Ylfingablaðið - 01.12.1937, Page 10
10
YLFINGABLAÐIÐ
árum. íslenzku skátarnir sýndu, að þeir kunnu
að meta störf Tuliniusar, með því að sæma hann
æðsta heiðursmerki skáta, Silfurúlfinum. Orð-
stýr hins fyrsta skátahöfðingja íslands mun
okkur skátunum aldrei gleymast, eins og í
Hávamálum stendur: „Deyr fé, deyja frændur,
deyr sjálfur et sama, ek veit einn at aidrei
deyr“.
Ylfingar, heiðrið minningu hins látna 'leið-
toga okkar með því að starfa vel og trúlega sem
ylfingar, og síðar að keppa að því marki, að
verða sannir og duglegir skátar, og aldrei að
gefast upp, við það verk, er Tulinius hóf, að
vinna að framgangi og v.exti skátafélagsskapar-
ins á íslandi.
aði: „Eg vil ekki hafa neinn strák“. Og frúin
sagði, að hún vildi ekki hafa svona götustrák í
sínum híbýlum, og síðan gekk hún út. — Tom
var svo undrandi yfir þessum móttökurn, að
hann heyrði ekki, að Hansen sagði: „Þetta
skaltu ekki láta á þig fá. En nú ætla eg að biðja
stúlkuna að baða þig og láta þig fá hrein íöt;
svo skaltu fá að borða“. — Síðan hringdi hann
bjöllu, og samstundis opnuðust dyrnar og inn
kom þjónn. Hansen gaf honum fyrirskipanir,
og síðan fór hann út með Tom. — Það var gott
að komast í bað. Tom stóð fyrir framan speg-
ilinn og speglaði sig, — en hvað hann var fínn!
Hann þorði varla að hreyfa sig í þessum fínu
fötum. Nú kom þjónn inn og sagði, .að miðdegis-
verðurinn væri tilbúinn, síðan fór hann út. —
Aumingja Tom vissi ekki hvað hann átti að
gera, því að hann vissi ekki hvar átti að borða.
En hann var ekki lengi ráðalaus, heldur gekk
hann að bjöllunni, en hikaði við að hringja; en
þar sem hann átti einskis annars úrkosta, þá
herti hann sig upp og hringdi. — Samstundis
kom þjónn inn og spurði, hvað hann vildi. —
Strax og hann nefndi það, sagði þjónninn:
„Herra, viljið þér gjöra svo vel að fylgja mér?“
Tom fylgdi honum eftir löngum gangi, og þegar
þeir loksins komu að breiðum gangi, sagði
þjónninn um leið og hann opnaði dyrnar: „Það
er hérna, herra“. — Tom hafði orðið svo :nörg-
um sinnum hissa, að maður skyldi ætla, að hann
liefði ekki getað orðið það oftar, en samt varð
liann hissa, þegar farið var að þéra hann.
Framhald.
Umkringdir af Siux-indíánum.
Smith flokksf oringi. snéri sér í hnakknum.
„Hvenær komum v'ið að gjánni, þar sem elgirn-
ir eru,“ spurði hann óþolinmóður. „Eg hugsa, að
við komum þangað eftir 'hálftíma, herra flokks-
foringi,“ sagði Jackson liðþjálfi, sem reið rétt
iyr’ir aftan hann, og á eftir. honum voru fjórir
hermenn, allir á hestum.
„Þetta er ljóti vegurinn,“ sagði Smith. „Já,“
sagði Jackson, „og' ekki sízt ef indíánarnir eru
i.ær á sveimi.“
„Indíánarnir,“ endurtók Smith hæðnislega,
„þeir voga sér ekki svona nærri víginu, og svo
eru þeir komnir til vetrarsíaðar síns upp við
fljótið.“ „Maður heyrir að flokksforing’inn er ný-
kominn í herinn,“ sagði Jackson, „rauðskinnarnir
eru þar, sem maður sízt býst við þeim, -og sér-
staklega eft'ir að SittingBulI varð höföingi þeirra,
hann er eins og NapóIeon.“
Þetta litla riddaralið iiélt áfram gegnum skóg-
inn. Smith sat fýlulegur á hesti sínum og hugsaði
aðeins um sjálfan sig, en Jackson horfði í allar
áttir, því að indíánarnir voru mjög herskáir um
þetta leiti, og leiðin lá um Dakota, þar sem Sioux-
arnir héldu til. Dauft hljóð heyrðist úr mannháa
grasinu, sem óx við þennan mjóa veg.
Það fékk Jackson til að grípa r’iffilinn, en i
sama bili heyrðist hvellt blístur, og þá lagSi Jaclt-
son afíur frá sér riffdinn og hélt í hest sinn.
Fram úr grasinu hljóp fjórtán ára drengur,
með hund á eftir sér. Hermennirnir námu staðar.
„Hvað vilt þú ?“ sagði Smith vondur.
„Siouxarnir eru í námd“, sagði Dick (það hét
drengurinn). „Þið skuluð bíða“, bætti hann við.
„Hefur þú séð þá“.
„Nei, en K.Vik hann hefir þefað þá, og hann
getur þefað þá langar leiöir“.
„Uss“, sagði Smith, „eigum við sex h jrmenn að
hlíða einum strák bjána“.