Austurglugginn - 12.08.2004, Qupperneq 11
Fimmtudagur 12. ágúst
AUSTUR • GLUGGINN
11
ÍÞRÓTTA * FRÉTTIR
Umsjón: Björgvin Valur
Allt getur gerst á toppnum
Spennan á toppi D riðils 3.
deildar hefur heldur betur magnast
því Einherji lagði Fjarðabyggð
með einu marki gegn engu á
Vopnafirði og Huginn sigraði
Leikni á Fáskrúðsfirði með íjórum
mörku gegn tveimur. Þegar þetta
er skrifað, geta bæði Einherji og
Huginn komist upp fyrir Fjarða-
byggð en þegar þetta birtist, verða
þau búin að leika hvort sinn leik-
inn - Einherji gegn Leikni á úti-
velli og Huginn gegn Sindra á
heimavelli. Huginn á nú eftir tvo
leiki en Einherji og Fjarðabyggð
einn.
KNATTSPYRNA
3. deild karla
D riðill
Úrslit:
Neisti - Sindri 0-3
Huginn - Leiknir 4 - 2
Einherji - Fjarðabyggð 1 - 0
Staóa:
Fclas L U J T Mörk Nel SliB
Fjarðabyggð 11 7 2 2 22: 8 23
Einhetji 11 7 1 3 19:13 6 22
Huginn 10 6 2 2 17:10 7 20
Sindri 10 3 3 4 12:12 0 12
Leiknir 10 3 2 5 15:21 -6 11
Neisti 10 3 0 7 7:18 -11 9
Höttur 10 0 4 6 4:14 -10 4
Nœstu leikir:
Laugard. 14. ágúst kl. 14:00
Djúpavogsvöllur
Neisti - Leiknir
Laugard. 14. ágúst kl. 14:00
Seyðisfjarðarvöllur
Huginn - Höttur
Laugard. 14. ágúst kl. 14:00
EskiJjarðarvölliir
Fjarðabyggð - Sindri
1. deild kvenna
C riðill
Úrslit:
Sindri - Höttur 6-0
Staða:
Félag L U J T Mörk Net Stig
Sindri 8 6 1 1 36:9 27 19
Fjarðabyggð 7 2 1 4 12:22 -10 7
Höttur 7 2 0 5 9:26 -17 6
Næstu leikir
Laugard. 14. ágúst - 17:00
Vilhjálmsvöllur
Höttur - Fjarðabyggð
Malarvinnslu-
bikarinn
Úrslit:
KE - Tab Extra 8-3
Þristur - UMFB/Höttur 2-4
Þórshöfn - B.N. '96 2 -4
Felag L U J T Mörk Net Stig
Gerpir
Reyðarfirði 7 4 3 0 24-12 12 15
KE 6 3 2 1 24-17 7 11
Þristur 6 3 1 2 21-19 2 10
TabExtra 7 2 3 2 22-25 -3 9
Boltafélag
Norðfj. 96 5 2 2 1 14-13 1 8
UMFB/
HötturC 5 2 12 19-18 1 7
Spyrnir 6 2 0 4 25-20 5 6
Þórshöfn 6 0 0 6 14-40 -26 0
Markahæstu leikmenn eru þeir
Andri Bergmann Þórhallsson
Huginn, Eggert Jónsson Fjarðar-
byggð, Marjan Cekic Fjarðabyggð
og Grétar Omarsson Fjarðabyggð
með fimm mörk hver. Frændurnir
Vilberg Jónasson og Daði Már
Steinnson í Leikni hafa skorað
hvor sín fjögur mörkin og tíu
næstu í röðinni eru með þrjú mörk
hver. Það er sumsé enginn afger-
andi markakóngur í riðlinum en
alls hafa fjörutíu og tveir leikmenn
skorað í sumar.
Leiknir og Huginn eru með flest
rauð spjöld eða þrjú talsins, Ein-
herji, Sindri og Höttur eru með tvö
hvert félag en önnur lið hafa
sloppið við þau. Höttur er með
þrjátíu gul spjöld, Einherji tuttugu
og níu, Fjarðabyggð tuttugu og
sex, Sindri tuttugu og þrjú, Neisti
tuttugu og eitt og Leiknir og Hug-
inn Qórtan hvort félag. Því er
Höttur með flest spjöldin í riðlin-
um eða þrjátíu og tvö samtals.
bvg
Ekkert gefið eftir í toppbaráttunni Úr leik Einherja og Fjarðabyggðar siðastliðinn föstudag.
(mynd: Jón Sigurðsson, vopnafjordur.is).
