Austurglugginn


Austurglugginn - 12.08.2004, Blaðsíða 5

Austurglugginn - 12.08.2004, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. ágúst AUSTUR • GLUGGINN 5 H- Er málið að fara að brjóta ein- hverja glugga ? Ég sit og horfi út um gluggan. Mér leiðist, þannig að ég glugga aðeins í Austurgluggan. Les grein um glugga.net. Glugga.nets greinin í Austurglugganum er leiðinleg, þannig að ég ræsi gluggak- erfið í tölvunni minni. Ég glugga [ geg- num síðurnar, hlusta á útvarpið í netvarfa gluggakerfissins, þar er Bubbi að syngja um stúlku sem starir út um gluggan. Ég horfi út um gluggan, hugsa um félaga minn, Gluggagægjir, ímynda mér að ég sé að horfa á hann i gegnum gluggan, horfa inn um annan glugga. Það er kominn ágúst, Gluggagægjir á ekki vera í huga mínum núna. Það eru of margir gluggar opnir hjá mér. Það er hættulegt að hafa of marga glug- ga opna í einu, þá kemur bara upp ólög- leg aðgerð í gluggum... Ég held ég sé orðinn gluggaður. vitlaust fólk í hraðbúð essó kom kona nokkur um daginn og verslaði sér eitthvað í svanginn. það var auðséð að konan var ferðalangur, sennilega frá reykjavík. þegar hún kom á kassann til mín ákvað hún að kaupa sér blað að lesa, tók mog- gann og dv en sagði svo; nei ég sleppi dv, það er svo mikið slúðurblað snéri sé svo að blaðastandi sem er við hinn kassann og tók séð og heyrt og lagði á færibandið hjá mér. mig langaði til að öskra framaní smettið á henni að þetta væri enn meira slúðurblað en ég ákvað að halda “coolinu" og spurði hana hvort hún vildi afritið. Björgvin Gunnarsson, a.k.a. Lubbi klettaskáld. http://lubbi.blogspot.com/ Við rætur hugans Ég hef fundið starfsstétt sem ég á erfiðara með að tjá mig við en fallegt kvenfólk. Hárgreiðslukonur virðast aldrei nokkurntíman vita um hvað ég er að tala þegar ég bið um hárgreiðslu og því enda ég í nánast öllum tilvikum með allt annað útlit en ég ætlaði mér að fá í klippistól- num. Engar áhyggjur þó, þetta gefur gerst í síðasta sinn þv( ég hef ákveðið að mæta tilbúinn með teikningar, myndir, útskýringar sérfræðinga og jafnvel stærðfræðiútreikninga næst þegar ég fer ( klippingu svo ekkert klikki og hver veit, kannski fer ég ekki að gráta í miðri klip- pingu eins og svo oft áður. Sigmar Bóndi Arnarson, a.k.a. Sigmar von Reichs RadioMeister. http://landmandinn.blogspot.com/ Finnur Torfi Gunnarsson, a.k.a. Finnur heimsmeistari í skák. httpMwww. finnurtg.blogspot. com/ 1 Æskulýðs- og íþróttafulltrúi Laust er til umsóknar starf œskulýðs- og íþrótta- fulltrúa Fjarðabyggðar. Um er að rœða fullt starfog þarfviðkomandi að geta hafið störfsem fyrst. Menntun á sviði uppeldis- og kennslufræða eða sambærileg menntun æskileg auk þess sem reynsla af æskulýðs-, íþrótta-, og félagsmálum er mikilvæg. Skriflegar umsóknir berist til Fjarðabyggðar, Búðareyri 7, 730 Reyðarfirði fyrir 27. ágúst n.k. en þá rennur umsóknarfrestur út. Laun samkvæmt kjarasamningi Kjarna og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið veita Æskulýðs- og íþróttafulltrúi í síma 470 9098, netfang: sigridur@fjardabyggd.is og forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs í síma 470 9092 og 861 2221, netfang: gulli@fjardabyggd.is. Nánari upplýsingar eru einnig á www.job.is og www.fjardabyggd.is Forstööumaður frœðslu- og menningarsviðs Fjarðabyggðar ATVINNA Óskum eftir að ráða starfsfólk í 100% vaktavinnu, bæði í sjoppu og grill. Aðeins 18 ára og eldri. IIIISMII Allar nánari upplýsingar gefa Svanhildur og Kristín í síma 470 1231, eða á staðnum á milli kl. 9 og 17. SJOPPA - GRILL - VÍDEOLEIGA Sími 470 1230 Þjóðleg stemning úr mörg- um áttum á þjóðahátíð Þjóðahátíð Austfirðinga verður haldin sunnudaginn 12. septem- ber nk á Eg- ilsstöðum. