Ylfingablaðið - 01.12.1937, Qupperneq 9

Ylfingablaðið - 01.12.1937, Qupperneq 9
YLFINGABLAÐIÐ 9 (§> AXELV. TULINIUS skátahöfðingi Islands látinn. f Sú harmfregn barst okkur íslenzkum skátum og ylfingum 8. desember frá Kaupmannahöfn, að skátahöfðingi okkar og leiðtogi um 24 ára skeið, væri látinn. Tulinius hafði síðan í sumar dvalið sér til heilsubótar í Danmörku, en fylgd- ist samt sem áður með öllum skátastörfum hér heim til hins síðasta, því að efling og viðgang- ur skátahreyfingarinnar var, eins og öllum er kunnugt, eitt af hans aðaláhugamálum. Snemma hneigðist hugur Tuliniusar að mál- efnum æsku landsins, því þegar á árinu 1896 stofnaði hann og kenndi leikfimisfélagi Eski- f jarðar. Hann skildi strax réttilega, að heilbrigð sál þarf að búa í hraustum líkama. Það er því engin tilviljun, að hann er einn af frumkvuðl- um að stofnun Iþróttasambands Islands, og fyrsti forseti þess, starfa, sem hann gegndi um margra ára skeið með þeirri glæsimennsku, er einkenndi öll hans störf. Hann sá betur en nokk- ur annar, að íþróttahreyfingin og skátahreyf- ingin áttu samleið að því takmarki, að ala upp góða og sanna íslendinga, því enginn gat betur brýnt það fyrir okkur skátunum en Tulinius, hvernig við ættum að leitast við að verða sann- ir og trúir þegnar íslands. Hinn þríliti fáni ís- lands var honum heilagt tákn, enda mun varla nokkur íslendingur hafa meir gert að því en hann að kenna æsku landsins að meta og virða þjóðfána vorn, og mun það honum mest að þakka, að skátarnir leggja svo mikla rækt við að íslenzka fánanum sé sýnd tilhlýðileg virðing, og að rétt sé með hann farið. Strax árið 1913 tók Tulinius við stjórn Vær- ingjafélagsins, og var yfirforingi þess til 1924. Öll þessi ár vann Tulinius að skipulagningu fé- lagsins og hafði auk þess á hendi kennslu í gönguæfingum og öðrum skátaæfingum. Hann samdi fyrir skátana „Göngubálk skáta“, sem ís- lenzku skátarnir nú nota við gönguæfingar sín- ar. Á þessum árum lagði Tulinius grundvöllinn að skátastarfinu, eins og það er hér á íslandi. Þótt hann 1924 léti af starfi, sem formaður Væringjafélagsins, var það ekki til þess að setj- ast í helgan stein, heldur gerðist hann nú for- göngumaður þess, að Bandalag íslenzkra skáta var stofnað 1924; starfaði hann í stjórn B. I. S., sem formaður og skátahöfðingi Islands til dauðadags. I stjórn Bandalagsins naut sín vel þekking hans á félagsmálum og skipulagsgáfa, enda var alltaf leitað til hans um öll vandamál er að höndum bar. Með starfi sínu í stjórn B. I. S., kom hann málefnum skátanna í það horf, að örugt er að skátahreyfingin mun verða ein öflugasta æskulýðshreyfing Islands á komandi

x

Ylfingablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ylfingablaðið
https://timarit.is/publication/1697

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.