Austurglugginn


Austurglugginn - 17.11.2005, Page 10

Austurglugginn - 17.11.2005, Page 10
10 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 17. nóvember Leiklesnar álfasögur í haust kom út á vegum Kjarvalsstofu geisladiskur með þjóðsögum frá Borgarfirði Eystra en Ásgrím- ur lngi Arngrímsson sá um leikgerð. „Þar leiklesa nokkrir af okkar þekktustu ieikurum, ekki Borg- firðingar þó, álfa og vættasögur á íslensku og ensku,” segir Arngrímur Viðar Ásgrímsson frá Kjarvals- stofu og bætir því við að diskurinn sé upphafið að stærra verkefni. „Hann rnarkar í raun upphafið að uppbyggingu Álfheima þar sem hægt verður að fræðast um þjóðtrú okkar og þjóðsagnir, sérstaklega tengdar álfa- og huldufólki.” Diskurinn hefur verið settur í takmarkaða dreifingu og er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Feróaskrifstofu Austurlands, en Amgrímur segir diskinn hafa fengið góðar mótttökur hjá þeim sem hafa hlýtt á hann. „Diskurinn hefur verið kynntur meðal ungra hlustenda, meðal annars í leikskólum. Hann hefur fengiö mjög góðar viðtökur og er vinsæll til hlustunar fyrir svefninn.” GG II Ofsalega gefandi að búa til gott Ijóð Rúnar Þór Þórarinsson sendir frá sér sína fyrstu Ijóðabók. n Rúnar Þór Þórarinsson frá Skriðuklaustri í Fljótsdal sendi nýverið frá sér ljóðabókina Enn einn dagurinn. Rúnar Þór er í dag búsettur í Reykjavík, þar sem hann vinnur sem leikjahönnuður hjá CCP, en mestur hluti bókar- innar er saminn á Fljótsdals- héraði. Fyrstu ljóðin samdi Rúnar á æskuheimilinu Skriðu-klaustri, þar sem hann dvaldist um hríð sem fræðimaður og síðan hélt boltinn áífam að rúlla. „Ég var í fæðingarorlofi og búinn að vinna mér inn ftí svo ég var ansi lengi heima. Það er um að gera að skri- fa það alltaf niður þegar manni dettur eitthvað í hug, maður á svo mikið af dauðum punktum, til dæmis þegar maður er að stökkva í strætó eða flugvél,” segir Rúnar og bætir því að lengsta ljóð bókarinnar, „Ráðherramir” hafi verið skrifað í loftinu frá Reykjavík til Egilsstaða. Ljóðin í bókinni hafa mörg hver yfir sér sterkan persónulegan blæ og Rúnar segir það nauðsynlegt, því miður séu alltof mörg ljóð hreint bull, „Maður sér strax hvenær búið er að leggja vinnu og alúð í eitthvað en það geta allir bullað. Ég yrki aldrei um ekki neitt. Ég yrki um aðstæður sem ég lendi í og finnst athyglisverðar. Stundum finnst manni maður vera sá eini sem áttar sig á því sem að gerast og því reyni ég að skila frá mér, jafn- vel þó enginn lesandi átti sig á hvað ég er að fara. Mörg Ijóðanna eiga líka upptök sín í draumum. Það er ekki merkilegt að skrifa um það sem gerist í draumnum heldur það þegar maður áttar sig á tengingunni. Margir draumar em birtingarmyndir eigin þrár - hvers vegna datt mér þetta í hug en ekki eitthvað annað? Hvað þýðir þetta Athyglisbrestur Ég fékk hugmynd en vindurinn tók hana. Ég framkvæmdi stórvirki en nóttin myrkvaði það Ég söng yndislegt lag en þokan dreifði því. Ég gerði ekkert og það fór ekki framhjá neinum. fyrir mig? Það er ofsalega gef- andi að skrifa ljóð.” Þegar Austurglugginn heyrði fyrst í Rúnari var hann að útbúa bíl- skúrinn sinn undir æfingar rokkhljómsveitarinnar Trassanna, sem á rætur sínar að rekja til Alþýðuskólans á Eiðum. Rúnar hefur nýtt brot úr nokkrum ljóðanna í rokktexta og heitir því að plata með bandinu sé næst á dagskrá. „Svo er ég með tvær skáldsögur í vinnslu, vonast til að klára þær á næstu árum. Síðan höldum við hjá CCP áffarn að leggja undir okkur heiminn. Við erum að gefa út kortaspil, byggt á Eve-Online, sem Pétur (Örn Þórarinsson) bróðir á veg og vanda að,” segir Rúnar og leiðir okkur inn í heim spunaspilsins en fyrir áratug gaf hann út, í samvin- nu við annan bróður sinn, Jón Helga, spunaspilið Ask Yggdmsils, fyrsta íslenska spunaspilið. „Askurinn er grunnurinn að öllu sem ég hef gert. Ég fór erlendis í bókmenntafræði en ekki jarðvísindi. Hér hjá CCP hefur annar hver maður legið í Askinum, ég er aðdáandi þeirra og Vice-Versa!” GG Nýr Austfirðingur Þessi ungi drengur fæddist 3. september síðastliðinn. klukkan 1:02 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Norðfirði. Hann var 4010 grömm. eða I6 tnerkur, og var 57 sentímetrar á lengd við fæðingu. Hann var skírður 9. október, rúmlega mánaðargamall og hlaut nafnið Jóhann Breki.Foreldrar lians heita Elsa Jóhannsdóttir og Þórhallur Freyr Skúlason. hann er þeirra fyrsta bam og þau eru búsett á Eskifirði. voru Mynd vikunnar er frá Sigurðu Blöndal og var í eigu foreldra hans, Sigrúnar og Benedikts Blöndal. Þeir sem þekkja fólkið á myndinni eru beðnir um að hafa samband við Dísu í síma 471-1417. í blaðinu 29. september birtum við mynd af Konráði Hjálmarssyni, Ólöfu Þorkels- dóttur og syninum Konráði, sem bjuggu á Norðfirði, en það var Óskar Bjömsson í Neskaupstað sem bar kennsl á þau og Vilhjálmur Hjálmarsson staðfesti það.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.