Austurglugginn - 01.07.2004, Síða 9
Fimmtudagur 1. júlí
AUSTUR • GLUGGINN
9
EFNIÐ \ N D INN Umsjón: rut@agt.is
Silvia Hromadko sundlaugarvöröur á Hallormsstað
er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.
hagyrðinga
, ..**.. . ...
^Íatgæðingur
VIKUNNAR
FORRÉTTUR:
Zazífií með frauðí
1 stór dós af MS rjómaskyri
3 - 4 hvítlaukslauf pressuð
1/8 gúrka hökkuð [ smátt
Salt eftir behag og örlítið af paprikukryddi.
Allt hrært saman og borið fram með (heitu) hvítu brauði.
AÐALRÉTTUR:
Sælt veri fólkið!
Enn er að mér komin röðin að
ausa úr kvæðabrunni yfir þá les-
endur Austurgluggans, sem kunna
að vilja staldra við þennan þátt í
blaðinu og ákveða að fletta ekki á-
fram, þegar þeir sjá myndina af
mér í Neistagallanum.
Um þessar mundir stendur yfir
það verkefni á landsvísu að efla
sveitarstjórnarstigið, sem mun
væntanlega leiða til kosninga um
sameiningu sveitarfélaga eftir
svæðum í fyllingu tímans. Til að
stýra því ferli hafa verið valdir
ýmsir spekingar. Meðal þeirra er
vinur minn, Smári Geirsson, fyrr-
um andlegur leiðtogi alþýðlegra
bandalagsmanna í Neskaupstað og
einn af þeim framsýnu sveitar-
stjórnarmönnum, sem eigna verð-
ur það framfaraspor að stuðla að
sameiningu þeirra þriggja sveitar-
félaga, er nú bera nafnið Fjarða-
byggð. Að beiðni annars framsýns
vinar míns, Guðmundar Bjarna-
sonar, bæjarstjóra þar, orkti ég eitt
sinn vísur um Smára, fyrir þorra-
blót að mig minnir. Var það gert
frá sjónarhóli eins þeirra Qöl-
mörgu sanntrúuðu kommúnista,
sem ég gaf mér að hlytu að vera
mótfallnir því að kratar á Eskifirði
kæmust til valda með Smára og fé-
lögum í hinu nýja sveitarfélagi
(sem gárungamir vildu í upphafi
nefna „Austurríki”).
Vísurnar nefndi ég „LITLA
MOSKVA - IN MEMORIAM”
Öðm vísi mér áður brá
með eldrauða kápu á herðum sá
smælingjavininn Smára.
Nú hefur stórlega stefnu breytt
Stalin gleymdur, ei lifir neitt
úr glanskistu glæstra ára.
Hvar er sá andi, sem áður sveif
yfir vötnum og lýði hreif
þá Nallinn var náðin skæra.
Manstu er Krússi kramdi skó?
- af Kastró gat aldrei fengið nóg
grýlan vor komma kæra.
í litlu Moskvu gekk lífið stillt
að lofgjörðir syngi, ei þótti spillt,
Bresnef hver Bolseviki.
Hvar Leninskra fræða leitað gat
liggur nú bara útþynnt plat
og „Avarpið“ undir ryki.
Á samyrkjubúskapinn settum
traust
en svikarinn birtist í myrkri um
haust
Gorbi í lausnarans líki.
Likt fór um Smára með „smæl” á
vör
smekklega stýrði hann vorri for
- í lentum svo „Austurríki”.
Hvert sem að okkar liggur leið
til loka brátt rennur þetta skeið.
og vill enginn veginn rata.
Aldrei mig við það fellt þó fæ
að færð’ann með svikum þennan
bæ
í skítugar krumlur krata.
Maður fær nú ýmis verkefni að
glíma við, sem sveitarstjóri og
segja má að það starf sé nokkuð
fjölbreytt og illútreiknanlegt. Mér
var t.d. falið af félagsmálaráði
Suðurfjarða að yrkja þakkarvísur
til vinkonu minnar, Herdísar Hjör-
leifsdóttur, félagsmálastjóra á Hér-
aðssvæði, sem setti upp tvo val-
kosti í stöðunni. Annað hvort vildi
hún fá koss eða vísu(r). Ég ákvað
að slá tvær flugur í einu höggi.
