Austurglugginn - 20.11.2003, Page 11
Spurning
vikunnar
Fimmtudagur 20. nóvember
AUSTUR • GLUGGINN
11
Ætlarðu að lesa
bókina hennar
Lindu Pé?
Spurt á æskuslóðum Lindu
- Vopnafirði
Adam Snær Atlason
Það held ég ekki, sé til.
Ómar Eyjólfsson
Nei.
G uðmundur
Friðbjarnarson
Það stórefast ég um.
GuðniÞórJónsson
Veit það ekki - er ekki
vanur að lesa mikið.
Gunnar Smári
Guðmundsson
Að sjálfsögðu geri ég það.
MANNLIFIÐ
Linda Pé heim-
sækir Vopna-
fjörð
-Kynnti bók sína fyrir fullu húsi
á æskuslóðunum
Linda Pétursdóttir kynnti bók
sína og Reynis Traustasonar „Ljós
og Skugga” á Vopnafirði síðastlið-
inn föstudag. En að sögn ákvað
Linda sem í mörg ár bjó á Vopna-
firði að byrja kynningu sína á bók-
inni þar. Linda heimsótti auk þess
skólann á staðnum, elliheimilið og
frystihús Tanga og var hvarvetna
vel tekið. Um kvöldið las hún svo
upp úr bók sinni á Gistiheimili
Vopnaíjarðar auk þess sem hún á-
ritaði þar bókina. Austurglugginn
var á staðnum og náði þessum
myndum af Lindu í faðmi sveit-
unga sinna sem hún hafði marga
hverja ekki séð síðan hún flutti al-
farin til Reykjavíkur um það leyti
sem hún var valinn alheimsfegurð-
ardrottning.
„Siggi Kross" tók lagið ásamt félaga
sínum Gunnari Guðmundssyni í tilefni
dagsins. Linda segir frá því I bók sinni
hvernig hún var nærri lent í klóm
mannræningja í El Salvador meðan
hún skoðaði heiminn sem fegurðar-
drottning. Hún segist hafa vaknað upp
af værum svefni við skothvelli utan við
hótel sitt I höfuðborginni San Salvador
þar sem hana dreymdi að hún væri á
Hofsballi og hljómsveit “Sigga Kross"
lék fyrir dansi.
Linda les upp úr bók sinni fyrir fullum
sal á Vopnafirði. Hún sagði við byrjun
lesturs að ef einhverjum þætti hún
ekki lesa nógu hátt eða skýrt skyldi sá
hinn sami eiga það við „Alla" þvi hann
hefði kennt henni að lesa. Þar átti
Linda við núverandi skólastjóra Vopn-
firðinga og gamlan kennara Lindu,
Aðalbjörn Björnsson.
Leiðarhöfn
við Vopnafjörð
Þessi litla og fallega vík utan við
þorpið á Vopnafirði er staður vik-
unnar að þessu sinni. Víkin sem
stendur þarna við bæinn Leiðar-
höfn er eins og manngerð höfn þó
eins sé víst að aldrei hafi hendur
mannanna að henni komið. Lítið
sjóhús stendur þarna á brúninni og
er engu líkara en það hangi á lyg-
inni þó eflaust sé festan góð enda
húsið staðið þar lengi. Rétt utan
við Leiðarhöfn er svo Leiðarhafn-
arviti sem hefur svo sannarlega
reynst sjófarendum betri en enginn
við innsiglinguna inn til Vopna-
fjarðar. Þessi fallegi staður er að
mati ljósmyndara eitt best geymda
leyndarmál Austurlands og sýnir
okkur að það er fleiri matur í
skilningi náttúruperlna en hið feita
kjöt Snæfellsins.
Nýr Austfirðingur
Þessi litli drengur fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu i Neskaupstað 7. nóvember sl.
Hann vó 9 merkur og var 48 cm. að lengd. Foreldrar hans heita Linda Viðarsdótt-
ir og Ingþór Guðjónsson. Fjölskyldan er búsett á Stöðvarfirði.
Blaðamaður-
inn á barnum
Skemmtanalífið tók kipp í
Fjarðabyggð um helgina þegar nýr
skemmtistaður var opnaður á
Reyðarfirði. Staðurinn heitir Zalza
og það er enginn annar en Kristján
J. Kristjánsson sem rekur staðinn
en hann er eins og kunnugt er rit-
stjóri fréttavefsins Local.is og hef-
ur verið viðloðandi fjölmiðla und-
anfarin ár.
Þegar blaðamaður Austurglugg-
ans heimsótti Kristján, eða Kidda
eins og hann er yfirleitt kallaður,
var hann upptekinn við undirbúa
fyrsta kvöldið. Flann segist ætla að
reka lifandi skemmtistað sem í
framtíðinni mun verða eins konar
menningarmiðstöð í Fjarðabyggð
þar sem ýmiss konar menningar-
viðburðir verða í boði allt frá hefð-
bundnum dansleikjum til hámenn-
ingarlegrar myndverkasýninga.
í swa* aaapipppii
Kiddi fyllir fyrsta bjórglasið.