Ylfingablaðið - 01.12.1937, Qupperneq 8

Ylfingablaðið - 01.12.1937, Qupperneq 8
8 YLFINGABLAÐIÐ „Hvert í hoppandi!“ kallaði Árni og áttaði sig nú til fulls, „Sú ræfils Jiöfðingjasle'ikja!‘ ‘ StórkaupmaSurinn hafði staðið til þessa, en nú stóð hann Jii'att upp og sagði „Eg kæri mig ekk'i um svona orð'bragð innan minna veggja, svo að þér veriðið að afsaka, að eg bið yður um að fara. Eg skal tala við föður yðar í símanum og segja honum, hvað gerzt hefir.“ Árni snautaði út eins og kaffærður rakki, en hann sagði miklu ljótari orS en „ræfils höfðingja- sleikja“, þegar hann kom út á götuna. — Hins lætur sagan ógetið, hvað faðir hans sagði, þegar hann kom heim. Það gæti aftur á móti verið nógu gaiman að líta inn tii frú Petersen í Smiðjugötu. Seinna þennan sama dag sátu mæðginin þar, glöð í bragði, og ræddu saman yfir rjúkandi kaffibolltun, en prjóna- vélin þagði, aldrei þessu vant.. Sveinn, sem var annars ekki vanur að segja mikiS, þreyttist aldrei á að lýsa Árósaferðinni og ráðgera um ljómandi framtíð. Mamma hans áttl að flytja til hans til Árósa, undireins og tekjur hans leyfðu; þar áttu þau að fá skemmtilega íbúð, eins og í gamla daga, —7 og prjónvélarnar anætti selja sem bræðslujárn! „Af hverju ertu svona mikið á móti vélunum?“ sagði frúin brosandi. „Þeim er þó að þakka, að viS höfub haft í okkur og á. Og ekki er skömm að vinpunni.“ „Nei, það er langt frá mér finnist það, mamma mín. En þú hefir orð'ið að þræla. — Þú hefir oft titrað af þreytu, áður en þii unnir þér hvíldar. Og hvað ætli þær séu margar, næturnar, sem þú hefir unnið í prjónastofunni, meðan aðrir nutu værðar svefnsins?“ „Við skulum nú ekki hugsa um það, drengur uiinn,“ sagSi frúin, og eitthvað glitraði í augum hennar. „Nú er eg glöð yfir því, sem unnizt hefir, cg þá finnst mér hitt ekki mikið, sem það hefir kostað.“ A. S. þýddi. Doktor Tom. Það var ekki oft, að Tom hafði komið í bíl, og þess vegna naut hann þess reglulega vel, þeg- ar hann brunaði áfram eftir hinum góðu götum í New York. Nú voru þeir komnir í þann hluta borgarinnar þar sem ríka fólkið bjó. Tom var yfir sig hissa á því, hvað húsin voru falleg — og garðarnir — en hvað þeir voru skrautlegir. Því lengra sem þeir komu, varð allt skrautlegra, garðarnir urðu alltaf stærri og stærri og húsin fallegri. — Nú óku þeir inn um hlið, mjög skrautlegt, og þá sagði hr. Hansen: „Hér byrj- ar landaeign mín“. — Nú komust þeir í gegn- um hliðið, og þegar þeir voru komnir í landar- eign blaðakóngsins, voru trjáraðir meðfram veginum. Tom, sem varla gat ímyndað sér, að svona mörg tré væru til í heiminum, hélt, að þetta væri allt saman draumur. — Þeir voru nú búnir að aka í hálftíma, frá því að þeir komu inn á landareign blaðakóngsins, og ennþá voru þeir ekki komnir að húsinu, en von bráðar sáu þeir það; og þegar Tom kom auga á það, varð hann aldeilis forviða. Þetta var þá ekki venju- legt hús. Nei! Þetta var sannarlega regluleg höll. Svona hafði hann alltaf ímyndað sér kon- ungshallir. — Nú stöðvaðist bíllinn, og þjónn kom og opnaði dyrnar. Þeir stigu báðir út úr bílnum og gengu inn um aðaldyrnar og inn í húsið. Tom varð sem steini lostinn, þegar hann kom inn. Aldrei hafði hann komið inn í svona fallegt hús, því að í raun og veru var þetta ekki höll. Hann þorði varla að stíga á gólfið, af því að það var falleg ábreiða á því. — Þeir gengu nú áfram frá einu herbergi til annars, eða réttara sagt, frá einu til annars. Allsstaðar, þar sem dyr voru, og þeir gengu í gegnum, opn- uðu þjónar þær. Loksins komu þeir að dyrum, sem herra Hansen opnaði sjálfur. Þegar inn kom, sá Tom fölan og veiklulegan dreng sitja :í hjólastól. Einnig var þar inni kona. Tom hafði aldrei séð jafnmikla skrautgripi og hún var með. — Loksins tók herra Hansen til máls og sagði: „Jæja, þetta er þá drengurinn, sem eg hefi talað svo mikið um, og sem á að leika Jas minn“. Þá sagði strákurinn, eða öllu heldur urr-

x

Ylfingablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ylfingablaðið
https://timarit.is/publication/1697

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.