KOSSAVÍSUR
Góða konu alsæll á
eg því fagna hnossi.
Stóð til lengi þó min þrá
þér með ylja kossi.
Loks þá smelli einum á
öfunda þig hinar.
Kinn þótt aðeins kitli smá
kossinn góðs þíns vinar.
Miklar á ég mætur hef
meyja finna angan.
Bezt því væri blíðust ef
byðir hinn mér vangann.
Megi varmir vindar, vekja yl í
sinni.
Hafþór.
Grískur kjötréttur
Svtnafuncfír oq Íamfafótífettur
Ein matskeið af smjöri og súputeningur er brætt saman í ofnskúffu á
hellunum. Lundirnar eru skornar í sneiðar og þær ásamt kótilettunum
kryddaðar vel með salti, svörtum pipar karrý, papriku og OREGANO.
Sett í 175 gráðu heitan ofn og látið bakast 15-20 mín á hvorri hlið.
Berist fram með hrísgrjónum og fersku salati.
EFTIRRÉTTUR:
5 brúnir bananar
2 sítrónur
1/4 I rjómi
Sykur eftir behag.
Bananar músaðir og safinn úr sítrónunum hrærður saman við og sykri
bætt út í. Rjóminn þeyttur og svo hrærður varlega í bananamúsina.
Verði ykkur að góðu
Silvia
Silvia leitar ekki langt yfir skammt þvi hún skorar á son sinn Joel
Hromadko að vera næsti matgæðingur okkar i Austurglugganum.
mr.mnm
Ómar R. Valdimarsson er talsmaður Impregilo á íslandi og hefur staðið í ströngu á Kárahnjúkum, vinnan hefur kostað nokkrar and-
vökunætur en allt gengur stórvel þessa dagana, stíflubotninn hefur verið óþægilegur Ijár í þúfu en aðrar framkvæmdir á tíma og hann
ber Landsvirkjun góða söguna.
Nafn: Ómar Rafn Valdimarsson.
Aldur: Verður 27 ára 7. júlí n.k.
Fjölskylduhagir: Trúlofaður Rakel Hún-
fjörð og á tvo drengi 6 og 8 ára; Leó
Augusto og Óliver Tiago.
Ætt og uppruni i stuttu máli: Ég rek
ættir mínar til Vestmannaeyja í föðurlegg
en móðir mín og hennar fjölskylda eru
Reykvíkingar. Ég er afkomandi þeirrar
merku fjölskyldu Andersen í Vestmanna-
eyjum, en er fæddur í Reykjavík. Fyrstu ár
ævinnar ól ég manninn í Breiðholtinu en
flutti ungur í Kópavoginn og tel mig því
vera Kópavogsbúa.
Starf: Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ís-
lensk almannatengsl.
Uppáhalds
-bókin: Sjálfstætt fólk, hef sjaldan lesið
jafnmikið um sjálfan mig og alla sem ég
þekki eins og í þeirri bók.
-platan: Breytilegt eftir skapi en mér
finnst hljómsveit sem heiti Zero 7 alltaf
góð. Ég er mikið fyrir rólega chill-out
músík. Þessa dagana hefur þó rapparinn
50 Cent verið svolítið í geislaspilaranum
þar sem ég og strákarnir mínir erum að
búa okkur undir tónleika í ágúst.
-kvikmyndin: Citizen Kane, lærði að
meta hana í fjölmiðlafræði, Raging Bull er
líka góð en báðar eru þær svarthvítar.
Mottó: Winning silver is losing gold.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú
hefur lent í? Það er hætt við því að ég
geti ekki hætt að telja ef ég byrja...
Kostir: Ég er mjög vinnusamur, sann-
gjarn og stend við gefin loforð.
Gallar: Ég er of vinnusamur, þver og það
er oft stutt í hrokann hjá mér.
Grafskrift að eigin vali: Ertu þá far-
inn? með nótunum úr lagi Skítamórals
meitlaðar í steininn fyrir neðan textann.
Ómar R. Vatdimarsson