Austurglugginn - 01.07.2004, Qupperneq 8
8
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 1. júlí
Spurning
vikunnar
Hvað er skemmtilegast
að gera í sumarbúðum?
Spurt á Eiðum
Teitur Schiöth
Mér finnst skemmtilegast að
fara í borðtennis.
Kristófer Einarsson
Fótboltinn.
Frosti Grétarsson
Útivistirnar og svo finnst mér
líka gaman að syngja.
Jóna Særún
Sigurbjörnsdóttir
Að kalla strákana krútt.
Bryndís Kjartansdóttir
Að vinna brenniboltakeppnina.
MANNLÍFIÐ
Austurgluggirm heimsækir
sumarbúðir á Eiðum:
Takk fyrir matinn,
hann var góður!
Það voru hlýðin börn sem
blaðamaður hitti í sumarbúðunum
á Eiðum en þar eru nú fjörutíu
krakkar á aldrinum, tíu til þrettán
ára gamlir. Yfir sumarið koma í
kringum tvö hundruð börn á aldr-
inum sjö til þrettán ára og hljóta
kristilega uppfræðslu á vegum
Kirkjumiðstöðvar Austurlands.
Nú er yfirskriftin „Þú ert þýðing-
armikill” sem er grunnþemað í
þeirri fræðslu sem fer fram í sum-
ar. Markmiðið augljóslega að
byggja upp sjálfsmynd krakkanna
sem koma víðsvegar að frá Aust-
urlandi. Venjulegur dagur hjá
krökkunum skiptist í fræðslu inni-
við og svo fer drjúgur tími í
allskyns útiveru þar sem krakk-
arnir leika sér í hinum ýmsu leikj-
um.
Krakkarnir voru að fá sér að borða
þegar þessi mynd var tekin. Sýndist
blaðamanni lystin vera góð.
Þegar blaðamaður rak inn nefið
í sumarbúðirnar var hádegismatur,
kjötbollur og kartöflumús og
greinilegt að krökkunum líkaði
maturinn ágætlega. I það minnsta
sögðu þeir í kór að hádegismat
loknum: „Takk fyrir matinn, hann
var góður!” Þar eru sem sagt elda-
buskurnar sem fá líka þau skila-
boð að þær séu þýðingarmiklar.
Þessir krakkar voru á leiðinni heim daginn eftir þegar blaðamann bar að garði.
Samkomuhúsið á Stöðvarfirði
má muna sinn fífil fegurri en hús-
ið var reist á fjórða áratugnum í
sjálfboðavinnu af félögum í Ung-
mennafélagi Stöðvarfjarðar. Það
hefur gegnt ýmsum hlutverkum í
áranna rás - skóli, dansstaður,
kvikmyndahús, listsýningahús og
íþróttahús svo eitthvað sé nefnt.
Húsið er munaðarlaust um þessar
mundir en nýlega auglýsti Austur-
byggð eftir áhugasömum aðilum
sem vildu taka það að sér. Enginn
hefur gefið sig fram og því getur
farið svo að brátt verði húsið rifið.
I sumar verður þó grafíksýning í
því en hvað tekur síðan við, veit
enginn. bvg
Nýr Austfirðingur
Þessi spræki drengur fæddist þann 10. júní sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað. Foreldrar hans heita Sigþór Steindórsson og Hanna Björk Birgisdóttir. Hann
vó 13 merkur og var 51 cm. að lengd. Hann á fjögur hálfsystkini og fjölskyldan er
búsett á Stöðvarfirði.
Rauða torgið opnar
í Neskaupstað
Margt var um manninn á opnunarhófi Rauða torgsins sl. laugardag. Hér
sést Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, færa staðnum gjöf, hvorki
meira né minna en stytta af félaga Lenín. Afar viðeigandi að það standi
stytta af byltingarleiðtoganum á Rauða torginu.
Nýr pöbb opnaði í Neskaup- þetta er eitt af glæsilegustu hús-
stað um síðustu helgi að Egils- um í Neskaupstað í dag.
braut 19 en þar var rekin versl-
un í mörg ár. Pöbbinn ber nafn- Blaðamaður mætti sjálfur á
ið Rauða torgið sem er auðvitað opnunarhófið og getur staðfest
skírskotun í sósíalíska fortíð að hér er einkar glæsilegur
Neskaupstaðar. pöbb á ferðinni og minnir ó-
neitanlega á breska pöbba. Það
Eigendurnir eru Jófríður vekur athygli að á Rauða torg-
Gilsdóttir og Þorfinnur Her- inu eru reykingar bannaðar sem
mannsson og þau hafa undan- mun efalítið ekki draga úr vin-
farið ár unnið hörðum höndum sældum staðarins, ekki síst hjá
að því að gera upp húsið en þeim sem eldri eru. jká