Austurglugginn


Austurglugginn - 15.01.2004, Qupperneq 10

Austurglugginn - 15.01.2004, Qupperneq 10
10 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 15. janúar MENNING I LISTIR Umsjón: jonknutur@agl.is Allir vilja vera í Skaftfelli Mikil ásókn er í íbúðina i Menningarmiðstöðinni Skaft- fell á Seyðisfirði en um þrjátíu manns hafa sótt um að dvelja í íbúðinni á árinu. Athygli vekur hve samsetning umsækjenda er alþjóðleg en umsækjendur eru frá m.a. Danmörku, Frakk- landi, Bandaríkjunum, Sviss, Slóveníu, Finnlandi og Niger- íu. Margir hverjir eru lista- menn sem hafa sýnt víða. Áhuginn eykst Aðalheiður Borgþórsdóttir, kynningarfulltrúi á Seyðisfirði, segir að áhuginn hafi vaxið ár frá ári og aldrei hafi áhuginn verið eins mikill og nú. „Við höfum ekkert auglýst nema á netinu en síðan hefur þetta spurst út viða,” segir hún. Mest ásókn er yfir sumartímann en í íbúðinni eru tvö herbergi og geta verið sjö manns í íbúðinni í einu ef menn sætta sig við að ijölmenna í herbergin. Söngvakeppni félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð I kvöld (fimmtudagskvöld) fer fram söngvakeppni félags- miðstöðva í Fjarðabyggð en þær eru alls þrjár, ein í hverjum byggðarkjarna. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin með þessum hætti en keppnin fer fram í Egilsbúð og byrjar klukkan 20:00. Alls taka þátt sex söngvarar og það er norð- firska hljómsveitin Out loud sem leikur undir. Ahorfendur munu m.a. fá að heyra lög með Macy Gray, Ozzy Osbourne og Coldplay og segja kunnugir að hér séu á ferðinni afar efnilegir krakkar. Sigurvegarinn mun svo keppa fyrir hönd Fjarða- byggðar í „Samféskeppninni” seinna í vetur. Urðu að fá myndina í viku í viðbót Sannkallað Hringadrótt- insæði hefur lagst á Austfirð- inga en nýjasta myndin í trílóg- íunni, Hilmir snýr heim, hefur verið sýnd á Egilsstöðum und- anfarna daga. Uppselt hefur verið á alla sýningamar og hafa aðstandendur óskað eftir því að hafa myndina lengur og sýna hana fjórum sinnum í viðbót. Aætlað er að 900 manns muni sjá myndina í bíó hér eystra en það eru um 7,5 prósent allra Austfirðinga. Ef sama hlutfall myndi sjá myndina í Indlandi værum við að tala um 75 millj- ónir bíógesta (og nú er best að hafa upphrópunarmerkin þrjú) !!! Þetta er hins vegar ekki met því fleiri sáu Titanic um árið eða 1249 manns. Hann mun ekki skálda fréttirnar Ásgrímur Ingi Arngrímsson er fæddur þann 27. október 1973. Hann er skáld, leikritahöfundur og nú síðast fréttamaður hjá RÚV á Austurlandi. Meðal þess sem hann hefur afrekað er leikrit um Kjarval og tvær ljóðabækur, Ljóðs manns æði og Óðs manns kvæði. Gefúm honum orðið: „Ég ólst upp á Borgarfirði eystra hjá foreldrum mínum Arngrími Magnússyni og Elsu Jónsdóttur. Faðir minn var útibússtjóri Kaup- félagsins en mamma vann margs- konar störf m.a. lengi i Álfasteini. Það toppar mig enginn þegar ég segi hetjusögur af mömmu minni. Hún skipti m.a. um vél í Subarun- um mínum þegar hún var sextíu og sjö ára gömul. Ég þarf ekki að segja fleira hún er ótrúlegur snill- ingur. Þau eru nú bæði sest í helg- an stein en eru hress miðað við aldur. Eftir skólagöngu á Borgarfirði fór ég í Alþýðuskólann á Eiðum. Ég var