Austurglugginn


Austurglugginn - 17.11.2005, Blaðsíða 4

Austurglugginn - 17.11.2005, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 17. nóvember Austur»gluggitin Skrifstofa Austurgiuggans er opin 8-4 alia virka daga. Póstfang: Hafnarbraut 4, 740 Fjarðabyggð Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot & prentun: Héraðsprent. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Sígurður Aðalsteinsson 477 1750 - 899 1070 sigad@austurglugginn.is. Blaðamaður: Gunnar Gunnarsson 477 1755 - 848 1981 frett@austurglugginn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 477 1571 - 866 2398 erla@austurglugginn.is AucjJýsbjsja-iÍjjJj; 477 1571 - Fbúí 477 1755 jJíjjj í'/JJ 1733 -477 173U - r/yií'S'-uijji:ur^jlutjtjJrJrJ.k W W W, Bl LJ 3 i: u r cj J LJ CJ CJ j J J; ], j 3 Um vegamál Ragnhildur Kristjánsdóttir skrifar: í Svæðisútvarpi Austurlands 3. nóvember var sagt frá því að vegamálayfirvöld hefðu til athug- unar að gera heilsársveg fyri Öxi. Enn fremur hefiir verið þrýstingur á að gera heilsársveg yfir Breiðdals- heiði, sem er nú þjóðvegur nr. 1. Ef skoðaðar eru nokkrar staðreyndir í þessum vegamálum sýnist manni nær að setja veg númer 1 á Fagra- dal og Suðurfjarðaveg, sem er allur með bundnu slitlagi nú þegar. Bráðnauðsynlegt er að ljúka við vegarkafla í Berufirði og Ffamars- firði, sem eru ófrágengnir og mjög varasamir, fyrir utan það að koma jarðgöngum undir Lónsheiði og loka Ffvalnes- og Þvottárskriðum sem allir vita að eru stórhættulegar. Nokkrar staðreyndir þessu til áréttingar. Veghæð á Breiðdals- heiði yfir sjávarmál er 470 m., Öxi 532 m„ Fagradal 250 m., svo það er skýrt hvar vetrarumferð er auðveldust. Á þessu hausti var meðaldagsum- ferð um Breiðdalsheiði 44 bílar á dag, um Öxi 91 bíll, um Fagradal 789 og um Suðurfjarðaveg við Hafnarnes 231. Frá Egilsstöðum um Breiðdals- heiði til Breiðdalsvíkur eru 83 km., en um Fagradal 92 km. Mun- ur 9 km. Ragnhildur Kristjánsdóttir Hvað er raunveruleiki? Elín Thorarensen skrifar: LFm þessar mundir hellast yfir okkur íslenskir og erlendir „raun- veruleika”-þættir sem flestir eiga það sammerkt að höfða til ungs fólks. Skilaboðin í þessum þáttum eru mörg hver á þann veg að laus- læti og skemmtanir séu það sem gefur lífinu gildi. Til viðbótar við þessa þætti eru sýndir snemma á kvöldin íslenskir grínþættir sem einnig ganga að miklu leyti út á að höfða til lægstu hvata auk þess sem reynt er á margvíslegan hátt að ganga fram af fólki með heimskulegri og jafnvel hættulegri hegðun. Síðastliðið vor vöktu Heimili og skóli ásamt Umboðs- manni barna athygli á því að sjón- varpsstöðvar væru í auknum mæli farnar að bjóða upp á efni á kjör- tíma á kvöldin sem ekki gæti talist við hæfi barna. Bent var á að tími væri kominn til að staldra við og skoða þessa þróun. Heyrist í foreldrum í gegnum„hávaðann"? Óumdeilt er að foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og hver og einn getur slökkt á sínu tæki eða sagt upp þeim stöðvum sem bjóða upp á dagskrá af þessu tagi. Ljóst er að sjónvarp er sterk- ur miðill og reynslan sýnir að það sem börnin horfa á hefur mikil áhrif á þau. Því