Ylfingablaðið - 01.12.1937, Síða 5
YLFING ABL AÐIÐ
5
Allar æfingar eiga að hefjast á kveðju og
dýradansi, og enda á söng og kveðju.
Og mundu svo, litli ylfingur, að þú átt allt
af að hlýða gamla úlfinum, hvort heldur það er
pabbi, mamma, kennari, húsbóndi eða foringi,
— og:
Að þú mátt aldrei gefast upp! ALDREI!
Þetta áttu að reyna eftir megni!
G. Andrew.
Keppinautar.
Saga frá Jótland!
ÍSveinn gekk hljóðlega inn í prjónastofuna, þar
sem mamma lians sat við vélina, eins og vant var.
„Mamma“, sagði hann og benti á auglýsingu í
„dótlandspóstinum". „Þetta vær'i staða fyrir mig“.
Mamma lians leit þreytulega upp frá vinnu
sinni. „Hvaða staða er það, drengur minn?“
Sveinn las:
„Duglegur, áreiðanlegur unglingur, sem hefir
lokið gagnfræðaprófi og langar til að stunda verzl-
unarstörf, getur fengið góSa atvinnu strax. Um-
sækjendur hitti mig sjálfan kl. 10—12, í skrif-
stofu minni í Aðalgötu í Arósum.
Chr. Skou, stórkaupmaður“.
Pilturinn lagði blaðið frá sér og stundi við, um
leið og hann strauk hárið frá enninu. „En lík-
lega er það vonlaust. Eg er að verða leiður á
þessu‘ ‘.
Mamma hans sat andartak og hallaði bakinu
npp að prjónaborðinu, áður en hún lét skoðun
sína í ljós.
„Skou stórkaupmaður er mjög vel látinn“, sagði
hún svo. „Eg held þú ættir að reyna. Einhvern-
tíma lilýtur þér að heppnast að fá vinnu“.
Sveinn kinkaði kolli. — „A eg að reyna að fá
lánað re:ðhjól ? Þetta er ekki s\fo ógurlega langt“.
Mamma hans leit þreytulega á klukkuna. „Nei,
forðu heldur með lestinni. Annars nærðu ekki á
réttum tíma í dag, og á morgun verður þaS vafa-
laust of seint. Þú nærð í hraðlestina, ef þú flýt-
h þér, og það er alveg mátulegt. Búðu þig nú
í skyndi, og á meðan skal eg útbúa matarbita
handa þér“.
Sveinn flýtti sér einsog hann gat að komast
í sparifötin og borða, og eftir fjórðung stundar
var hann búinn til ferðar. „Yertu sæl, mamma
mín!“ sagði hann og þaut af stað.
Mammma hans strauk tár af kinn sér. „Vertu
saell, drengur minn, og góða ferð. ÞaS væri sann-
arleg heppni fyrir okkur, ef þú kæmist að. —
Æi-jæja, það er víst ekki vert, að gera sér of
háar vonir. Það sækja sjálfsagt. margir um svona
gott. stai-f. Hefði hann pabbi þinn lifað! Hann
var kunnugur athafnalífinu, og hefði getað hjálp-
að þér áfram“.
Sveinn mátti ekki koma mínútunni seinna á
járnbrautarstöðina. Lestin var búin til brott-
ferðar.
„Þér verðið af flýta yður, ef þér ætlið að
komast með“, kallaði stöðvarþjónninn lafmóður;
Iiann hljóp meðfram lestinni og skellti aftur vagn-
dyrunulm.
Sveinn þaut inn í vagn, og lá við sjálft, að
hann velti Arna syni héraðslæknisins um koll;
hanm stóð í göngunum og var að kveikja í vindl-
ingi. — „Fyrirgefðu!“
„Hvað — er það nú?“ spurði læknissonurinn
hissa. „Hvert ætlarðu að fara?“
„Til lrósa“.
„Það var gaman; ég ætla þangað líka, Við e;g-
um þá samleið. Við skulum Isetjast hérna inn í
klefa og hvíla lúin bein. Viltu reyk?“
„Nei, þakka þér fyrir, eg reyld ekki“.
„•Ta, svei!“ sagði Árni háðslega og þevtti gíf-
urlegum reykjarstrók út um nefið. „Eg hélt þú
hefðir slit.ið barnaskónnm“.
„Nei, ofurlítið er eftir af þeim“.
Drengirnir höfðu verið bekkjarbræður í barna-
skólanum, og þekktust því vel, en ekki voru þeir
þó eiginlega vinir. Árni var of hávær og mikill
á lofti t’l þess að falla Sveini í geð, en hann
var kyrrláfur og hafði þegar, þótt ungur væri,
reynt ekki svolítið af því, sem vant er að kalla
alvöru lífsins. Hann hafði misst föður sinn fyrir
sex árum,. aðalhúsasmið þorpsins, og fáuim mán-
uðnm síðar dó emkasystir hans. Bétt á eftir varð
móðir hans að flvtja úr fallega liúsinu þeirra. í
litlu íbuöina við Smiðjugötu, og þá komu prióna-
velarnar í húsið, til þess að framfleyta mæðg-
inunum,