Austurglugginn


Austurglugginn - 17.11.2005, Blaðsíða 8

Austurglugginn - 17.11.2005, Blaðsíða 8
8 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 17. nóvember Spurning vikunnar Hefur Molinn lækkað vöruverð á svæðinu? Spurt á Reyðarfirði Ellen Sæmundsdóttir Ég mundi ekki segja að Molinn sem slíkur hafi lækkað vöruverðið, það hefur Krónan frekar gert Arnfríður Wíum Já það finnst mér og úrvalið er meira Ingibjörg Halldórsdóttir Já það held ég, allavega matvöruverð eftir að Krónan kom hér Dóra Gróa Katrínardóttir Já, ja, ja, til dæmis morgunkornið og fiskinn og matvöru að einhverju leyti Aðalheiður Vilbergsdóttir Hann hefur allavega aukið vöruval og Krónan hefur staðið sig þokkalega í verðum, sérstaklega matvöru, annars pæli ég aldrei í verðum „Bútapest á Breiðdalsvík" var núna þá, var þetta ekki sérlega öruggt. Við vorum einu sinni í Zimbabwe og daginn eftir að við fórum þaðan var skollið á stríð þar sem verið var að drepa hvítt fólk. Svertingamir vom eitthvað á móti hvíta fólkinu, því þeim fannst við vera búin að ná öllu, búin að kaupa allt af þeim eins og þeir væm bara eitthvað drasl. Eg var 11 ára þegar ég bjó í Namibíu en ég hafði komið þangað áður, þegar ég var átta eða níu ára. Amma mín og afi bjuggu þar því afi fékk svo gott starf á sjónum þar. Svo ákvað mamma að fara þangað og læra í eitt ár að verða kennari þannig ég fór í skóla. Lífið í Namibíu var fínt. Umhverfið þar er allt öðruvísi. Þar eru töluð yfir 30 tungumál en aðalmálið er Af- ricaans, sem er mjög líkt hollensku. Svo var hlýtt þar og gott að vera. Afi var á sjónum en amma kenndi afríkskum konum að sauma. íslenskar konur mega ekki fá vinnu í Namibíu svo hún var bara siálfboða- liði.” En þó Hera segi best að búa á Djúpavogi þá er staðurinn því miður ekki fúllkominn. „Það er mjög lítið hægt að gera héma. Félagslífið er ömurlegt, við höfúm ekkert húsnæði eða þannig. Það er bara hægt að horfa á vídeó og borða nammi. I Namibíu fórum við á fílsbak og klöppuðum tjítum.” Hera Líf er í 9. bekk grunnskólans á Djúpavogi og á þar einn og hálfan vetur eftir. En síðan bíður heims- frægðin. „Ég stefni að því að verða fræg. Ég ætla að reyna að fara í Hollywood. Ég ætla að vera svona fríkuð eins og Silvía Nótt. Maður verður að gera eitthvað við lífið. Heimurinn getur ekki án mín verið því ég er einstök manneskja sem sumirgetaekkilifaðán!” GG/RSR Bútasaumsnámskeið var haldið á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík á dögunum, þangað mættu 23 konur af öllu Austurlandi og saum- uðu saman heila helgi. Námskeiðið gekk undir nafninu „Bútapest á Breið- dalsvík”, með skírskotun til ákveðinnar borgar úti í Evrópu sem konumar gætu vel hugsað sér að heim- sækja. Leiðbeinendur á námskeið- inu voru Anna Guðný Gunnarsdóttir og móðir hennar Guðný Valgerður Ingvarsdóttir frá Steinholti. Þær komu akandi í vitlausu veðri af Suðurlandinu, frá Bót.is sem er búta- saumsverslun á Selfossi. Þær voru ekki einu mæðgumar á námskeiðinu, bútasaumur virðist ganga nokkuð í ættir, því þrennar aðrar mæðgur vom einnig þama við sauma. Búta- saumur nýtur æ meiri vinsælda um allt land og víða á landinu eru starfandi óformlegir bútasaums- klúbbar og er Austurland þar engin undantekning. Margar þeirra austfirsku kvenna sem sóttu „Bútapest á Breiðdalsvík” starfa í svona óformlegum félags- skap hér eystra, meðal ann- ars á Djúpavogi, Stöðvar- firði, Fjarðabyggð og verið er að reyna að endurvekja starfið á Egilsstöðum. SigAð Myndir Þóra Sólveig Jónsdóttir Djúpivogur öruggasti staðurinn Hera Líf Liljudóttir heimshornaflakkari „Mér fannst ekki mikið óöryggi þegar ég bjó i Namibíu þegar ég bjó þar, en ef ég hugsa núna um hvernig þetta var, þá var þetta ekki sérlega öruggt." Mynd: RSR Hera Líf Liljudóttir er fjórtán ára gömul, búsett á Djúpavogi en hefúr komið víða við á sinni stuttu ævi. „Ég bjó í Ölfúsinu og Hveragerði og Noregi. Síðan bjó ég í Namibíu í bæ sem heitir Ludevids. Ég er búin að búa sex ári á Djúpavogi, flutti hing- að árið 1999 en síðan átti ég heima eitt sumar í Vesmannaeyjum. Ég hef samt lengst af búið hér. Ég held að það sé best að eiga heima hér á Djúpavogi. Þetta er minnsti og öruggasti staðurinn sem ég hef búið á,” segir Hera og rifjar upp árin í Namibíu. „Mér fannst ekki mikið óöryggi þegar ég bjó í Namibiu þegar ég bjó þar, en ef ég hugsa um hvemig þetta Það er líka gaman á bútasaumsnámskeiðum á kvötdin. Halla Einarsdóttir sagði ,,saumastofubrandara" og konurnar á námskeiðinu lágu i krampahlátri, frá vinstri sér i Jóninu Guðnadóttur, Þórhildur Björnsdóttur, Guðrúnu Auði Björnsdóttur, Láru Rikharðsdóttur, Önnu Heiðu Gunnarsdóttur, Ingunni Þráinsdóttur, sem snýr baki i myndavélina, og sögumanninn Höllu Einarsdóttur. Saumavélarnar snerust alla helgina, hér sitja þær Halla Einars- dóttir og Anna Ólafsdóttir að saumum en Anna Guðný Gunn- arsdóttir aðstoðar og segir til. Sigrún Sæmundsdóttir og Anna Heiða Gunnarsdóttir frá Reyðar- firði saumuðu af kappi, borðstofudúka i þetta skiptið.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.