Austurglugginn


Austurglugginn - 12.08.2004, Page 4

Austurglugginn - 12.08.2004, Page 4
4 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 12. ágúst Austur»glugginn www.austurglugginn.is Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot & prentun: Héraðsprent Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Helgi Seljan 477 1750 - 849 7386 - helgi@agl.is Blaðamaður: Björgvin Valur Guðmundsson 477 1755 - 869 0117 - sludrid@simnet.is Framkvæmda- og auglysingastjóri: Erla Traustadóttir 477 1571 - 866-2398 - erla@austurglugginn.is Auglýsingar: Rut Hafliðadóttir 477 1571 - 693 8053 - rut@agl.is Auglýsingasími: 477 1571 - Fax 477 1756 Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga. Póstfang: Hafnarbraut 4, 740 Fjarðabyggð Sími 477 1755 - 477 1750 - frett@austurglugginn.is AÐSENDAR GREINAR Austurglugginn birtir aðsendar greinar. Greinarnar skal senda á netfangið jonknutur@agl.is ásamt mynd af höfundi. Austurglugginn áskilur sér rétt til að velja og hafna og stytta greinar. Tímans rás Góður vinur minn sem nú er l á t i n n , sagði eitt sinn að tímaskyn- ið breyttist með aldrinum enda hafði ég sos- em veitt því athygli hvað tíminn virðist líða mikið hraðar núna þegar miðjum aldri er náð en hann gerði þegar ég var barn. Þessi vinur minn sagði að þegar fram yfir miðjan aldur kæmi, færi tíminn aftur að hægja á sér og færi með svipuðum hraða og hann gerir hjá börnum. Þetta kollvarpaði hávísindalegri kenn- ingu minni um liraða tímans en hún gekk út á það að eftir því sem við lif- um lengur og hefð- um lengri ævi til viðmiðunar, virtist hver dagur styttri. Því kom ég mér upp annarri kenn- ingu þess efnis að tíminn liði hægar þegar maður er að biða eftir einhveiju. Sem böm og ung- lingar bíðum við eftir að eldast; fyrst var það bið- in eftir að komast inn á tólf ára bíó, síðan sextán ára ball, þá bíl- próf og að lokum var það biðin eftir að mega drekka brennivín. Að vísu skal það játast hér og nú að ég hafði ekki þolinmæði til að bíða eftir að verða nógu gamall til að drekka löglega og tók því margra ára forskot á sæluna. Þegar á miðjan aldur er komið, er ekki eftir neinu að bíða, eða öllu heldur er næsta æviskeið ekkert tilhlökkunarefni að manni finnst. Bakið er farið að gefa sig, þrálátur reykingahósti gerir vart við sig, fæturnir bera mann ekki jafn auðveldlega yfir foldina og áður (ekki það að ég hafi sett nein met í hlaupum því ég hef fram til þessa reynt að komast upp með að hreyfa mig eins lítið og framast er unnt og gengið bara nokkuð vel i þeirri við- leitni) og því er ellin lítið til- hlökkunarefni ef hrörnunin held- ur áfram með stigvaxandi getu- leysi til allra hluta. En þegar efri árin færast yfir, fer maður sennilega að bíða á nýjan leik - hættur að vinna og hefur ef til vill lítið fyrir stafni líkt og börnin sem oft á tíðum virðast ekki geta fundið sér neitt við að vera. Maður fer sumsé ó- meðvitað að biða eftir endalok- unum og næsta lífi því eflaust verð ég búinn að telja mér trú að það sé til, nái ég því að verða gamall maður. Á eftir þessum formála, sem aldrei átti að verða svona langur, ætlaði ég að skrifa stutta hug- leiðingu um að nú er sumarið liðið eins og hendi sé veifað og haustið muni taka völdin innan skamms. Mér finnst