Austurglugginn


Austurglugginn - 15.01.2004, Qupperneq 7

Austurglugginn - 15.01.2004, Qupperneq 7
Fimmtudagur 15. janúar AUSTUR • GLUGGINN 7 Gettu betur keppnin hefst í dag á Rás 2. Austur- glugginn tók þjálfara austfirsku liðanna tali og ræddi við þá um undirbúninginn en fyrsta „aust- firska" viðureignin erá föstudagskvöldið (annað kvöld) þegar lið Menntaskólans á Egilsstöðum keppir við lið Menntaskólans á Akureyri. Austfirðingar tefla fram þremur liðum að venju. Þetta eru lið Fram- haldsskólans í Austur-Skaftafells- sýslu (FAS), Menntaskólans á Eg- ilsstöðum (ME) og Verkmennta- skóla Austurlands (VA). Andstæð- ingarnir eru engar liðleskjur. ME- ingar etja kappi við Menntaskólann á Akureyri. VA keppir við Mennta- skólann við Sund og FAS mun svo leiða saman hesta sína gegn Menntaskólanum í Kópavogi. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Guðný Svavarsdóttir, bókavörður á Fiöfn í Hornafirði, ætlar að þjálfa lið FAS í ár en þegar Austurglugg- inn hafði samband fyrir síðustu helgi var liðið að koma saman og æfingar að hefjast. Hvernig líst ykkur á fyrstu viður- eignina gegn MK? „Okkur líst vel á það,” segir Guð- ný sjálfsörugg. Hversu oft í viku æfið þið og á hvað leggið þið áherslu? „Við erum nú bara í startholun- um með þjálfunina en við munum æfa stíft þegar nær dregur. Við leggjum mesta áherslu á að æfa hraðaspurningamar og svo munum við fýlgjast vel með fréttum og lesa blöð og hlusta á útvarp enda tel ég að það hafi oft reynst haldreipið í svona keppnum. Þjálfunin mun fyrst og fremst ganga út á að virkja athyglisgáfuna. Annars finnst mér aðalatriðið að vera með frekar en að vinna.” Hefur eitthvað breyst frá því í fyrra? „Nei fyrir utan það að við erum með nýtt lið sem nemendafélagið valdi,” segir Guðný. FAS hefur einu sinni komist í undanúrslit en það var árið 1995. Tóku m.a. á móti liði Menntaskól- ans i Ármúla og lögðu það að velli í spennandi keppni. í fyrra gekk ekki nógu vel og féll liðið úr keppni í fýrstu umferð. í liði FAS eru: Sigurður Óskar Jónsson, Finnur Smári Torfason og Eysteinn Sindri Elvarsson. Menntaskólinn á Egilsstöðum Þjálfari ME-inga er Ingvar Skúlason en hann keppti í liði ME sem komst í úrslit árið 1998, annað árið í röð, sem er besti árangur skólans hingað til. Ingvar er með stúdentspróf og hefur lokið við tvö og hálft ár í rafmagnsverkfræði við Háskóla Islands. Hvernig líst þér á fyrstu viður- eignina gegn MA? „Hún leggst ágætlega í mig,” segir Ingvar. „Þetta er kannski ekki óskadráttur en við sættum okkur við það og við munum ekkert breyta þjálfunarprógramminu þó mótherjinn sé sterkur. Við höfum unnið þá hingað til m.a. í frægri keppni árið 1997. Við munum bara halda okkar striki.” Hversu oft í viku æfið þið og á hvað leggið þið áherslu? „Við höfum æft tvisvar í viku frá því í byrjun október og munum æfa stíft fram að keppni. Þetta eru auð- vitað misþungar æfingar þar sem á- herslan er lögð á hraðaspurningar, almenna þekkingarleit og skipulag á því sem lesið er. Ég læt liðið líka semja spurningar sem kennir þeim hvernig dómarinn hugsar.” Hefur eitthvað breyst frá því í fyrra? „Já, ég þjálfaði ekki í fyrra og með nýjum þjálfara verða auðvitað áherslubreytingar. Ég hef lagt á- herslu á tækni frekar en að auka mikið við þekkingu en ég má auð- vitað ekki gefa of mikið upp,” seg- ir Ingvar. Besti árangur ME til þessa er eins og áður sagði þegar skólinn komst í undanúrslit tvö ár í röð, árið 1997 og 1998. í fýrra varð skólinn óheppinn og lenti á móti Mennta- skólanum í Reykjavík i fyrstu