mikið í félagslífi á þeim árum og tónlistarlífi líka. Ég var trommuleikari í þungarokkshljóm- sveitinni Trössunum sem gerði garðinn frægan fyrir austan á þess- um tíma. Við kepptum tvisvar i Músíktilraunum Tónabæjar en ég yfirgaf hljóm- sveitina þegar við stóðum á meikþröskuld- inum. Þeir komust reyndar aldrei alveg yfir þröskuld- inn þrátt fyrir að hafa fengið mikið betri trommuleikara í staðinn fyrir mig. Eftir Eiða fór ég í Fjölbraut- arskólann á Sauðár- króki og lauk stúd- entsprófi þaðan árið 1993. Ég kenndi síðan tvo vetur í Grunnskólanum á Borgarfirði áður en ég fór í Kennarahá- skólann sem ég lauk vorið 2000.” Ásgrímur hefur mikinn áhuga á leik- list og hefur tekið þátt í nokkrum upp- færslum en mesta athygli vakti þegar hann skrifaði leikrit um Kjarval sem sýnt var sumarið 2002. Blaðamanni Austurgluggans leikur forvitni á að vita hvort hann leiti mikið í ræt- urnar í sinni listsköpun? „Ég er landsbyggðarmaður og ef ég er skáld er ég líklega lands- byggðarskáld. Ég hef hinsvegar reynslu af því að búa í Reykjavík líka og öll reynsla markar mann á einhvern hátt,” svarar Ásgrímur. Hvemig líst þér svo á nýja starf- ið? „Mér líst mjög vel á að fara að vinna hjá Ríkisútvarpinu á Austur- landi og vonast til að eiga gott samstarf við Austfirðinga í því. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig mér gengur að takast á við þetta því þetta er auðvitað bæði flókið og krefjandi starf. Ég er nú hálfgerður sauður að mörgu leyti en ætli þetta gangi ekki bara flnt.” Fréttamennska og skáldskapur. Útilokar þetta ekki hvort annað? „Ég vona bara að fólk haldi ekki að ég sé að skálda fréttirnar jafn- óðum! Að öllu gamni slepptu ætla ég að einbeita mér að nýja starfinu og hafa skáldskapinn sem hobbý.” Þrír tenórar í Egilsstaða- kirkju Tenórsöngvararnir Þorbjörn Rúnarsson, Þorsteinn Helgi Árbjörnsson og Vígþór Sjafnar Zóphoníasson, héldu í síð- ustu viku tónleika í Egilsstaðakirkju, Keith Reed lék undir á píanó. Á efnisskránni voru margar frægar söngperlur, óperuar- íur og íslensk sönglög. Tenórarnir byrjuðu á að syngja ein- söngslögin, Sjá dagar koma, Gígjuna, og Draumalandið. Fjölmenni var á tónleikunum og var tenórunum mjög vel tekið enda sungu þeir frábærlega vel og sýndu oft virkílega skemmtileg tilþrif. Þorbjörn hefur sungið frá blautu barnsbeini sem kór- Auglýsing um verkefnastyrki til menningarstarfs á Austurlandi Menningarráó Austurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Austurlandi og Menntamélaráðuneytisins um menningarmál, frá 14. maí 2001. • Veita á styrki til menningarstarfs á Austurlandi. Ein úthlutun verður árið 2004, í lok febrúar. • Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Austurlandi geta sótt um styrk til margvíslegra menningar- verkefna, en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. • Áhersla við styrkveitingu 2004 verður: 1. Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina. 2. Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs. Sérstakt vægi fá verkefni sem miða að fjölgun starfa. 