Austurglugginn - 15.01.2004, Síða 5
Fimmtudagur 15. janúar
AUSTUR • GLUGGINN
5
UTSALA -UTSALA - UTSALA
ÚTSALA HEFST FIMMTUDACINN 15. JANÚAR
B©%-7©
0/
/O
AFSLATTUR AF MORGUM VORUM.
EINNIG VERÐUR 10% AFSL. AF ÖÐRUM VÖRUM .
r r
Komið og gerið góð kaup
SUNBUÐIN
FJAROASPORT
Neskaupstað. S: 477 1 1 33
Cr°ss C0? purnn^ Casau
66*N mm, Be Zo W' OZON
Austurbyggð
Hafnargötu 12
750 Fáskrúðsfirði
AUSTURBYGGÐ AUGLÝSIR
BYGGÐAKVÓTI LAUSTIL UMSÓKNAR
Austurbyggb auglýsir 40,1 þorskígildistonna byggðakvóta lausan til umsóknar, skv. reglugerð
596/2003 og reglum sem Austurbyggð hefur sett um úthlutun hans sem eru eftirfarandi:
1. Uthlutuðum aflaheimildum verður skipt milli þeirra skipa sem skráð hafa verið með heimahöfn
í Austurbyggð fiskveiðiárið 2002-2003. Einnig eiga skip rétt á úthlutun ef eigendur þeirra
hafa átt lögheimili og starfsstöð í Austurbyggð á sama tíma. Eingöngu aflamarksskip undir
100 brt. og krókaaflamarksbátar koma til greina við úthlutun byggðakvótans.
2. Byggðakvóta skal skipta jafnt milli þeirra fiskiskipa sem til greina koma.
3. Skilyrði fyrir úthlutun er að útgerð skips skuldbindi sig til að landa til vinnslu í Austurbyggð
þeim afla sem úthlutað verður skv. þessum reglum. Jafnframt skuldbindi hún sig til að landa
til vinnslu á staðnum þreföldu því magni sem hún fær úthlutað. í lok fiskveiðiárs skal
viðkomandi skila staðfestingu frá vinnslu um að tilskilið magn hafi borist henni.
4. Verði útgerð sem úthlutað er samkvæmt þessum reglum uppvís að því að virða ekki þau
skilyrði sem sett eru varðandi vinnslu afla í sveitarfélaginu fyrirgerir hún rétti sínum til
hugsanlegrar úthlutunar á næsta ári.
Hættum að
draga í
Staðfest gögn um það sem fram kemur í reglunum þurfa að fylgja umsóknum. Umsóknum skal
skilað á skrifstofu Austurbyggðar eigi síðar en 31. janúar 2004.
Sveitarstjóri
Norðfirðingar
Takið fram trogin
Hið árlega kommablót verður haldið
laugardaginn 31. jan. nk. í Egilsbúð.
Blótshald verður samkvæmt hefðum.
- Stjórn ABN
Að létta öðrum byrðarnar
„Davíð Oddsson er meira helvít-
is fíflið”, heyrði ég mann segja á
kaffihúsi um daginn. Maðurinn
var að ræða einhverja nýlega yfir-
lýsingu leiðtogans og honum var
greinilega heitt í hamsi því hann
roðnaði í framan af heilagri vand-
lætingu og augun þrýstust út í tótt-
irnar. Viðmælandi hans kinkaði
sposkur kolli og tók undir. Ég fór
hins vegar að hugsa.
Hvað vissu þessir menn um
Davíð Oddsson? Þekkja þeir hann
persónulega? Ég leyfi mér að efast
stórlega um það. Þeir voru hins
vegar að stunda ástsælustu þjóðar-
íþrótt okkar Islendinga- skóníð.
Við elskum nefnilega að draga
fólk í dilka, flokka það og eyrna-
merkja og kveða svo upp sleggju-
dóma um greind, smekk, persónu-
leika og skoðanir. Og við flokkum
ekki bara þá sem prýða forsíður
blaðanna, heldur flesta sem við
hittum eða eigum samskipti við. í
hvert sinn sem við hittum einhvern
beitum við þessari þrautþjálfuðu
flokkunartækni á nokkrum sek-
úndum og skellum viðkomandi í
viðeigandi flokk, eyrnamerktum
og skilgreindum. Þetta sparar okk-
ur vinnu við að mynda okkur
skoðanir á nýju fólki sem byggjast
á raunverulegri viðkynningu. Þetta
gefur okkur líka pottþétt umræðu-
efni þar sem við getum óskapast
yfir helvítis lögfræðingunum,
stjórnmálamönnunum, gróða-
pungunum......
En það er ekki skrítið að við
beitum þessari fljótlegu og þægi-
legu flokkunaraðferð jafn mikið
og raun ber vitni. Við erum nátt-
úrulega markvisst flokkuð og skil-
greind af markaðsspekingum,
grúppuð saman í markhópa til að
einfalda markaðssetningu á vör-
um, þjónustu eða afþreyingu. Nið-
urstaðan er ákveðin tvivíð mann-
gerð sem er fulltrúi þeirrar hug-
myndar sem verið er að selja.