nefnilega svo örstutt síðan sumarið kom í allri sinni dýrð; svo stutt síðan ég heyrði fyrst í ló- unni eða faldi páska- egg fyrir börnunum mínum (best að fara að segja þeim hvar þau eru). Svei mér þá ef ég er ekki enn þunnur síð- an á sjómannadag, svo stutt er síðan hann var. Senn munu lömbin þagna því fyrr en varir verður hafin slátur- tíð - best að koma sér upp góðri helti til að losna við bévitans göngurnar - og sveittar, alblóð- ugar húsmæður munu standa á haus í sláturgerð. Skólar munu opna dyr sínar fyrir námsfúsum börnum á næstu dögum enda hljóta þau vera orðin leið á bið- inni. Svona líður tíminn án þess að nokkur fái rönd við reist, við eldumst með hverjum deginum sem þýtur hjá og innan skamms er það elliheimilið með fondri og Rauða kross samkomum. Að lokum vil ég nota þetta tækifæri til að óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Björgvin Valur Guðmundsson blaðamaður og tímaþjójur PALLBORÐ Úlfgrá Jökla ygglir sig... J ö k l a , þessi vina- lega og frem- ur hógværa jökulá hefur upp á síð- kastið minnt okkur á það svo um mun- ar, hversu megnug hún er og ekki síst, að hún sé til alls líkleg. Af yfirbragði hennar og dulúð má þó skilja að henni hugn- ist ekki það fjölmiðlafár er gjörn- ingar hennar hafa valdið síðustu daga og sé henni síður en svo að skapi. Hún vill jú aðeins komast leiðar sinnar án teljandi vand- kvæða og líkast til óáreitt. Þessi mikilfenglegi bæjarlækur þeirra Jökuldælinga sem i munni flestra gengur undir nafninu Jökla, stundum nefnd Jökulsá á Dal eða Jökulsá á Brú er án nokkurs vafa mesta og lengsta vatnsfall á Aust- urlandi. Hún er 150 km löng, með 3700 km2 vatnasvið og meðal- rennsli upp á 152 m3 á sekúndu. Hvergi er hún væð, nema vatnslít- il sé á vetrum. Hún á upptök sín undan og ofan af Brúaijökli úr mörgum stórum og smáum kvísl- um auk Kringilsár, Gljúfrakvíslar og Sauðár að vestan. Þá ber hún einnig þann vafasama eða virðu- lega titil, eftir því hvernig á það er litið að vera gruggugust allra spræna á landinu öllu. Mun það ekki vera að ástæðulausu sem henni hlotnast sá heiður því hún flytur með sér hvorki meira né minna um það bil 120 tonn af leir, sandi og möl á hverri klukkustund. Ef við leikum okkur aðeins með tölulegar staðreyndir í þessu sam- bandi, þá reiknast mér það til, þó stærfræðikunnátta min sé ekki upp á marga fiska, að hún ferðist með til hafs, ef heimildir mínar eru rétt- ar, um það bil 2880 tonn á sóla- hring, 20160 tonn á viku, 80640 á mánuði og 967680 tonn á ári. Á mínútu hverri gæti hún þá verið að flytja heil tvö helvítis tonn! Þvílík endalaus þrautseigja og vinnusemi leyfi ég mér að fullyrða. Þá er líka athyglisvert að í henni er hvergi að finna neinn foss, og ku ástæðan vera sú að hún brýtur þá alla af sér sökum ógnarkrafts síns. í ljósi þessara staðreynda spyr maður sjálfan sig hvort það sé akkur i því eða til bölvunar að flytja fyrirbæri þetta austur í Lagarfljót. í huga mínum hefur áin Jökla og ekki síst nafn hennar, ætíð skipað veglegan sess og átt virðingu mína óskipta, allt frá bernskuárum mín- um er ég ferðaðist með foreldrum mínum og systkynum um ríki hennar, stundum einu sinni til tvisvar á ári í heimsókn til skyld- menna minna er þá bjuggu að Arn- órsstöðum á Efri dal. Það þótti mikið og