3. Aðkomu ungs fólks að listum og menningu, sérstaklega þess sem hefur stundað listnám eða lokið því. • Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar. Ætlunin er að tilkynna um úthlutun fyrir lok febrúar. • Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Austurlands á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðunni www.skriduklaustur.is/menning. Þar er einnig að finna stefnu sveitarfélaga á Austurlandi í menningarmálum, úthlutunarreglur og ýmsar aðrar upplýsingar fyrir umsækjendur. Tenórarnir þrír syngja af hjartans list i Egilsstaðakirkju. Frá vinstri Þorsteinn Helgi Árbjörnsson, Þorbjörn Rúnarsson og Vigþór Sjafnar Zóphoniasson. Mynd: Ágúst Ólafsson söngvari og einsöngvari. Hann hefur m.a. sungið aðalhlut- verkið í Töfraflautunni, Rakaranum frá Sevilla og Cosi van Tutte hjá Óperustúdíói Austurlands. Einnig söng hann að- alhlutverkið í Rakaranum frá Sevilla hjá íslensku óperunni árið 2002. Þorsteinn Helgi lauk 8. stigs prófi frá Tónlistarskóla Aust- ur-Héraðs síðastliðið vor undir handleiðslu Keeth Reed. Hann hefur sungið í uppfærslum Óperustúdíós Austur- lands á Eiðum. Hann stundar nú söngnám við Oklahoma University í Bandaríkjunum. Vígþór Sjafnar sem lýkur söngnámi við Tónlistarskóla Austur-Héraðs næsta vor og stefnir á framhaldsnám í söng erlendis hefur sungið í kórum og tekið þátt í uppfærslum á ýmsum verkum hjá óperustúdíói Austurlandas og Leikfé- lagi Fljótsdalshéraðs. Þorsteinn Helgi og Vígþór Sjafnar hafa gefið út geisla- diska með söng sínum. Keith Reed er þekktur söngvari og söngkennari, en hann lék undir söng tenóranna þriggja í Egilsstaðakirkju á píanó. Keith hefur verið ein aðalsprautan í klassísku tónlistarlífi á Austurlandi mörg undanfarin ár. sigad@agt.is • Styrkþegar frá síðasta ári verða að hafa skilað inn greinargerð skv. samningi til þess að þeir geti sótt um fyrir 2004. c • Allar nánari upplýsingar veitir Signý Ormarsdóttir, | menningarfulltrúi hjá Gunnarsstofnun, í síma 471-32.30, 860-2983 1 eða með tölvupósti menning@skriduklaustur.is • Umsóknir skal senda, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti, til Menningarráðs Austurlands, pósthólf 123,700 Egilsstaðir og menning(a)skriduklaustur.is. Menningarráð Austurlands auglýsir viðveru í sveitarfélögum á Austurlandi vegna úthlutunará menningarstyrkjum. Viðtalstími menningarfulltrúa Signýjar Ormarsdóttur verður eftirfarandi: Einnig er hægt að óska eftir viðtölum á öðrum tímum. Skrifstofa menningarfulltrúa er að Miðvangi 2-4, Egilsstöðum. Sími 471-3230 og 860-2983 Seyðisfjörður 19. janúar kl. 15.00-17.00 Menningarmiðstöðinni Skaftfelli Fjarðabyggð 20. janúar kl. 15.00-17.00 Fundarsal Bæjarskrifstofu Eskifirði Strandgötu 49 Djúpivogur 21. janúar kl. 13.00-15.00 Hreppsskrifstofu Bakka 1 Hornafjörður 21. janúar kl. 17.00-19.00 Skrifstofu Menningarráðs Nýheimum Menningarráð Austurlands Breiðdalsvík 22. janúar kl. 13.00-15.00 Hreppsskrifstofu Ásvegi 32 Vopnafjörður/Bakkafjörður 2ó.janúar kl. 14.00-17.00 Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps Austur-Byggð/Fáskrúðsfjarðahreppur 27. janúar kl. 14.00-16.00 Skrifstofa Austurbyggðar, Hafnargötu 12 Fáskrúðsfirði Fljótsdalshérað/Borgarfjörður 28. janúar kl. 13.00-17.00 Skrifstofu Menningarráðs Miðvangi 2-4 Egilsstöðum

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.