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin á Austurlandi, en þær fyrri voru haldnar á Seyðis- firði og í Fjarðabyggð. Undirbún- ingur hátíðarinnar er í höndum fjög- urra manna undirbúningsnefndar en starfsmaður hefur verið ráðin María Ósk Kristmundsdóttir. Hátíð sem þessi er að sjálfsögðu vart fram- kvæmanleg nema til komi fjöldinn allur af sjálfboðaliðum sem af dugnaði og ósérhlífni leggur fram krafta sína. Líknarfélög, fyrirtæki, starfsmannafélög að ógleymdum fjölmörgum einstaklingum leggjast því á eitt, nú sem endranær, við að gera þjóðahátíðina sem veglegasta og glæsilegasta. Umfang hátíðarinnar hefur farið vaxandi ár frá ári og má búast við fleirum á þessa hátíð en nokkru sinni fyrr. Vel yfir 40 þjóðir og þjóðabrot búa nú á Austurlandi, að ótöldum öllum þeim Qölda sem nú um stundir býr við Kárahnjúka. Má því búast við afar fjölbreyttri og al- þjóðlegri hátíð. Eins og á fyrri hátíðum verður boðið upp á skemmtiatriði frá ýms- um löndum við setningarathöfn og eftir það gefst gestum kostur á að ganga um svæðið, bragða á góm- sætum réttum og kynnast menningu hinna ýmsu þjóða. Islendingar munu að sjálfsögðu setja sinn svip á hátíðina og gefa aðfluttum þannig færi á að kynnast menningu og mat landsmanna. Með þjóðahátíð gefst kærkomið tækifæri til að kynnast aðfluttum Austfirðingum, viðhorfum þeirra, menningu og listum, og að sama skapi sýna aðfluttum að við kunn- um vel að meta aðkomu þeirra að lífinu á Austurlandi. Aðalheiður Birgisdóttir Eru íslendingar Gay-pride þjóð? Síðastlið- inn laugardag gengu þús- undir manna fylktu liði niður Lauga- veg í karni- va1f í 1 in g. Ekki var ein- göngu um að ræða samkynhneigt fólk heldur einnig aðstandendur og baráttufélaga þeirra og því má með sanni segja að samkynhneigðir hafi átt þennan dag, mættu skuldlaust eiga fleiri en það er svo annað mál. Nóg í bili? Á föstudagskvöldið sátu fyrir svörum í Kastljósi sjónvarpsins fólk sem á einn eða annan hátt tengdist atburðum vikunnar. Þetta voru þau Maríus Sverrisson, Jónína Bjart- marz þingkona og Bogomil Font (les. Sigtryggur Baldursson). Aðal- umræðuefni þáttarins voru svokall- aðir Hinsegin dagar og þá ekki síst réttindabarátta samkynhneigðra á Islandi í gegnum árin. Athyglisvert var að fylgjast með eina þingmann- inum í hópnum keppast við að mæra samkynhneigða sem mest hún mátti, tala fjálglega um hvað hefði nú áunnist í réttindamálum þeirra inni á þingi o.s.frv. Þegar svo spyrill þáttarins spurði þingmann- inn lykilspurningarinnar: Hvenær samkynhneigðum yrði tryggður réttur til ættleiðinga líkt og þeim gagnkynhneigðu, fór þó allt í baklás hjá Jóninu sem muldraði eitthvað út úr sér með að réttindin fengjust í skrefum en endurtók þó að margt hefði áunnist. Athyglisverð afstaða til mannréttindabrots það. Húsvörðurinn og djöfladýrkunin Sömu sögu er að segja af hinni ís- lensku þjóðkirkju sem þrátt fyrir að- skilnaðarstefnu sína i garð samkyn- hneigðra nýtur forréttinda umfram öll önnur trúfélög á íslandi - svo finnst prestum skrýtið að maður nenni ekki að eyða sunnudögum í að hlusta á þá boða kærleikann. En í hvert sinn sem þetta er rætt við full- trúa hinnar alíslensku kirkju hlaupa þeir hinir sömu undan í flæmingi og bera fyrir sig að málið hafi annað hvort gleymst ellegar ekki fengist full rætt á prestastefnum einhvers konar. Það vantar ekki að sömu rík- isstyrktu húsverðirnir út um allt land eru tilbúnir að hoppa hæð sína í loft upp og fyllast