Bræðrabandið - 01.02.1963, Síða 1

Bræðrabandið - 01.02.1963, Síða 1
f/7 lesenda gRÆÐRABANDSINS Kæru systkini og vinirl Við byrjun nýs árs sendi ég ykkur öllum kærar kveðjur og beztu óskir. Liðna srið var gjöfult og gott allri þjóð okkar. Sem söfnuöur getum við vissulega sagt að Drottinn hafi mettað okkur gæðum. Fjórtán nýir meðlimir bættust söfnuðinum á árinu. 1 Keflavík óx hópur okkar svo að börnum og fullorðnum, aö húsrýmið, sem notað var til samkomuhalds á hvíldardögum, varð allt of lítið. Unnið er mjög að því að efla þar kirkjubyggingar- ajóð, en meðan því fer fram hefur söfnuðurinn þar verið svo lán- samur að bræöur tveir, sem gerðust safnaðarmeðlimir á árinu, létu honum í té ágætan sal til samkomuhalds. Tíund og gjafir hafa mjög vaxið á árinu, en að sjálfsögðu vex og allur rekstrarkostnaður með vaxandi verðbólgu. Tveir nýir kennarar hófu starf, Guðmundur ölafsson í Hlíðardalsskóla og Jón Karlsson í safnaðarskóla Reykjavíkur. Skólamir þrír eru þétt settnir nemendum. Almennar samkomur eru haldnar á nokkrum stööum svo sem Selfossi og nágrenni, í Keflavík og nú munu þær hefjast í Reykja- vík. Starf systrafélaganna virðist stöðugt fara vaxandi. Basarar voru haldnir á fjórum stöðum á þessum vetri og seldust vörur fyrir meira en 70.000.oo kr. Á liðna árinu fékkst loks langþráð leyfi til að útvarpa guðsþjónustu frá kirkju okkar. Samkvæmt því má útvarpa guðs- þjónustu sinu sinni á ári. Fyrstu guðsþjónustunni var út- varpað sunnudaginn 21. október. Mun nú verða unnið að því með tíð og tíma að fá rýmkun á leyfi þessu svo að oftar verði hægt að útvarpa frá kirkjunni. Merkilegir atburðir eru að gerast í heimsmálunum á þessum tíma, sem sýna áþreifanlega uppfyllingu spádómanna - mætti þar nefna Vatikanfundinn og Efnahagsbandalagið. íiættum við skilja boðslcap þessara atburða og með hjálp Guðs framkvæma það, sem okkur hefur verið trúaö fyrir áður en um seinan er orðið.

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.