um- ferð sem sigraði keppnina í fýrra líkt og þeir hafa gert síðan 1993. Ingvar hafði þetta um ósigurinn að segja: „Mér skilst að ME hafi verið það lið sem stóð hvað mest í þeim.” Og hananú! Lið ME er óbreytt frá því i fýrra. í því eru: Gunnar Gunnarsson, Lára Guðlaug Jónasdóttir og Ragnar Sigurmundarson. Verkmenntaskóli Austurlands Elvar Jónsson heitir þjálfari liðs Verkmenntaskóla Austurlands og er 28 ára gamall Stöðfirðingur. Hann er stundakennari í VA og leiðbein- andi í Nesskóla. Þetta er í annað sinn sem hann þjálfar lið VA. Hvernig líst þér á fyrstu viður- eignina gegn MS? „Þetta er í þriðja sinn í röð sem við keppum við MS og í annað sinn sem við fáum þá í fyrstu umferð,” segir Elvar. „Við töpuðum í fyrra og árið þar á undan töpuðum við gegn þeim í undanúrslitum. Við forum í þennan slag með bjartsýn- ina að vopni og markmið okkar er að hala inn ákveðinn fjölda af stig- um.” Hversu oft í viku æfið þið og á hvað Ieggið þið áherslu? „Við höfum lagt áherslu á fjöl- breytni. Undanfarið hef ég kennt á- fanga í Verkmennaskólanum sem kallast Get 101. Við höfum hist einu sinni í viku og líkjum eftir spurningakeppni og ýmislegt sem tengist þeim. Kannski má segja að áfanginn sé hluti af félagslífinu í VA. Þessi áfangi byrjaði eftir jól í fýrra og var haldið áfram í haust með fjórtán nemendur. Síðan var valinn sjö manna hópur og af þeim munu þrír vera í liðinu sem mætir MS. Fram að viðureigninni æfum við stíft og leggjum þá meiri á- herslu á formið t.d. hraðaspurning- ar.” Hefur eitthvað breyst frá því í fyrra? „Já, náttúrulega það að við höf- um verið með þennan áfanga á haustönn og siðan erum við með tvo nýja menn i liðinu,” segir Elvar. Besti árangur VA til þessa var þegar liðið komst í undanúrslit fyr- ir tveimur árum og tapaði þar gegn MS. í fyrra kepptu liðin aftur í fyrstu umferð og hafði MS betur en VA náði þó góðum stigafjölda. Lið VA er breytt frá því í fyrra og eru tveir nýir menn komnir um borð. í því eru Matthías Heimisson, Hallgrímur Sveinþór Arason og Atli Már Sigmarsson en Matthías keppti einnig í fýrra. Mótherjarnir MK MK sigraði keppnina emhvern tímann í lok níunda áratugarins og eflaust muna margir ettir frammistöðu Flosa Eiríkssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi, í liðinu en hann átti svör við flestum spurningum þa sem nú. MK féll úr keppm i fyrstu umferð I fyrra en teflir nú fram nýju og fersku liði. MA neð sterkt lið i Gettu yrstu árunum. Skólinn opnina árín 1991 og S/ð hefur þrívegis kom- inúrslit síðan 1992, síð- 3 en þá tapaði liðið illa l Lið MA er óbreytt frá MS j liði Menntaskólans við Sund eru nýir menn um borð. Liðiðí fyrra komst I úrslit en varð að lúta í gras fyrir MR. MS vann keppnina einu sinni rétt fyrir 1990 þegar tvíburarnir og rót- tæklingarnir Sverrir og Ármann Jakobssynir fóru á kostum. Lið ME. Standandi frá vinstri: Eiríkur Guðmundsson, Andri Mar Jónsson, Sigurjón Þórsson (varamenn) og Ingvar Skúlason, þjálfari. Fremri röð: Lára Guðlaug Jónas- dóttir, Ragnar Sigurmundarson og Gunnar Gunnarsson. Mynd: Guðmundur Ingi Úlfarsson Lið VA. Hallgrímur Sveinþór Arason, Elvar Jónsson, Atli Már Sigmarsson og Matth- ías James Spencer Heimisson. Lið FAS: (f.v.) Eysteinn Sindri Elvarsson, Sigurður Óskar Jónsson, Finnur Smári Torfa- son. Fyrir aftan stendur Guðný Svavarsdóttir þjálfari. Hvar & hvenær Viðureignirnar fara fram á Rás 2: Föstudagur 7 6. janúar - MA-ME Þnðjudagur 20. janúar - VA-MS Þriðjudagur 23. janúar - FAS-MK

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.