Austurglugginn


Austurglugginn - 01.07.2004, Qupperneq 11

Austurglugginn - 01.07.2004, Qupperneq 11
Fimmtudagur 1. júlí AUSTUR • GLUGGINN 11 IÞROTTA % FRETTIR Nýr keppnisvöllur fyrir hestaíþróttir í Fjaröabyggð: „Bylting í hestaíþróttinni" -segir Guðröður Hákonar- son, félagi í Hestamannafélag- inu Blæ og formaður vallar- nefndar. Þann 17. júlí næstkomandi verður haldið félagsmót á glænýj- um keppnisvelli Hestamannafé- lagsins Blæs en þetta verður eini löglegi keppnisvöllur fyrir hestaí- þróttir í Fjarðabyggð. Félagið ijármagnar gerð vallarins sjálft en fékk uppbyggingarsamning við Fjarðabyggð og Samvinnufélag útgerðarmanna styrkti líka verk- efnið. Ætlunin er að setja vikur á völlinn en hingað til hafa menn notað ýmsar tegundir af möl sem ekki hefur þótt virka sem skyldi. Guðröður Hákonarson hjá fé- laginu segir þetta mikla breytingu á aðstöðu frá því sem hefur verið. „Þetta er alger bylting í hestaí- þróttinni hér,” sagði hann í sam- tali við blaðið. „Þetta á eftir að stuðla að auknum vinsældum í- þróttarinnar en það er töluverður íjöldi fólks sem stundar þessa í- þrótt sem keppnisíþrótt.” Hann telur að þetta sé ekki síst mikilvægt vegna þess að ungling- ar og krakkar fá með þessu al- mennilega æfingaaðstöðu. „Hér hafa margir efnilegir krakkar ver- ið að æfa en hafa liðið fyrir það að ekki hefur verið góð æfinga- aðstaða. Von okkar er sú að með þessu móti náði þeir lengra í í- þróttinni.” Aðspurður hvers vegna menn hafi ekki farið í svona fram- kvæmdir fyrr sagði Guðröður: „Við vildum safna peningunum fyrst þannig að við myndum ekki skuldsetja félagið.” Reiknað er með því að verkið kosti 3,5 til 4 milljónir. Nú er unniö hörðum höndum að því að klára nýja keppnisvöllinn fyrir hestaiþróttir i Fjarðabyggð. Þetta er eíni löglegi völlur- inn I Fjarðabyggð. 3. deild karla D riðill Höttur Sindri Vilhjálmsvöllur 0-0 Neisti - Huginn Djúpavogsvöllur 0-2 Einherji - Leiknir Vopnaijarðarvöllur 2-0 Félag LU J r MörkNet Stig 1 Fjarðabyggð 53 11 15:4 11 10 2 Huginn 4 3 1 0 7:2 5 10 3 Einherji 52 1 2 6:7 -1 7 4 Sindri 5 13 1 3:4 -1 6 5 Neisti 5 2 03 4:9 -5 6 6 Leiknir 5 1 1 3 5:11 -6 4 7 Höttur 5 03 2 3:6 -3 3 Næstu leikir: fim 1. júlí 20:00 Sindri - Fjarðabyggð Sindravellir fos 2. júlí 20:00 Huginn - Höttur Seyðisfjarðarvöllur 1. deild kvenna C riðill Sindri - Höttur Sindravellir 4-0 Félag LUJT MörkNetSHg 1 Sindri 4 3 10 18:4 14 10 2 Höttur 3 1 0 2 4:13 -9 3 3 Fjarðabyggð 3 0 1 2 7:12 -5 1 Næstu leikir: þri. 6. júlí 20:00 Fjarðabyggð - Sindri Eskifjarðarvöllur Atgervisflótti úr knattspyrnunni Þjálfarar og forráðamenn fé- laga sem Austurglugginn ræddi við telja að aðstöðuleysi hái knattspyrnu á Austurlandi. Leikmenn „flýja” í aðra lands- hluta þar sem aðstaða er betri til iðkunar allan ársins hring. Skiptar skoðanir eru um fyrir- hugað knattspyrnuhús á Reyð- arfirði. Heimir Þorsteinsson, annar þjálfara Fjarðabyggðar segist þokkalega ánægður með stöðu síns liðs en það er í efsta sæti ásamt Huginn þegar þetta er skrifað. Heimir segir lið Fjarðabyggðar eingöngu skipað heimamönnum því allir hafi þeir búið lengi í Fjarðabyggð. Hann segir Fjarða- byggð hafa misst níu leikmenn eft- ir síðasta keppnistímabil en þeir hafi fengið einn nýjan og „dregið tvo á flot