krefjandi ferðalag á þeim tíma með tilheyrandi bílveiki, og oftar en ekki var það fyrirkvíðan- legur andskoti að þurfa keyra yfir Jöklu tvisvar sama daginn. Iðulega var hart lagt að bílstjóranum, með hrópum og köllum að flýta for, eins hratt og kostur væri á, yfir hið uggvænlega vatnsfall. Uppfullur af angist og geðshræringu, kreisti maður augun aftur og varla þorði maður fyrir sitt litla líf að horfa út um glugga bifreiðarinnar niður í ólgandi, botnlaust hyldýpið meðan ekið var yfir. Þegar maður fór svo að geta ekið sjálfur með tilskilin ökuréttindi, var ekki um annað að ræða að vera með augun opin ef einhverra hluta vegna þurfti maður að ferðast um þessar slóðir. Ekki minnkaði aðdáun mín á Jöklu, nánasta umhverfi hennar og mætti, þegar ég fyrir nokkrum árum leit augum í fyrsta sinn gljúfur þau er hún hefur myndað í gegnum ald- irnar við Kárahnjúka og Hafra- hvamma, nálægt 200 metra djúp þar sem dýpst eru og 50-70 metra breið. Á dögunum þegar títtnefnd flóð í Jöklu ógnuðu virkjunarfram- kvæmdum við Kárahnjúka mátti ég til með að fara og berja þá gömlu augum í ham sínum. Þarna silaðist hún hljóðlega niður farveg sinn, og búin að setja brúnna þá nýjustu á kaf. Eg stillti mér upp ekki fjarri brúarstæðinu og virti fyrir mér þetta stórbrotna náttúru- undur með lotningu. Ekki hafði ég staldrað lengi við, þegar einhvers konar bakflæði frá henni seildist í átt til mín og það var rétt eins og hún væri að segja mér að betra væri fyrir mig að halda mig fjarri. Skömmustulegur snéri ég við um hæl og hélt mína leið. Með mér í för var fjögurra ára gömul dóttir mín, sem líkt og ég hefur gaman að útvist og ferðalögum þó ung sé að árum. Eins og önnur böm á hennar reki er henni nauðsynlegt að fá útskýringar á flestu því er fyrir augu ber og oft fær maður að heyra þetta sígilda orð „af- hverju...“. Þegar ég tók að útskýra fyrir henni hvað væri að gerast á þessum slóðum, hvað kallamir í grænu vestunum væm að gera og svo framvegis, og að þegar hún yrði stór yrði stór hluti þessa svæðis komið undir vatn, sagði sú stutta eftir andartaks þögn: „- Pabbil, ég vil ekki að allt fari á kaf, mig langar að eiga þetta“. Þegar pistill þessi er ritaður að morgni mánudags í þessari viku, hefur Jökla um stundarsakir linað heljargreipar sínar á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka. Mönnum ætti þó að vera það fullljóst og vera meðvitaðir um það að áin Jökla er síður en svo leikfang sem auðvelt er að hemja og þegar á vik- unna líður mun hún ef veðurspár ganga eftir gera aðra atlögu að varnarstíflunni. Em líkur á því að væntanleg tilraun hennar við að komast óhindruð sína aldagömlu leið eftir farvegi sínum til sjávar, mun ekki verða tilkomuminni en sú fyrri ef fram fer sem horfir. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr hefur Jökla hvergi nær sagt sitt síðasta orð. Úlfgrá Jökla ygglir sig úfin byltist reið hennar andi heillar mig og hrífur langa leið Rétt er að geta þess að lokum til að komast hjá miskilningi, að grein þessi er ekki tilraun til áróð- urs gegn virkjun og uppbyggingu á Austurlandi, einungis þankar mínír byggðir á staðreyndum og raunverulegum atburðum. Góðar stundir! Eftir Huga Guttormsson Fella- skáld.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.