur.
„Samstaða bæjarbúa gerði gæfumuninn”
„Þó við Vopnfirðingar höfum verið brennd af viðskiptum
okkar við Sjólaver á sínum tíma, og þeim svikum á munn-
legum samningum sem þar voru gerðir, þá má forstjóri
Eskju eiga það að hann hélt það loforð sem hann gaf okkur
um að gefa Vopnfirðingum tækifæri til að kaupa fyrirtækið
til baka,” segir Ólafur sem telur tímann sem Eskja gaf Vopn-
firðingum til kaupann ekki hafa getað gengið nema með
samstilltu átaki „Sá stutti tími sem við fengum til að kaupa
bréf Eskju til baka rétt um þrír mánuðir hefði aldrei dugað
nema til hefði komið samstillt átak sveitarstjórnarinnar, og
Vopnfirðinga almennt, um kaupin.” Hann segir að Vopn-
firðingar hafi strax og ljóst varð að þeir höfðu tækifæri til að
kaupa til baka meirihluta fyrirtækisins ákveðið að safna sam-
an hlutafé og nærri lætur að þriðji hver Vopnfirðingur hafi
lagt hlutafjársöfnuninni lið auk þess sem fyrirtæki og sveitar-
stjórn hafi einhent sér í að ná að fjármagna kaupin með að-
stoð nýrra fjárfesta og lánastofnana innan tilskilins tíma.
„Fólkið hér á Vopnafirði stóð einfaldlega saman og því var
þetta lrægt. Við sem unnum að framgangi málsins viljum
sérstaklega þakka fyrir þann mikla stuðning sem við fengum
við frá íbúum sveitarfélagsins.” Ólafur segir björninn þó
hvergi nærri unninn. „Nú bíða okkar erfið verkefni þar sem
við stöndum eftir kvótaminni í kjölfarið og með erfiða
skuldastöðu en við gefumst ekki upp” segir Ólafur Ármann-
son,“ stjórnarformaður Tanga hf, að lokum.
helgi@agl.is