Austurglugginn - 17.11.2005, Side 1
Austur • gl ugginr 45. tbl. - 4. árg. - 2005 - Fimmtudagur 17. nóvember ■ Cm) 1 kg. Konfekt kr. 1490
Verð í lausasölu kr. 350 Áskriftarverð kr. 1.140 á mánuði (kr. 285 eintakið) ISSN 1670-3561
Virkjunin fær
falleinkun
Kárahnjúkavirkjun er meðal sex
verstu virkjanaframkvæmda í
heimi, samkvæmt skýrslu World
Wildlife Fund samtakanna, „To
dam or not to dam” sem fjallar um
áhrif virkjana á umhverfi og sam-
félag. I skýrslunni segir að
framkvæmdin hafi vakið hörð
viðbrögð, heima og heiman, þar
sem menn hafi áhyggjur af áhrifum
hennar á viðkvæmt og verðmætt
ósnortið land. Þá er einnig sagt frá
tengslum virkjunarinnar við álfram-
leiðslu og vitnað í skýrslu OECD
þar sem segir að áláform íslenskra
stjómvalda geti ofhitað hagkerfið,
óljóst sé um efnahagslegan ábata af
þeim og gefið í skyn að stuðningur
við menntamál og umhverfisvæna
ferðamennsku væm ábatasamari.
Islensk stjómvöld fá hins vegar hrós
fyrir áform um nýjan þjóðgarð
norðan Vatnajökuls sem muni vem-
da Jökulsá á Fjöllum. Skýrsluna má
lesa í heild sinni á vef samtakanna,
www.wwwf.org.uk.
GG
Það kennir margra grasa og margt slæðist upp úr töskunum þegar fólk ferðast milli landshluta. Hér gægist Kristin Valgerður Snævarsdóttir upp úr tösku móður sinnar
Önnu Guðnýjar Gunnarsdóttur sem kom frá Selfossi til að leiðbeina á bútasaumsnámskeiðinu ,,Bútapest á Breiðdalsvik" á dögunum. Sú stutta vildi fyrir engan mun
sleppa ferðinni hingað austur enda þaðan ættuð og nokkuð á sig leggjandi til að líta á slóðir formæðranna í Steinholti á Héraði. Meira um bútasaum á Breiðdalsvik á
blaðsíðu 8. Mynd Þóra Sólveig Jónsdóttir
Gæftalítið og síldin
stendur djúpt
Jólahlaðborð
3. desember
í Valhöll Eskifirði
Skriðjöklar spila
Valhöll//Féiagslundur
S:476176
Landflutningar - Samskip
Kaupvangi 25
700 Egilsstaðir
Sími 458 8800
Fax 458 8808
Opnunartími:
Mánudaga til föstudaga
frá kl. 08:00-16:00
Landflutningar
J' SAMSKIP
rm
SECURITAS
Bræla hefur verið á miðunum að
undanfornu og ekki róið að ráði, þó
alstærstu skipin geti að vísu at-
hafnað sig við veiðar. Togararnir
hafa verið á sjó en síldarskipin
stopult vegna brælu og smábátarnir
svo gott sem ekki neitt. Síldin
stendur djúpt, nótaveiði hefur
minnkað og er síldin mest veidd í
flottroll um þessar mundir.
A Djúpavogi hefur verið rólegt,
Hrungnir kom á sunnudag með 70
tonn, og Páll í gær með 75 tonn,
þeir eru á línu og eru fjórar lagnir í
túrnum. Fimm trillur róa frá
Djúpavogi og fiska ágætlega þegar
gefúr, eru með þetta 25-30 tonn. Á
Breiðdalsvík er alltaf smá kropp
þegar gefur, tvær trillur sem þaðan
róa eru að fá þetta 100-150 kíló á
bala, kringum 3 tonn á trillu.
Á Fáskrúðsfirði er verið að leggja
flotanum og fólkið stefnir í
ferðalag til Prag en alls munu fara
um 100 manns frá Fáskrúðsfirði
þangað. Ljósafellið kom með 60
tonn á sunnudag og er væntanlegt í
dag með ívið minna. Hoffellið
landaði síðast 140 tonnum á sun-
nudag og mánudag 150 tonnum.
Narfi SU 68, sem gerður er út frá
Fáskrúðsfirði, var ekki langt frá
því að slá íslandsmet í veiddum
mánaðarafla þegar hann fiskaði um
155 tonn í október. Narfi náði þó
að slá eitt íslandsmet í síðasta
mánuði með því að fiska 15.8 tonn
í einum róðri. Það er mesti afli
sem íslenskur bátur af þessari
stærð hefur fengið í einum róðri.
Ekkert var róið á síld frá Norðfirði
fyrripart vikunnar en síldarbátarnir
eru úti núna, Barði kom í gær og
Bjartur í dag. Lítið hefur verið róið
frá Reyðarfirði og Eskifirði en það
er ágætt hjá trillunum þegar gefur,
þær landa á markað eða flytja út
sjálfar. Hólmatindur kom inn á
mánudag með 77 tonn og í síðustu
viku lönduðu alls 14 togarar á
Eskifirði, frá Akureyri, Vestmanna-
eyjum og erlendir. Á Seyðisfirði
komu Gullver, Brettingur og
Björgúlfur inn í dag, Gullver
landar í vinnsluna og Norrönu en
hinir togararnir í Norrönu og
restinni af aflanum er keyrt burt. Á
Borgarfiði hefur verið bræla og
ekki róið undanfarið, en nú spáir á
sunnan svo það gæti skánað. Á
Vopnafirði eru öll skip í landi, þar
eru allar ffystigeymslur fullar og
verið að skipa út frystum afurðum
til að fá pláss. Á Bakkafirði hefur
ekki verið róið síðustu daga, þar er
hálfgerð bræla en þokkalegt fiskirí
þegar gefur. Nú er sá árstími að
ekki er róið nema það sé gott í
sjóinn að sögn Bakkfirðinga.
SigAð
Afgreiðslutími í Bónus ó Egilsstöðum g
Mánudag til fimmtudags <
12.00 til 18.30 ÍÉiatÆ] g
ijmtJWLÍ 3
Föstudag 10.00 til 19.30 £
Laugardag 10.00 til 18.00
Sunnudag 12.00 til 18.00
Sjáumst í Bónus
á E?ilsstöðum
Ódýrastir um allt land!