Austurglugginn


Austurglugginn - 15.01.2004, Síða 8

Austurglugginn - 15.01.2004, Síða 8
8 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 15. janúar Spurning vikunnar s • \ ' > Hvernig líst þér á þessar framkvæmdir við túnfótinn? Spurt (Fljótsdal Helga H. Vigfúsdóttir Valþjófsstað Ekki var ég nú fylgjandi þess- um framkvæmdum en þetta er komið og þá er bara að lifa með þessu. Hjörleifur Kjartansson Glúmsstöðum Það verða allir sáttir við þær þegar þetta er búið. Baldur Hjaltason Langhúsum Þetta er allt í lagi eins og þetta er, en þetta er ansi nálægt og brýtur kyrrðina. Sigurður Þórhallsson Klúku Framkvæmdirnar, það er svo sem allt í lagi með þær, en verður álið ekki orðið úrelt þegar þær verða komnar í gagnið. Elísabet Þorsteins- dóttir Skriðuklaustri Ég get ekki verið annað en ánægð með þær, það er mikið um að vera í sveitinni en kyrrðin er ekki sú sama. MANNLÍFIÐ Endurbygg- ingu Végarðs að Ijúka Nýr Austfirðingur Endurbyggingu Félagsheimilis- ins Végarðs í Fljótsdal er nú að ljúka, rétt mátulega svo Fljótsdælir geti haldið þar þorrablót sitt, sem sennilega verður góugleði þetta árið. Verktaki við endurbygginguna er Völvusteinn frá Akureyri ásamt undirverktökum héðan að austan. Framkvæmdirnar hófust í byrjun september síðastliðnum og hafa gengið vel og voru verklok áætluð 10 febrúar næstkomandi. Að sögn Ottós Eiríkssonar annars eiganda Völvusteins verða einhverjar tafir á því vegna utanaðkomandi áhrifa sem tengjast efnisöflun og skemmda á byggingahlutum í flutn- ingi. Endurbyggingin fólst i því að viðbygging við gamla samkomusal- inn sem er 77 fermetrar var rifin og byggt nýtt hús við salinn 144 fer- metrar að grunnfleti, auk þess sem kjallari undir hluta gamla salarins tæpir 40 fermetrar að stærð verður lagfærður og útgönguleiðum á hús- inu verður fjölgað. 1 nýja húsinu sem er að hluta á tveimur hæðum verður anddyri, eldhús og sýningar- salur sem hægt er að tengja gamla salnum og í þessum nýja sal verður aðstaða fyrir sýningar á vegum Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka- virkjunar. Á efri hæð nýbyggingarinnar sem er 35 fermetrar verða skrifstof- ur fýrir oddvita Fljótsdælinga og Upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Reiknað er með að endurbygg- ingunni ljúki í lok febrúar og ætti því góugleði Fljótsdæla að geta að öllu forfallalausu hafist um mánað- armótin febrúar, mars. ffeildarkostnaður við fram- kvæmdina er á bilinu 60 til 70 milljónir króna. \ Þessi litla stúlka fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu i Neskaupstað l.des sl. Hún vó 4350 gr. eða nærri 17,5 merkur og var 54 cm á lengd. Hún hefur verið nefnd Anna Lovisa. Foreldrar hennar eru Auður Maria Agnarsdóttir, fædd og uppalin á Seyðisfirði, og Ágúst Gísli Helgason og á hann seyðfirskan föður. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Góðbændur í kaffihorni KHB Það er oft glatt á hjalla hjá góð- bændum af Héraði þegar þeir safnast saman í kaffihorni Kaup- félagsins á Egilsstöðum. Þar bera saman bækur sfnar bæði núver- andi og fyrrverandi bændur. Þar eru heimsmálin rædd, ásamt því að helstu málum svæðisins eru gerð skil og leyst eftir atvikum. Skepnuhöld rædd og jafnvel, heilu afréttirnar og eyðifirðirnír „smalaðir". Veðurspár til langs tíma eru af- hjúpaðar, þar kom meðal annars fram strax á haustdögum hjá Sig- urjóni frá Eiríksstöðum að það yrði milt fram að jólum, það mundi að vísu grána nokkrum sinnum, sem gekk eftir. Ekkert hefur fengist upp gefið um veðr- ið nú fram á vorið. Blaðamaður er smeykur um að tíðin verðí ekkert góð seinnipart vetrar, vegna þess að spámennirnir eru ekkert fyrir að spá illa, það getur alltaf hent eins og alkunna er að „boðberar slæmra tíðinda séu hengdir á hæsta gálga". Við Norðfjarðará Það er fátt notalegra en að fá sér göngutúr á sunnudegi og anda að sér tæru lofti. Sumir göngugarpar segjast verða hluti af náttúrunni er þeir njóta hennar og víst má það til sanns vegar færa. f það minnsta fannst ljósmyndara Austurglugg- ans hann verða hluti af einhverju stærra og meira þegar hann gekk meðfram Norðfjarðaránni sl. sunnudag. Sumir segja að umhverfi Norð- fjarðarár sé gott dæmi um það hvernig maðurinn hafi raskað ró móður náttúru. En í það minnsta þennan dag virtust mannanna verk vera jafn forvitnileg listaverk og þau sem maðurinn kemur hvergi nærri. Gamalt og ryðgað járnarusl virtist vera stillt sérstaklega upp fyrir ljósmyndara Austurgluggans sem sá umhverfið í römmum í þessa stund sem göngutúrinn tók. Fótspor á svelli virtist óendanlega fagurt en hafa ber í huga að fegurð fólks og hluta fer oft eftir því hug- arástandi sem sjáandinn er í. Þetta gamla drasl sem við köll- um svo getur oft geymt skemmti- legar minningar enda fá gömul tæki og tól sem löngu er hætt að nota ný hlutverk þegar börn eru annars vegar. Staður vikunnar er einhvers staðar við Norðfjarðará. Þeir Hallbjörn Jóhannsson á Finnstöðum, Sigurjón Guðmundsson frá Eiríks- stöðum, Þórólfur Stefánsson frá Múlastekk og Einar Haraldur Þórarinsson frá Fljótsbakka hittust í kaffihorni KHB og ræddu landsins gagn og nauðsynj- ar.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.