Ylfingablaðið - 01.12.1937, Síða 15
YLFINGABLAÐIÐ
15
Ylfi ngar og Skátablaðið.
Skátablaðið 2. tbl. 3. árg. kom út 21. nóvem-
ber þ. á., og var ylfingum frá skátafélögunum
„Væringjar“ og „Ernir“ falið að selja blaðið í
Reykjavík. Alls tóku um 90 ylfingar þátt í söl-
unni, þrátt fyrir þótt veður væri alls ekki gott.
Verðlaun fengu 3 þeir, sem seldu flest blöð,
og voru þau ákveðin kr. 5,00, kr. 3,00 og kr. 2,00.
1. verðlaun hlaut Hrafn Tulinius, Tjarnargötu
40 (seldi 24 blöð). 2. verðlaun hlaut Bjarni
Steingrímsson, Fjölnisveg 15, og 3. verðlaun
hlaut Tórnas Helgason, Kleppi.
Skátablaðið þakkar öllum ylfingunum fyrir
góða aðstoð, og vonast til að allir verði tilbúnir
að selja blaðið aftur, þegar það kemur út næst,
en það verður væntanlega í aprílmán. næsta ár.
Ylfi ngar á Sauðárkróki.
Skátafélagið ,,Andvarar“ liafði starfað í nær 5
ár, er það fékk sína fyrstu ylfinga, en það var
10. marz 1934; er ylfingaflokkur var stofnaður
með þrem ylfingum. Foringi þeirra var Margrét
Sigurðardóttir. Þegar eftir stofnunina sóttu nokkr-
ir drengir um upptöku, sem þeir líka fengu. Þessi
ylfingaflokkur starfaði í rúmlega e'itt ár eða til
29. maí 1935, e hannr liann var lagður niður.
Þá voru í flokknum 8 ylfingar. Sex þeirra gengu
upp, en tveir hættu. Aðalásfæðan fyrir því, að
flokkurinn var lagður niður, var sú, að foring'inn
var að fara úr bænum.
Þrátt fyrir það, hve stutt þessi flokkur starfaði,
tel ég, að hann hafi haft mjög mikla þýðingu
fyr'ir félagið. Margir af þessum fyrverandi ylfing-
rm hafa reynzt ágætlega sem skátar og eru ennþá
vel starfandi og hafa mikinn áhuga fyrir málefn-
um skátahreyfingarinnar. — Eftir aS þessi flokk-
urvarlagður niður, sáum v'ið það fljótt, að stofna
þurfti ylfingaflokk á nv, og 22. apríl s.l. (á sumar-
daginn fyrsta), var flokkurinn stofnaður með 12
ylfingum. Foringi þeirra er Frank B. M'ichelsen,
ritstjóri Skátáblaðsins. En nöfn vlfinganna eru
þessi .(eftir stafrofsröð) :
Aage Yaltýr Michelsen 8 ára
Árni Þorkell Blöndal 7 —
Arni Sigurðsson 9 —
Grísli Tómasson 9 —
Jón Halldór Fr’iðriksson 9 —
Kristinn Pálmi Michelsen 11 —
Kristján Þórður Blöndal 9 —
Magnús Hilmar Björnsson 11 —
Snorri Sigurðsson 8 —
Þorvaldur Ari Arason 8 —
Inntaka ylfinganna fór farm í SauSárkróks-
kirkju við skátaguðsþjónustu. Ylfingarnir komu
td kirkju í skrúðgöngu undir íslenzka fánanum,
ásamt kven- og drengjaskátunum. Eftir að sung-
inn hafð'i verið einn sálmur, gekk foringinn upp
að altarinu og t'lkynnti hvað fram átti að fara.
Síðan kallaði hann á alla ylfingana með nafni,
eftir stafrofsröð, og röðuðu þeir sér í iiálfhr'ing
fyrir framan liann. Foringinn útskýrði fyrir þeim,
hvað það væri að vera ylfingur og hvaða ábyrgð
fylgdi því. Að öðru leyt'i fór inntakan fram sem
hér segir:
Foringinn: Kunnið þið ylfingalögin, ylfinga-
lieitið, stóra hrópið og kveðjurnar?
Ylfingarnir: Já (allir í kór).
For.: Hvernig eru lögin ?
Ylf.: Ylfingur hlýðir gamla úlfinum. Ylfingur
gefst aldrei upp.
For.: Eruð þið viðbúnir að vinna hið hátíðlega
heit ýlfinganna.
Ylf.: Já, það erum við. Ég lofa að reyna eftir
megni að halda ylfingalögin, og að gcra á hverjum
degi eitthvað öðrum til gleði og hjálpar.
Fro.: Ég treysti ykkur til að reyna af öllum
mætti að efna heit ykkar, og ég lýsi því hér með
yfir, að þið eruð teknir 'inn í hið mikla bræðra-
lag' ylfinga, og Alþjóðábræðralag skáta. Verið vel-
komnir!
Þessu næst afhenti foringinn hverjum ylfing
sitt félagsskírteini og tók í vinstri hönd hvers
ylfings, sem um leið heilsaði með ylfngakveðju.—
Ylfingar fengu sér nú sæti og var nú sunginn
söngur úr Söngbók skáía, sem einnig er í sálma-
bókinni.
Sóknarpresturinn, séra Ilelgi Konráðsson, sem
er deildarforingi skátafélagsins, sté í stólinn og
talaði um skátahreyfinguna. í enda ræðu sinnar
m'inntist liann Baden Powells í tilenfi af því, að
hann varð 80 ára 22. febr. s.l., og las ávarp frá