Austurglugginn


Austurglugginn - 01.07.2004, Síða 6

Austurglugginn - 01.07.2004, Síða 6
6 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 1. júlí VIÐTALIÐ Hilmar Örn Garðarsson um nýja PLÖTU SÍNA: Það er ekki oft sem ungir Austfirðingar senda frá sér plötu og enn sjaldnar sem þeir fjalla á opinskáan hátt um líf sitt og gera upp fortíð sína á þann hátt. Því vakti það athygli Austurgluggans þegar fréttist að komin væri út plata þar sem ungur maður að austan opnar hug sinn og hjarta og veitir hlustendum innsýn í líf sitt. ffilmar Orn Garðarsson var að senda frá sér sína fyrstu plötu um daginn. Plötuna kallar hann „Pleased to leave you” og segir ffilmar tónlistina á henni vera rokk í anda Neil Young og Plastic Ono Band. Með Hilmari spila þeir Orri Harðar- son, Birgir Baldursson, Eðvarð Lárusson, Jón Ingólfsson, Flosi Einarsson og Jóna Palla syngur með Hilmari í einu lagi. A plötu Hilmars er að finna melódíur, „grunge” rokk og einnig gætir þar djassáhrifa en öll lögin eru eftir Hilmar. Platan á sér ekki hliðstæðu á Islandi svo blaðamanni sé kunnugt og verður að leita út fyrir landsteinana til að finna haennar líka. Austurglugginn náði tali af Hilmari þar sem hann var að burðast með græjurnar sínar niður á Nelly's hvar hann var að fara að spila. „Nei, hún er ekki kveðja til heimabyggðarinnar. Þessi plata er uppgjör mitt við fortíðina og það útskýrir nafnið,” segir Hilmar þegar blaðamaður spyr hvort nafn plötunnar sé kveðja til Austurlands. „Þessi fortíð einkenndist af notkun á- fengis og annarra vímuefna en nú hef ég sagt skilið við hana og reyni að gera hana upp með þessari plötu. Eg er þó ekki í leiðinni í ræktina,” segir Hilmar og hlær. „Textarnir eru svona í anda Nick Cave, Tom Waits og David Gray, dálítið þungir kannski en fjalla um fortíð mína. Þeir eru á ensku einfaldlega vegna þess að mér þykir þægilegra að semja á því tungumáli. Ég er ekki orðinn nægilega góður í bragfræði til að semja vel á íslensku en ég stefni að því að næsta plata verði á móðurmálinu.” Aðspurður um hverjir séu helstu áhrifavaldar hans, segir Hilmar þá vera marga. „Eg gæti nefnt marga til sögunnar s.s. Bob Dylan, Nick Cave, Tom Waits, Neil Young og fleiri. Svo er ég svona til helminga pólitískur í hugsun og reiður ungur maður og myndi telja mig vinstri sinna en ég er ekki róttæklingur. Ekki lengur.” Hilmar er 24 ára Stöðfirðingur sem snemma sýndi hvað í honum býr. Hann hefur spilað opinberlega síðan hann var sextán ára gamall en þá var hann með hljómsveitinni Spirit- us. Sú hljómsveit spratt úr Tónlistarkólanum á Stöðvarfirði en þar hefur verið afar gróskumikið starf á undanförnum árum. Hann hóf feril sinn sem trúbador nítján ára þegar hann hélt tónleika á Svarta folanum á Stöðvarfirði og síðan þá hefur leið hans legið víða. Hvernig hefur þú það Hilmar, hvað ertu að brasa núna? eins? „Það er allskonar fólk eins og gengur og gerist. Ég spila mest á pöbbum en mér finnst að mörgu leyti betra að spila fyrir útlendinga því þeir gjamma ekki frammí, heldur sitja bara með bjórinn sinn og hlusta. Ég spila bæði frum- samið efni og svo náttúrulega líka lög eftir gömlu meistarana, inn- lenda sem erlenda.” Hilmar seg- ist ekki vera með neinn sérstakan markhóp í huga. „Þetta er bara mín tónlist og ég vona að sem flestir njóti hennar.” Hvað finnst þér um íslenska tónlist í dag? „Sumt er gott, en margt er afar slæmt. Við eigum marga fína tónlistarmenn og þar standa Megas, Bubbi, Sigurrós og fleiri uppúr. Mest af tónlist- inni þykir mér þó vera orðið alltof amerískt og flestir pæla meira í sölu en listsköpun. Þetta er orðinn of mikil iðn- aðarframleiðsla og mér sýn- ist margir leggja meira upp úr ljósabekkjum og lyfting- um en því að gera góða tón- list.” Þegar Hilmar er spurður að því hvort hann langi að taka þátt í E- urovision, hugsar hann sig um í skamma stund en segir svo: „Nei, en aldrei að segja aldrei. Hver veit nema að eftir tuttugu ár verði tónlistin mín farin að hljóma í panflautu útsetningum á skiptiborðinu hjá Landssímanum. Þá kannski fer maður í Eurovision. Ég hef ekkert voðalega mikið álit á Eurovision tónlist, því miður.” Hilmar reiknar ekki með að setjast aftur að á Austurlandi á næstunni en segir að það sé aldrei að vita nema hann geri það seinna á lífsleiðinni og hann reiknar alls ekki með að rjúka austur til þess að vinna við álver eða virkjun. Hann segist ætla að reyna að starfa sem tónlistarmaður og vonast til að geta helgað sig tónlist í framtíðinni. „Það skiptir ekki öllu að þessi plata skili hagnaði og ég verð ekkert ósáttur þótt ég tapi á henni fjárhagslega. Ég lít fyrst og fremst á hana sem kynningu á mér og vona að hún verði til þess að ég fái nóg að gera við spilamennsku á næstunni.” Hilmar Öm Garðarsson var að senda frá sér sína fyrstu plötu um daginn. Plötuna kallar hann „Pleased to leave you” og segir Hilmar tónlistina á henni vera rokk í anda Neil Young og Plastic Ono Band. „Ég hef það fínt og er í mikilli spilamennsku og er að kynna plötuna. Það stóð til að við Geir Harðar færum saman í tón- leikaferð en það datt uppfyrir. Ég mun hinsvegar halda á- fram að spila og kem austur í sumar og svo spila ég líka mik- ið í Reykjavík. Ég er mjög sáttur við aðsókn að tónleikunum mínum.” Hverjir koma að hlusta - eru allir áheyrendur Að lokum Hilmar, ertu sáttur við lífið og tilveruna? „Mjög svo - eins og meistari Megas segir: „Ef þú smælar frarnan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig. Já, og svo ætla ég að reyna að vera með útgáfutónleika á Austur- landi um helgina.”

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.