eftir langt hlé.” Hann segir Fjarðabyggð búa yfir fáum leikmönnum og segir aðstöðuleysi á Austurlandi vera þess valdandi að leikmenn fari í aðra landsfjórð- unga til að spila. „Um leið og ein- hver fer að geta eitthvað er hann farinn. Aðstaðan á Akureyri lokkar þá burtu,” segir Heimir og vísar þar til knattspyrnuhúss á Akureyri. Hann telur að slíkt hús á Reyðar- firði muni gjörbreyta aðstöðunni hér eystra og verða austfirskri knattspyrnu til framdráttar. Þjálfari Hugins á Seyðisfirði er Brynjar Gestsson og sagðist hann vera sáttur við gengi liðsins. Hug- inn er með ungan leikmannahóp en þeir urðu fyrir því að missa fyr- irliðann í upphafi móts auk nokk- urra annarra leikmanna. Hann seg- ir unga menn hafa komið til að spila með Hugin og nú sé sam- keppni um stöður í liðinu og því leggi leikmenn sig alltaf fram um að gera sitt besta. Huginn er með stóran leikmannahóp og liðsand- inn góður að sögn Brynjars. Seyð- firðingar hafa leikið heimaleiki sína á malarvelli en stefnan er sett á að leika gegn Hetti á nýjum gras- velli 2. júlí. Þegar Árni Ólason hjá Hetti var inntur eftir ástæðum fyrir slæmu gengi liðsins í sumar, segir hann að það sé fyrst og fremst vegna þess að það hafi misst tíu menn úr byrjunarliðinu síðan í fyrra og nú komi leikmenn eingöngu „úr nær- sveitum” en ekki frá Júgóslavíu. Hann segir Hött hafa farið nýja leið og fengið til sín mannskap úr utandeildaliðum sem ekki hafi komist að fyrr. Liðið er ungt, það skortir reynslu en hún mun koma í sumar að mati Árna. Hann segir að í raun hafi myndast tíu ára gat því liðið hafði verið nær óbreytt í jafn mörg ár. Árni bendir á að Höttur sé öflugastur i yngri flokk- um hér fyrir austan og eigi því framtíðina fyrir sér. Hann vonar að fyrirhugað knattspyrnuhús á Reyðarfirði skili árangri en telur þó að skynsamlegra sé að leggja gerfigras á vellina okkar því hann segir að húsið muni verða of dýrt til að félög muni nota það fyrir yngri flokka. Það er Ijóst að efnilegir knatt- Sundíþróttin er komin á fullan skrið í Neskaupstað og á dögun- um fór Elínborg Hilmarsdóttir, íjórtán ára gamall sundiðkandi, á Aldursflokkameistaramót ís- lands en þar var Þróttur í Nes- kaupstað með einn keppanda en Þróttur var eina félagið á Austurlandi sem sendi kepp- anda. Guðlaug Ragnarsdóttir segir það ekkert óvenjulegt enda sé þetta mjög sterkt mót: „Það þarf að ná ákveðnum lágmörk- um í tíma og þessi skilyrði eru mjög ströng. Það voru t.d. bara tveir krakkar hjá mér sem náðu þeim.” Elínborg keppti í 100 m spyrnumenn á Austurlandi hleypa heimdraganum og hvort knatt- spyrnuhús á Reyðarfirði muni breyta einhverju þar um, skal ósagt látið. flugsundi og í 100 m baksundi og í seinni keppnisgreininni náði hún tólfta sæti sem þykir gott að sögn þjálfara hennar. „Þetta er geysilega sterkt mót og ég er mjög ánægð með hana.” Hjá Þrótti æfa nú ijörutíu krakkar og nú eru nýhafin nám- skeið fyrir fimm til sex ára gamia krakka. Og nóg um að vera í sundinu eystra. Landsmót UMFÍ verður haldið þann 9. júlí á Sauðárkróki og UÍA mun senda úrvalshóp þangað. Ekki má heldur gleyma sumarhátíð UÍA sem haldin verður 17. til 19. júlí næstkomandi. Neskaupstaður: Sundið komið á skrið...

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.