vandlætingu þegar ungt fólk leyfir sér að gantast með orð eins og „satan“ eða „María mey“, eins og ónefhdur prestur hér fyrir austan gerði - og sjálfan sig að fífli í leiðinni - hér í blaðinu um dag- inn. En þegar kemur að því að ræða annað en ógreinanleg skil milli góðs og ills þá stendur allt fast í einhverju sem er svo miklu meira en íhalds- semi að manni verður nóg um. Ríkisstyrkt umburðarlyndi Ég tók líkt og fleiri þátt í helgi- leikjum sem bam og man ekki betur en þar hafi trúin á hið góða í mann- inum og ekki síst fyrirgefning gam- alla synda verið ofan á og því fyrir- gaf ég blessuðum húsverðinum það að kalla ungu skemmtikraftana í Austurglugganum um daginn djöfla- dýrkendur - enda er oft spuming hvomm megin línunar maður vill vera þegar svona er sagt. Hversu lengi hommar og lesbíur þessa lands munu fyrirgefa þjóðkirkjunni hatur sitt á þeim er óvíst en umhugsunar- efnið er eftir sem áður aðeins eitt: Getur það verið að á einum vagni í Gay-pride göngunni síðastliðinn laugardag hafi reynst meira umburð- arlyndi en í öllum þeim stéttum sem við köllum sálusorgara og þjóna al- mennings? Svar óskast, merkt: „Kynvillingar“. Eftir Helga Seljan blaðamann óthildur segir. m m Bóthildur hefur fundið einn sálu- félagann til viðbótar; nefnilega Jöklu því eins og allir vita, heldur Jökla ekki vatni yfir framkvæmd- unum þarna í efra. Það gerir Bót- hildur nefnilega ekki heldur. Bót- hildi þykir afskapega gaman að stæltum og sveittum karlmönnum, berum í mittisstað með skóflu í hönd eða uppi í skurðgröfu sem fyr- ir Bóthildi er kynrænt tákn. Skurð- gröfur þykja henni vera framleng- ing karlmennskunnar - reistur arm- ur sem grefur sig ofan i raka mold- ina. Bóthildur staupar sig og fer í kalda sturtu. Marga ferðina hefur hún farið þarna uppeftir til að virða fyrir sér myndarlega karlmenn í öllum regn- bogans litum, hamast og djöflast í harðri baráttu við náttúruröflin. Há- marki náði þetta þó þegar Jökla gekk í lið með Bóthildi og flæddi. Þá sýndu þessi marglitu kyntákn hvers þau eru megnug en mest fannst henni þó til kynningarfull- trúa Kárahnjúkavirkjunar koma. Pollrólegur mætti hann í fjölmiðla og útskýrði fyrir Bóthildi hvað væri að gerast og hann sannfærði hana um að engin hætta væri á ferðum. Það tók að vísu dálitla stund fyrir Bóthildi að sannfærast því hún veit kvenna best að konu með vaxandi rakastig fær fátt stöðvað, jafnvel þótt göngin séu stífluð. Kynningar- fulltrúinn er geðþekkur maður á of- anverðum miðjum aldri, rétt eins og Bóthildur. Og hann talar útlensku líka, rétt eins og Bóthildur, þvi hún sá í dag viðtal við hann í ammrísku blaði. Þar er líka talað við Skalla- grím og Árna hása sem finna Kára- hnjúkavirkjun allt til foráttu, bölv- aðir. En kynningarfulltrúanum, Mr. Arnalds eins og útlendingarnir kalla hann, tókst aftur að sannfæra Bót- hildi að allt væri í stakasta lagi. Karlana vantar neluilega vinnu og Mr. Arnalds sagði að þeir myndu streyma í álverið á Reyðarfirði af nærliggjandi fjörðum þótt Bóthild- ur vilji fyrir sína parta frekar fá sjóðheita Itali en Stöð- eða Seyð- firðinga, svo borið sé niður af handahófi. En Bóthildur er náttúruvæn og það í viðasta skilningi þess hugtaks. Henni finnst að nýta beri náttúru- auðlindir landsins, einkum og sér í lagi ef það getur orðið til þess að Bóthildur geti nýtt sínar. Hún hefur nefnilega ffétt af lestri í ákveðnum útlenskum blöðum að náttúruauð- lindir hennar sé hægt að virkja og þær séu mun arðbærari en Kára- hnjúkavirkjun. Bóthildur segir skál fyrir því!

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.