er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það hvað bömin horfa á en hvert og eitt foreldri getur aðeins tekið ábyrgð á sínu bami en ekki annarra manna börnum. Margir foreldrar spyija sig þessa dag- ana hvaða tilgangi það þjónar að vera að sýna svona þætti á þeiin tíma sem fjöl- skyldan vill gjaman eiga notalega stund fyrir framan sjónvarp- ið? Hvaða siðferðis- legu skilaboð viljum við að bömin og ung- lingamir fái í gegnum sjónvarp? Hvaða hug- myndir um t.d. hlut- verk kynjanna eru þau að fá? Foreldrar sem uppalend- ur miðla til bamanna þeim siðferð- islegu gildum sem samfélagið er samstíga um að gildi í okkar þjóð- félagi. Rödd foreldra getur aftur á móti orðið ansi hjáróma þegar önn- ur skilaboð dynja sífellt á bömun- um annars staðar frá. Stöldrum við! Foreldrar þurfa að vera vakandi yfir því sem börnin og ungling- arnir þeirra eru að horfa á. Upp- lagt er að slökkva á sjónvarpinu og nýta þessar fáu mínútur sem fjöl- skyldan hefur til umráða eftir langan vinnudag til að gera eitt- hvað skemmtilegt og uppbyggilegt saman. Foreldrar vilja samt ekki þurfa að loka sig frá umheiminum til þess að vernda börnin gegn þeim óæskilegu skilaboðum sem tröllríða nú öldum ljósvakamiðl- anna. Því er tími til kominn að staldra við og skoða af alvöru hvernig fjölmiðla við viljum hafa og hvort setja þurfi reglur til þess að stoppa þessa þróun af, en þá leið hafa sum nágrannalönd okkar farið. Sagt hefur verið að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og ljóst er að allir í samfélag- inu bera ábyrgð sem þeir þurfa að axla - líka fjölmiðlarnir. Elín Thorarensen, framkvœmda- stjóri Heimilis og skóla BAKTALIД Talmein? - nokkrir þankar um málnotkun Flámælska hefur ávallt verið í hávegum höfð heima í Neskaupstað og það gleður mitt litla hjarta ávallt að heyra flámæltan einstakling tala því það minnir mig á Binnu ömmu. Flest full- orðið fólk, og þá meina ég rígfullorðið, í Nes- kaupstað og á Austurlandi meira og minna, þykir mér flámælt með eindæmum. Eg stend sjálfan mig oft að flámæli og skammast min ekkert fyrir það. Það sem mér þykir verra er hvað ég tala og skrifa oft vitlaust. Eftir að ég flutti suður til Reykjavíkur hef ég orðið mun næmari fyrir því hve illa ég tala. Ég fór að vinna á leikskóla og þá tók það mikð á að hætta að blóta. Einnig nota ég orð sem margir hafa aldrei á ævinni heyrt. Dæmi: (eldhús)bekkur, ristavél, golla og viskastykki. Einnig hef ég einstakt lag á að tileinka mér alla málfræðiósiði sem ég heyri aðra nota líkt og gæsabólur í staðinn fyrir gæsahúð. Sum orð sem mér þykja eðlileg eru langt frá því að vera eðli- leg, líkt og útidyrahurð. Hvað er dyra-hurð? Ég er mjög þágufallssjúkur og nota svo þolfall- ið líka á undarlegan máta einfaldlega því mér þykir það hljóma rétt. Dæmi: Mig hlakkar til að mér hlakki til á morgun. „Ef mig langar rosalega mikið þá langar mér.” Sagði meistari Megas sem fékk íslenskuverðlaunin fyrir nokkrum árum. Ég er alltaf að reyna að bæta mig í málinu okk- ar en sumu ætla ég að halda því að brauðrist er ekki til i mínum heimi aðeins ristavél! Hlynur Benediktsson

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.