Bræðrabandið - 01.02.1963, Síða 3

Bræðrabandið - 01.02.1963, Síða 3
Bls. 3 ~ Bræörabandiö - 1.2.1o3 Hve oft erum við alltof önnum kafin og höfum of lítinn tíma til að biðja. Við höfum mikið að gera, en við verðurn að muna, að sá, sem biöur mest - honum verður einnig mest úr verki. Jesús var sá maður, sem mest hafði að ger« af öllum, sem hér á jjörðu hafa verið. Hann var ávallt önnum hlaðinn. Á lcvöldin var hann þreyttur og þarfnaðist svefns og hvíldar. En liann tók hluta af svefntíma sínum til að biðja. "Og árla, löngu fyrir dögun, fór hann á fætur og gekk út og fór á óbyggðan stað og baðst þar fyrir." (Mark.l:35) Pólksfjöldinn safnaðist kringum hann, en hann tók ávallt, tíma til að biöja. "Og er hann haföi kornið mann-* fjöldanum frá sér, fór hann einn saman upp á fjallið, til þess aö biðjast fyrir." (Matt,14:23.) Hve mikið biðjum við? Og hvernig biðjum við? Krjúpum við eins og lítil börn og biðjum Jesú að senda englana sína til að varðveita okkur í nótt - og flýtum okkur svo að seg«ja Amen og fara í rúmið?- Eða tökum við okkur raunverulega tíma með Guði? Maður í hárri stöðu sá eitt sinn lítinn dreng vera að reyna að hringja dyrabjöllu á húsi einu, en drengurinn var of lítill til að ná upp að bjöliunni. Maðurinn gekk því til hans og hringdi. Um leið og hringingin heyrðist leit drengurinn á mann- inn og sagöi:"l\Tú skulum við hlaupa fljótt áður en nokkur kemur." Það var auðvitað ekkert annað fyrir manninn að gera, en biðjast afsökunar fyrir hönd drengsins. Við þurfum að endurlæra list íhugunarinnar. "Þegar allar aðrar raddir hafa þagnað og við bíðum í kyrrð eftir Drottni, mun kyrrð sálarinnar gera rödd Guðs skýrari, Hann segir: Hættið og viöurkennið að ég er Drottinn." Desire of Ages bls.363 Eigum við ekki að ákveða að nota meiri tima til Biblíu- lesturs á árinu 1963. Hve mikinn tíma notum við daglega til aö borða? Eg býzt við að flest okkar noti u.þ.b, eina klukkustund. Skyldum við nota svo mikinn tíma til að lesa í Biblíunni daglega? Ættfaðirinn sagði :"Frá orðum vara hans hefi ég ekki vikið og metið þau meira en fæðu mína." Job.23:12 (ensk þýðing.) Stundum verðum við fyrir þeirri freistingu að flýta okkur að lesa í Liblíunni - við lesum í flýti einn kafla og getum svo sagt að við höfum lesiö kafla dagsins. En það er ekki alltaf undir þvl komið hve mikið við lesum, heldur hvað gagn við fáum af því sem við lesum. Þjónn Guðs skxifaði: Lesið eitt vers og íhugið það og finnið þann boðskap, sem Guð hefur lagt í það. Dveljið svo við þá hugsun, sem í versinu felst, þar til hún verður hugsun ykkar sjálfra, Eitt vers, sem lesið er þannig að hugsun þess verði ljós hefur meira gildi en hraðlestur margra kapxtula án nokkurs tilgangs og án þess að þekkingin aultist." E.G.W. Rounveruleg Biblíurannjsókn krefst tímo, en þennan tíma veröum við að taka okkur. Við verðum líka að taka tíma til aö vera kurteis. Kurteisi er fremur sjaldgæfur eiginleiki nú á dögum. Okkur ber að taka tíma til að segja "þökk fyrir" - til að víkja fyrir öðrum vegfarenda, til að heilsa fólki og til að segja uppörvandi orð. Við erum ávallt í leit að stærri stofnunum, meiri peningum, betur menntuðum mönnum og betri aðferðum til að auka starf okkar, Þetta er allt mjög gott, en viö megum ekki gleyma ráðinu, sem oklcur var eitt sinn gefið. "Ef við lítillækkuðum okkur sjálf fyrir Guði og værum góðviljuft, kurteis og samúðarfu.ll myndu hundruð vinnast þar sem nú vinnst einungis einn."

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.