Þessum tvívíðu manngerðum, eða
dúkkulisum, er allsstaðar veifað
framan í okkur til að segja okkur
hvernig við eigum að vera eða
hvernig aðrir eru. Við búum flokk-
unarsíurnar nefnilega ekki til út frá
dilka!
eigin reynslu af fólki, heldur fáum
við þær að miklu leyti tilbúnar úr
Qölmiðlum.
Sannleikurinn er hins vegar sá
að við erum öll margbrotin og
ólík. ALLIR eru einstakir. Þetta er
ekki bara einhver væmin klisja
heldur sannleikur. Yfirleitt
komumst við að því þegar við
kynnumst fólki að það er allt öðru-
vísi en við héldum. Við þekkjum
ekki Davíð Oddsson, Fjölni Þor-
geirsson og Völu Matt. Mörg okk-
ar hafa hins vegar sterkar skoðanir
á þessu fólki byggðar á þeirri
dúkkulísumynd sem við fáum af
því í DV og Séðu og Heyrðu. Það
sama á við um aðra samborgara
okkar. Við myndum okkur skoðan-
ir á þeim sem byggjast á kjaftasög-
um, sleggjudómum og fordómum.
Mitt áramótaheit er að hætta að
smala og halda réttir í huganum.
Ég vil reyna að taka fólki eins og
það er. Við erum öll svo margbrot-
in og flókin. Maður missir af svo
miklu ef maður gerir alla að
dúkkulísum. Heimurinn er fullur
af prófessorum sem horfa á fót-
bolta, bifvélavirkjum sem fíla
Laxness, verkamönnum sem yrkja
ljóð og prestum sem bölva í hljóði.
Ég held að lífið yrði miklu
skemmtilegra ef maður gerði sér
fulla grein fyrir þessu og hætti að
þykjast þekkja alla. Ég a.m.k. tel
að það sé hollt að fjarlægja bjálk-
ann úr eigin auga áður en maður
kastar fyrsta steininum...uhhh-
hhh.....eða þannig.
Eftir Sigurð Ólafsson,
félagsfrœðing
Þessi orð koma mér í hug þeg-
ar Helgi Seljan fyrrum alþingis-
maður stendur á sjötugu 15. janú-
ar. Hann hefur fengist við fjöl-
margt um dagana, verið kennari
og skólastjóri, bóndi og verka-
lýðsforingi, sveitarstjórnarmaður
og alþingismaður, félagsmála-
garpur af áhuga og atvinnu, bind-
indisfrömuður af lífi og sál, á-
hugaleikari og skemmtikraftur.
Er þá aðeins tæpt á nokkru af
þeim hlutverkum sem þessi eld-
hugi hefur tekist á við um dag-
ana. Hann kom til starfa galvask-
ur með kennarapróf upp á vasann
um tvítugsaldur og festi fljótlega
ráð sitt. Jóhanna Þóroddsdóttir er
lífsförunauturinn og fyllti sjötíu
árin fjórum dögum á undan
bónda sínum ef marka má þjóð-
skrá. Þannig hafa þau verið sam-
stiga í hálfa öld, eignuðust fimm
mannvænleg börn og afkomend-
ur nú fleiri en ég hafi tölu á.
Heimili þeirra á Reyðarfirði stóð
öllum opið og margur sem þess
fékk að njóta.
Best þekki ég til stjórnmála-
mannsins Helga Seljan þar eð við
áttum náið samstarf um áratugi á
Austurlandi og á Alþingi, en
hann raunar kominn á sporið með
Lúðvík Jósepssyni löngu á undan
mér. Fáir hafa náð því í stjórn-
málastarfi eins vel og Helgi að
vera einarður málafylgjumaður
en halda vinfengi og góðu sam-
bandi við pólitíska andstæðinga.
Þessara eiginleika naut hann
meðal annars í forsetastarfi á Al-
þingi og í félagsmálastörfum sín-
um utan þings. Á bak við létta
lund og kímnigáfu býr hugsjóna-
maður sem hefur fylgt þeirri köll-
un að bæta lífið í kringum sig,
beina æskufólki á farsæla braut,
tryggja sem flestum mannsæm-
andi kjör, bóndanum laun erfiðis,
lítilmagnanum réttindi og öryrkj-
anum aðstæður sem sæma vel
stæðu þjóðfélagi.
Eftir sextán ára farsælt starf á
Alþingi kaus Helgi að hverfa til
annarra verka. Hann bað ekki um
vegtyllur en valdi sér sjálfur við-
fangsefni. Það var mikið happ
fyrir Öryrkjabandalagið að fá
hann sem liðsmann, fyrst sem fé-
lagsmálafulltrúa og síðan fram-
kvæmdastjóra. Einnig þar fylgdi
hann vegvisi sínum að freista
þess að létta öðrum byrðarnar.
Það hefur honum sannarlega tek-
ist af fágætri ósérhlífni og þraut-
seigju og því berast nú að honum
hlýir straumar frá mörgum. Við
Kristín sendum þeim hjónum
árnaðaróskir á merkum tímamót-
um.
Eftir Hjörleif Guttormsson.