Austurglugginn


Austurglugginn - 17.11.2005, Qupperneq 9

Austurglugginn - 17.11.2005, Qupperneq 9
Fimmtudagur 17. nóvember AUSTUR • GLUGGINN 9 ^AÍatgæðingur VIKUNNAR Hulda Jónsdóttir Hulda Jónsdóttir í Koppervík í Noregi er matgæðingur Austurgluggans að þessu sinni. Hulda er „strokunobbari" eins og innfæddir kalla hana, sem nú býr í Noregi, Henni varð ekki skotaskuld úr að senda okkur uppskrift að þríréttaðri máltíð yfir netið. Þökk sé tækninni nú á dögum. Chiliborgarar 1 kg hakk 2 egg 1 matskeið hveiti 1/2 flaska sweet chili sósa Öllu blandað saman og búnir til 8 stórir borgarar. Þeir eru brúnaðir á pönnu og settir í eldfast mót. Restinni af sweet chili sósunni er hellt yfir og sett í ofn 200°c í ca 15 mínútur. Sósa 1 stk. gráðostur 2 dl. sýrður rjómi 2 dl. mayonaise Smá pipar Öllu blandað saman Borgararnir settir í hamborgarabrauð með beikoni, ísberg, tómötum, rauðlauk og sósu. Grænmetissúpa m/linsubaunum (6 persónur.) 5-6 gulrætur 1 blómkálshaus 1 spergilkálshaus 2 kjúklingateningar 1 grænmetisteningur Soðið í 10 mín, á meðan er 1 desilítri af olíu settur í stóran pott, 3 hvítlauksrif og 1-2 laukar brúnaðir létt. 2 dósir af niðursoðnum tómötum settar út í ásamt 2 dósum af vel skoluðum linsubaunum. Grænmetinu er bætt útí ásamt einum lítra af grænmetissoðinu og soðið í 5 mínútur. Borðist með góðu brauði. Að lokum kemur uppskrift að eftirrétti sem er mjög vinsæll hér í Karmöy og Haugesund. Þessi réttur var fyrst búinn til þegar Maud drottning kom í heimsókn til Haugesund í kringum 1930. Dronning Maud Deser (10 persónur) 3 plötur saxað suðusúkkulaði 1 lítri rjómi, þeyttur 10 egg og 10 matskeið sykur þeytt saman. 15 blöð matarlím lögð í bleyti, brædd og sett í eggjablönduna Síðan er þeytti rjóminn settur út í. Eggjablandan og súkkulaðið er svo sett til skiptis í 2 stórar skálar, súkkulaði efst og neðst. Látið standa í minnst 2 tíma. Verði ykkur að góðu Hulda Jónsdóttir skorar á vinkonu sína og fyrrverandi nágranna, Bryndísi Jónsdóttur (Binnu). Hún ætti ekki að vera í vandræðum með að töfra fram eitthvað gómsætt þar sem hún er flink bæði með mat og kökur. hagyrðinga hornið . - ...^. . ... Þessar vísur sem hérfara á eftir hafa orðið til áýms- um tímum og eru flestar orðnar nokkuð við aldur enda minna gert að því nú orðið að hnoða saman vísum. Þessi vísa er gerð að hausti með eftirsjá sumarsins í huga. Dagar styttast dimmir nótt, drunginn færist yfir. Haustið kemur heldur fljótt, hopar flest sem lifir. Það er með kalt og vont tíðarfar að það er ekki margt sem getur bætt það upp en hin hjartahlýja kona á sér engin takmörk hvað hlýindin varðar. Tíðin hefur heldur grá, harla köldu skartað. Löngum er þó yl að fá, inn við konu hjartað. Margt var rætt um erfðagreininguna hjá Kára á sínum tíma og kom stundum upp að ættfræðin væri ekki alveg rétt þegar nánar var að gætt um erfðaefnin. Islensk erfðagreining, Örugg vísindameining. Það sem áður var hulið, er ei lengur dulið. Um getnað getinn í leyning. Það er alveg ótrúleg spenna, um ástarfars leyndarmál kvenna. Hvernig ættin er rakin, og ættfræðin hrakin. Það er allt saman Kára að kenna. Kom heim að Vaðbrekku þar sem ættingjarnir kváðust á í hlöðunni. Kveðju fram ég kasta vil, kominn heim í Dalinn. Bestan finn ég alltaf yl, inn við fjallasalinn. Þegar Jökuldalur, Hlíð og Tunga voru sameinuð í eitt sveitarfélag varð að finna nafn á þetta nýja samfélag. Þá varð til þessi vísa. Nú er komið nýtt og flott, nafn á hreppinn unga. Heppilegt og heldur gott, Hlíðarjökultunga. A þorrablóti á Jökuldal voru þessar vísur upphaf að borðhaldi og annál þar sem ekkert var við nögl skorið, matur, vín né níð um menn og málefni. Gömlum höldum sveitarsið, sögnin feðra vorra. Borðin hlaðin bjóðum við, blíðkum svona þorra. Fjallað er um meinin manns, margur að velli lagður. Neyðarskapur náungans. Nú að fleipri hafður. Á hagyrðingamóti á Stöðvarfirði var Hrönn Jónsdóttir frá Djúpavogi einn hagyrðingurinn. Við áttum öll að yrkja hvert um annað. Þá orti ég þetta um Hrönn. Hrönn er alda hrein og blá, Hrönn er jakabingur. Hrönn er élið hryðjan grá, Hrönn er hagyrðingur. Með bestu kveðju Aðalsteinn Aðalsteinsson Jdkob Sigfinnsson á Ormsstöðum Mynd: SigAð

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.