Austurglugginn - 15.01.2004, Síða 11
Fimmtudagur 15. janúar
AUSTUR • GLUGGINN
11
IÞRÓTTA % FRÉTTIR
Umsjón: sigad@agI. is
Svo gæti farið að Fannar Magnússon á Egilsstöðum verð eini keppandinn í Snjókrosskeppni vetrarins hér að austan
í vetur. Keppnin hefst fyrripart febrúar með bikarkeppninni, síðan hefst ístandsmótið seinna i febrúar.
Blak:
Þróttur átti
góða helgi
Geir segir stelpunum til. Nýtt leikkerfi var prófaö um helgina og gaf þaö góöa
raun.
Fjarar undan snjó-
krosskeppninni
hér eystra
Mikil óvissa er með keppendur hér af Austurlandi
í snjókrosskeppni vetrarins sem hefst nú í febrúar
næstkomandi. Það hefur verið mikil gróska í snjó-
krossinu hér eystra á undanfornum árum og margir
keppendur héðan tekið þátt á hverju ári. Nú gæti
svo farið að aðeins verði einn keppandi héðan að
austan á keppnistímabilinu sem hefst í næsta mán-
uði.
Dýrt úthald og aðstöðuleysi
Ástæðurnar fyrir þessu áhugaleysi eru að því er
best verður séð helst tvær, annars vegar að þetta er
dýrt úthald og hins vegar aðstöðuleysi til æfinga hér
fyrir austan.
Það er staðreynd að þátttaka í þessari keppni er
mjög dýr. Snjósleðarnir sem notaðir eru til keppn-
innar eru dýrir, ódýrustu sleðarnir sem notaðir eru
til keppni eru á verðbilinu ein komma tvær miljón-
ir til ein og hálf. Síðan er nokkur viðhaldskostnað-
ur sem fylgir svona keppni auk trygginga og flutn-
ings milli keppnisstaða. Þennan kostnað verða
keppendur að mestu að bera sjálfir þar sem erfitt
hefur verið að afla kostunar og styrktarað'ila.
Aðstöðuleysi til æfinga
Aðstöðuleysi til æfinga hér eystra hefur ekki ver-
ið til að bæta ástandið. Viðræður hafa verið milli
þeirra sem stunda þessa keppni og bæjaryfirvalda á
Austur-Héraði, þó bæjaryfirvöld hafi verið jákvæð
og lýst sig viljug að leysa úr þessu aðstöðuleysi hef-
ur ekkert gerst í þeim málum. Keppendur hafa á
undanförnum árum verið á hrakhólum með æfinga-
svæði, síðasta vetur gerðu þeir æfingasvæði uppi á
Fjarðarheiði en það er óhentugt og dýrt að halda úti
æfingum svo úrleiðis og þar er engin aðstaða til
smáviðhalds sem svoleiðis æfingum fylgir. Kepp-
endur sóttu um að fá aðstöðu á síðasta vetri á svæði
meðfram Eyvindará þar sem snjór sem mokað var
burtu úr bænum var látinn. Bærinn var jákvæður til
þess en þá strandaði á að staðurinn var svo nálægt
hesthúsahverfinu að hestamönnum fannst það ekki
fara saman með hestamennskunni.
Von að úr málum rætist
Nú gæti hins vegar farið að rofa til i þeim efnum
þar sem verið er að flytja hesthúsabyggðina út í
Fossgerði. Nú er bara að vona að úr þessum málum
rætist svo keppendum fjölgi aftur sem fyrst en full-
ur vilji er til þess hjá þeim er þetta sport stunda.
Þetta er nú einu sinni mjög vinsæl keppnisgrein og
þessum snjókrosskeppnum fylgja margir áhorfend-
ur auk þess sem sýnt er frá keppninni í sjónvarpi.
Það kom að því að vélin í liði
Þróttar komst í gang en um helg-
ina tók liðið á móti HK og sigraði
báða leikina stórt. Fyrri leikurinn
fór 3-1 en sá seinni fór 3-0. Þrótt-
ur sýndi mikla yfirburði í öllum
hrinunum og greinilegt að það býr
mikill kraftur í liðinu. Geir
Hlöðver Sigurpálsson, þjálfari
Þróttar, er að vonum afar ánægður
með stelpurnar en í leikjunum um
helgina reyndi hann nýja uppstill-
ingu sem gafst vel. „Miglena
Apostolova spilaði öllu upp og þó
munað hefði um hana i sókninni
var uppspilið jafnara,” sagði Geir í
samtali við Austurgluggann.
„Eg var óskaplega ánægður með
þær. Við vorum með nýja uppstill-
ingu og leikmenn fengu ný hlut-
verk en þær skildu þetta vel og
spiluðu frábærlega. Það var smá
titringur í einni hrinu í fyrri leikn-
um og það sást að verið var að
prófa nýja hluti en svo small þetta
allt saman,” sagði hann.
Ungir leikmenn að
sýna meistaratakta
Tveir ungir leikmenn vöktu at-
hygli í leiknum og sýndu meistara-
takta. Þetta voru þær Jóna Guð-
laug Vigfúsdóttir og Velina
Apostolova en þær eru ekki nema
fjórtán ára gamlar og spila nú með
meistaraflokki. „Þær sýndu gríðar-
lega flotta takta,” sagði Geir sem
segir þær mjög efnilegar. Fleiri
leikmenn sýndu góðan leik þ.á.m.
reynsluboltarnir Þorbjörg Jóns-
dóttir og Jóna Harpa Viggósdóttir
en sú fyrrnefnda spilaði stöðu
frelsingja, sem er móttöku og
varnarstaða, en Þorbjörg var að
spila með Þrótti eftir nokkurt hlé.
„Eg vona að hún spili áfram með
okkur,” sagði Geir. “Það færðist ró
og öryggi yfir varnarleikinn með
hana um borð.”
Góð sálræn áhrif
á liðið
Þrótti hefur ekki gengið nægi-
lega vel í haust enda liðið ungt en
leikirnir nú um helgina sýna ef til
vill að betri tíð sé framundan. Að-
spurður hvort þetta hafi ekki góð
sálræn áhrif á liðið segir Geir svo
vera. „Jú, ég held að það sé ekki
nokkur spurning en við megum
ekki gleyma því að HK er slakasta
liðið í deildinni,” sagði hann.
Næsti leikur Þróttar er við nafna
sína í Reykjavík og fara leikirnir
fram fyrir sunnan 23. og 24. janú-
ar.
Fyrri leikur
Fyrsta hrina: 25-12
Önnur hrina: 17-25
Þriðja hrina: 25-19
Fjórða hrina: 25-19
Seinni leikur
Fyrsta hrina: 25-19
Önnur hrina: 25-16
Þriðja hrina: 25-15