Austurglugginn


Austurglugginn - 12.08.2004, Síða 8

Austurglugginn - 12.08.2004, Síða 8
8 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 12. ágúst Spurning vikunnar Arnór Benediktsson Það held ég ekki. Vilhjálmur Snædal Ekki viss um hvort hún hafi verið vanmetin. Ég held það hafi verið vitlaust reiknað. Stefán Ólason Já, hún var ekki rétt reiknuð. Vernaharður Vilhjálmsson Það er einhver feill i þessu. Þeir eru að reyna að fría sig. Aðalsteinn Jónsson Nei, ég tel það ekki vera. Hún er óræð Jökla og mikið afl sem verið er að beisla. MANNLÍFIÐ Vel heppnuð hátíð Austijarðatröllið 2004 fór fram um síðustu helgi en keppt var á þremur stöðum - Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Mik- ill menningarauki er að svona hátíð en samkvæmt skilgreiningu okkar á Austurglugganum telst allt það vera menning sem maðurinn tekur sér fyrir hendur í þeirri viðleitni sinni að lyfta sér upp úr amstri hversdagsins. Þetta er í áttunda skipti sem þessi hátíð er haldin og hafa hvorki keppendur né áhorf- endur verið fleiri en núna. Njáll Torfason á Breiðdalsvík hefúr veg og vanda að skipulagningu hátíðar- innar og var hann að vonum á- nægður. Urslit urðu þau að Guðjón Gíslason hreppti titilinn Aust- fjarðatröllið en fast á hæla honum kom Ingvar Ingvarsson. I þriðja sæti varð Sigfús Fossdal. bvg Það var tekið á um helgina en steinninn sem þessi iturvaxni ungi maður ber i fanginu, er 183 kiló að þyngd eða sem svarar fjórum og hálfum sementspokum með sex mjólkurfernum ofan á. Athafnamaðurinn Þórarinn Hávarðsson á Eskifirði: Opnar á Toppnum „Ég reikna með að opna í sept- ember, hvenær veit ég ekki alveg en við stefnum á september,“ sagði Þórarinn Hávarðsson, at- hafnamaður á Eskifirði, þegar blaðamaður leit við hjá honum á þriðjudagsmorgun. Þórarinn er nú í óðaönn að leggja lokahönd á bar og veitingastað við Strand- götuna á Eskifirði, þar sem áður var hárgreiðslustofan Toppurinn. Þórarinn hyggst bjóða upp á öl og mat handa gestum sínum sem geta verið allt á annað hundrað í húsinu. Auk þess hyggst hann byggja stóran og góðan sólpall við húsið sem gestir geta fyllt í góðu veðri eins og því i byrjun vikunnar. Staðinn ætlar Tóti að kalla Toppinn, líkt og hár- greiðslustofúna sem áður var í hús- inu. Hann verður sem sagt á toppn- um. Þegar blaðamaður leit við hjá Tóta, eins og Þórarinn er jafnan kallaður, voru iðnaðarmenn á fullu að keppast við að gera húsið tilbúið íyrir öl- og dansþyrsta gesti sem Þórarinn er fúllviss um að streymi nú að. „Ég er búinn að vera héma með stráka frá Vélgæðum á Fá- skrúðsfirði og Viðhaldi Fasteigna í vinnu hjá mér. Þetta em þvílíkir dugnaðarstrákar að ég má til með koma þökkum til þeirra,“ sagði Tóti sem auk þess að vera að setja upp bar á Eskifirði selur nú bakkmat til verktaka á svæðinu sem mest hann má. „Ég er með svona venjulegan íslenskan heimilismat og það hefur verið nóg að gera“. helgi@agl.is Athafnamaðurinn á Toppnum Þórarinn Hávarðsson ásamt syni sinum Eiriki Hafdal. Á innfelldu myndinni sést nýi veitingastaðurinn hans Tóta en hann hyggst jafnvel bæta við aðstöðu til billiard-iðkunar á efri hæð hússins. Sunnanverður Seyðisfjörður Það er kjörið fyrir alla sem vilja sjá eitthvað spennandi að taka sér rúnt út með Seyðisfirðinum sunn- anverðum. Eflaust þykir mörgum sem draslið sé yfirgnæfandi á þess- ari leið, hvers fyrrum íbúar hafa að mestu yfirgefið, en í góðu veðri er gaman að keyra út með ströndinni og virða fyrir sér horfna tíma. Gömul og yfirgefin hús, jafnvel heilu síldarsöltunarstöðvarnar og bræðslumar, bera fyrir augu auk þess sem gömul malarnáma á leið- inni og tvær vinnuvélar þar - sem einna líkast er að hafi verið yfir- gefnar í kaffitíma sem aldrei end- aði - varpa dulúð á þessa leið. Ber er hægt að tina á leiðinni og vom tvö eldri hjón við þá iðju án lítils árangurs þó þegar blaðamann bar að. Reisuleg hús sem standa á stolt- inu einu saman eru skemmtilega mystísk og forvitnar kýr - eða bibl- íuígildi eins og Bjöm í Brekkukoti Halldórs Laxness kallaði skepnum- ar - gera þetta allt enn skemmti- legra. Staður vikunnar er sunnan- verður Seyðisfjörðurinn.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.