Elvar Jónsson þjálfari Fjarðabyggðar
Spáir Fjarðabyggð
og Huginn í úrslit
Elvar Jónsson
er annar tveggja
þjálfara Fjarða-
byggðar en liðið
er í efsta sæti D
riðils 3. deildar
með tuttugu og
þrjú stig, en á eftir að spila einn leik
- gegn Sindra á heimavelli. Austur-
glugginn spurði Elvar hvernig hon-
um litist á stöðuna í riðlinum.
„Þetta lítur ágætlega út fyrir okk-
ur en gæti litið betur út. Þetta er í
okkar höndum því sigur gegn
Sindra gulltryggir okkur í úrslit. Eg
treysti strákunum til að klára verk-
ið, þeir eru ungir og sprækir og
mórallinn fínn innan liðsins. Við
erum ekkert farnir á taugum.“ Elvar
segist gera sér grein fyrir því að rið-
illinn sé afar jafn og allir geti unnið
alla og með því hugarfari mæti þeir
í leikinn gegn Sindra. Þegar hann er
spurður hverjir hann telji muni
fylgja Fjarðabyggð í úrslit, telur
hann líklegast að það verði Huginn.
„Huginn getur jafnað á morgun
en þeir hafa tapað jafn mörgum
stigum og við en hafa leikið einum
leik færra. Einherji er líka með fínt
lið og þeir eiga hrós skilið fyrir
frammistöðuna í sumar. Ég ber
fulla virðingu fyrir þeim,“ segir El-
var Jónsson þjálfari Fjarðabyggðar.
bvg
Vel heppnuðu Unglingalandsmóti á Sauðárkróki lokið:
Góður árangur
UÍA-fólks
Keppendur frá UÍA voru 15
talsins, 12 í frjálsum, einn í skák,
einn í glímu og einn í golfi.
Stóðu þau sig öll með prýði og
voru félaginu til mikils sóma.
Þeir sem komust á verðlaunapall
voru:
Frjálsar:
Þorgeir Óli Þorsteinsson '91:
Langstökk: 4,63 - 2. sæti
lOOm 13,17 - 3. sæti
Elísa Marey Sverrisdóttir '93:
Kúluvarp: 7,55 - 1. sæti
Sigríður Klara Sigfúsdóttir '87
Hástökk: 1,25-3. sæti
1500m: 6:40,94 - 3. sæti
Valdis Lilja Andrésdóttir '86:
Kúluvarp: 10,13 m - 1. sæti
1500m 6:13,02 mín - 2. sæti
Nanna Hjúlmþórsdóttir '86:
Spjótkast: 20,13 - 3. sæti
Langstökk: 4,25 - 3. sæti
Skák 13-14 ára
Bjarni Jens Kristinsson
7 vinningar - 1 .sæti
Golf
Björgúlfur Kr. Bollason
13-15 ára drengir án forgjafar:
3. sæti
3-15 ára drengir með forgjöf:
3. sæti
Glima 17-18 ára:
Jón Ólafur Eiðsson
2. sæti
Malarvinnslubikarínn:
Gerpir Liðsmenn höfðu fulla ástæðu til að fagna enda liðið meistari í Malar-
vinnslubikarnum í fyrsta sinn. (Mynd: Mási).
Gerpir vann!
Þó enn sé ekki öllum leikjum
lokið í Malarvinnslubikar UÍA
hafa Gerpismenn frá Reyðar-
firði tryggt sér sigur þetta árið.
Gerpismenn töpuðu ekki leik og
skorðuðu alls 24 mörk i 7 leikj-
um sumarsins.
Malarvinnslubikarinn er árleg
keppni utandeildarliða eystra
sem nýtur sívaxandi vinsælda en
Gerpismenn sögðust í samtali
við Austurgluggann hæstánægð-
ir með sumarið og ekki síst þann
mikla stuðning sem þeir fengu
frá áhorfendum á heimaleikjum
sínum. Alls voru 8 lið skráð til
keppni í ár, frá Þórshöfn til Nes-
kaupstaðar og glæsileg tilþrif í
hverjum leik enda tilþrif og takt-
ar aðalsmerki Malarvinnslubik-
arsins.
helgi@agl.is
Mark! Úr leik Gerpis og Þórshafnar frá þvi fyrr í sumar. Þórshafnarbúar tóku
þátt i Malarvinnslubikarnum í fyrsta sinn en riðu ekki feitum hesti frá viður-
eign sinni við Gerpismenn á sterkum heimavelli þeirra á Reyðarfirði.
(Mynd: Mási).