Austurglugginn - 15.01.2004, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. janúar
AUSTUR • GLUGGINN
9
Matgæðingar vikunnar eru Elisabet Þorsteinsdóttir
og Skúli Björn Gunnarsson.
ATGÆÐINGUR
VIKUNNAR
[ kjölfar hátíðanna er nú vart vinsælt að bera annað á borð en grænmet-
isrétti. Við hjónin ákváðum hins vegar að gerast svo djörf að leiða lesend-
ur f freistni í ársbyrjun.
Sífun
mcarýaccio
(forréttur)
Beinhreinsuð flök af silungi (helst sjóbleikju)
Salt og svartur pipar
Fínsaxaður graslaukur (má nota þurrkaðan)
Ristuð graskersfræ og fersk steinselja
Extra Virgin ólífuolía
Silungurinn sneiddur þunnt á diska. Sneiðarnar penslaðar vel með olíu.
Salti og pipar stráð yfir ásamt graslauknum og fræjunum, ( lokin skreytt
með steinselju. Geymt á köldum stað í 1-2 tíma. Gott að kreista nokkra
dropa af sítrónu yfir um leið og diskarnir fara á borðið.
Einfalt tilbrigði við þennan forrétt varð til í Veiðivötnum síðasta sumar. Var
þá notaður olíulögur af krydduðum Feta-osti, fiskekrydd frá Knorr og
muldar hunangsristaðar salthnetur.
Víffíjurtafyfft famfafœrí
(þarf a.m.R. 2ja daga fyrirvara)
úrbeinað lambalæri
1 laukur fínt saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
2 tsk blóðberg eða timian
1 msk lamb islandia krydd
2 msk ólífuolía
salt og svartur pipar
Stráið vel af salti og pipar inn í lærið. Hrærið öðru saman og dreifið innan
í. Vefjið upp lærið og setjið í net. Kryddið vel að utan með salti, pipar og
lamb islandia. Geymið á köldum stað í a.m.k. tvo sólarhringa. Steikt við
150 gráður í 2-2 1/2 tíma, þá pakkað I álpappír og látið standa í hálftíma
fyrir framreiðslu.
McUœtí
Brúnaðar gulrætur og rósakál: 100 gr af smjöri brædd í potti og 100 gr
púðursykri síðan bætt út í; þar næst sett út í 250 gr af míní gulrótum og
250 gr af rósakáli. Soðið ( ca. 20 mín., kryddað með salti og pipar.
Grillaðar kartöflur: Kartöflur skornar í báta, penslaðar með ólífuolíu og
saltaðar vel, bakaðar við 250 gráður þar til þær hafa fengið góðan lit.
Við ætlum að halda þessu innan fjölskyldunnar og skorum á Þor-
gerði Sigurðardóttur mág- og svilkonu okkar i Fellabæ sem næsta
matgæðing.
hagyrði i nga
hornið 27
Sælir lesendur og gleðilegt ár.
í tilefni af nýliðnum áramótum og umræðum um Qár-
málafyrirtæki landsins varð þessi vísa til:
Gamla árið gladdi marga,
gefur öðrum nýja von.
Stæl með það mun status bjarga
stofnfjáreigenda í Spron.
Haraldur Hjálmarsson frá Kambi orti eftirfarandi
vísu á gamlárskvöldi:
Margir eldri hagyrðingar trúðu mjög á áhrifamátt vís-
unnar og er eftirfarandi staka eftir Starra í Garði, gott
dæmi um það:
Gustinn kalda þoldi þjóð,
þó að blæddi undin,
því hugann vermdi vísa góð
vel í stuðla bundin.
Lyf hafa bæði kosti og galla og þegar hin eina og
sanna „pilla” kom á markað, orti Starri:
Allir dagar eiga kvöld,
allar nætur daga.
Svona verða árin öld
aldir mannkynssaga.
Pillan hefur högum breytt,
hér er töpuð glíma.
Sýnist nú til einskis eytt
orku manns og tíma.
Haraldi þótti góður sopinn og svo mun einnig hafa
verið um samferðamann hans, sem fékk þessa lýsingu:
Aldrei sést hann einn á ferð,
er það mjög að vonum,
því að timburmannamergð
mögnuð fylgir honum.
Kunningi Haraldar, sem þá var kaupfélagsstjóri á
Hofsósi, kvæntist á miðjum aldri og gerði Haraldur þá
þessa vísu, en tekið skal fram, að ég hef einnig heyrt
hana í annarri útgáfu, þar sem nafn mannsins er til-
greint:
Margur sig að búskap ber
besta lífs á skeiði.
Kunningi minn kominn er
á kot sem stóð í eyði.
Þegar ég hóf að setja þetta hagyrðingahorn á pappír,
var það ásetningur minn að semja hugleiðingu um ný-
byrjað ár, en hinn margffægi tímaskortur og andleysi
mitt kom í veg fyrir það. Því er við hæfi að enda svona:
Fáar hallir ríms hér reisi,
rúmt þótt sé um efniviði.
Gleggri mynd af getuleysi
gerist vart á þessu sviði.
Kveðja,
Kristján Magnússon
Leiðrétting
Farið var rangt með nafh höfundar í síðasta Hagyrð-
ingahorni. Einar H. Guðjónsson frá Heiðarseli var
ranglega nefndur Jón. Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
KRAKKA hornið
J)
I
Austurglugginn kynnir með stolti
nýjan lið í blaðinu sem bera mun
heitið Krakkahornið. Með því er
von okkar að listrænir krakkar fái
útrás fyrir sköpunarþörf sfna og
leyfi öðrum íbúum Austurlands að
njóta afrakstursins. Listelskir krakk-
ar eru hvattir til að senda Austur-
glugganum myndir á heimilisfang
okkar: Austurglugginn, Hafnar-
braut 4, 740, Neskaupstað.
Gjarnan má fylgja með lítil saga
sem segir lesendum hvað sé á
seyði.
Það er hún Hekla Liv Maríasdótt-
ir sem hrindir Krakkahorninu úr
vör. Hekla Liv er sex ára gömul og
býr á Sæbakka 26a í Neskaupstað.
Á myndinni sjáum við flugelda
springa og væntanlega er það lista-
maðurinn sem stendur þarna á
steini neðst í vinstra horninu með
stjörnublys. Þetta hljóta að vera
áramótin.